Hræddari við sleðahunda en strokufanga af Litla-Hrauni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. febrúar 2016 07:00 Sleðahundar þurfa mikla þjálfun og aðgát umsjónarmanna. Visir/GVA „Þessi viðhorf byggja á þekkingarleysi,“ segir Gunnar Þórisson, eigandi jarðarinnar Fellsenda í Þingvallasveit, um andstöðu íbúa þar um slóðir við rekstur hundasleðafyrirtækis á jörðinni. Gunnar seldi Hundasleðaferðum ehf. eitt hundrað hektara spildu úr Fellsendajörðinni sunnan Þingvallavegar á móts við Kjósarskarðsveg. Fyrirtækið hefur verið rekið frá bænum Hólmaseli við Þjórsá. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur tvívegis hafnað ósk um stofnun lögbýlis á spildu Hundasleðaferða. Kolbeinn Sveinbjörnsson, sem býr í landi Skálabrekku og á sæti í sveitarstjórninni, er mótfallinn því að fá útgerð sleðahunda í nágrennið. „Ef ég væri á göngu úti á heiði eða jafnvel staddur í garðinum heima hjá mér myndi ég frekar vilja mæta 40 strokuföngum af Litla-Hrauni ef gat kæmi á girðinguna þar heldur en 40 Husky-hundum sem slyppu frá Fellsenda ef gat kæmi á girðinguna þar,“ segir Kolbeinn í bréfi til sveitarfélagsins. Kolbeinn segir sleðahunda tamda með mikilli hörku. „Ég hef heyrt að á þeirra heimaslóðum í Grænlandi sé sagt að þeir verði að vera hræddari við eigendur sína en hvítabirni. Það er því, sama hvað hver segir, alveg ljóst að þessar skepnur eru líklegar til að beita aðra hörku ef þannig aðstæður myndast,“ skrifar hann. Bróðir Kolbeins, Jóhannes Sveinbjörnsson á Heiðarbæ II, skrifaði einnig bréf til sveitarstjórnarinnar. Í því segir hann hræðslu nágrannanna við hundatengda starfsemi á Mosfellsheiði hafa aukist mjög eftir stórtjón á sauðfé af völdum hunda á heiðinni í fyrrasumar. Heildartjón þeirra sem misstu fé sé að lágmarki tvær milljónir króna. „Tjón af völdum hunda er ekki bara á þeim skepnum sem komast í beina snertingu við þá. Ógn af völdum þeirra veldur því að órói kemst á féð, það leitar burt og hætta er á að lömb villist undan. Óróinn einn og sér getur því valdið afurðatapi, hann getur verið til staðar jafnvel þó að hundar séu tryggilega lokaðir af inni í girðingu. Fuglalíf verður vafalítið einnig fyrir tjóni,“ segir Jóhannes í bréfinu. Ekki náðist tal af Sigurði Baldvinssyni hjá Hundasleðaferðum í gær. Sigurður og Gunnar Þórisson gengu á fund sveitarstjórnar fyrir jól til að útskýra fyrirhugaða starfsemi. Gunnar segist skilja að menn séu hvekktir eftir að lausir hundar af einum bæ í sveitinni lögðust á fé í fyrrasumar. Auk þess hafi hópur hunda komið með eigendum sínu úr Reykjavík í land Heiðarbæjar og styggt þar fé. Tortryggni gagnvart rekstri Hundasleðaferða sé hins vegar byggð á vanþekkingu. Hundarnir verði á rammgirtu svæði og tjóðraðir með keðjum. „Það er lágmark að sveitarstjórnin hafi vit á því hvernig hún vill láta öryggiskröfurnar vera. Það þurfa að vera umgengnisreglur alls staðar og þær þurfa að vera búnar til af þekkingu,“ segir Gunnar á Fellsenda. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
„Þessi viðhorf byggja á þekkingarleysi,“ segir Gunnar Þórisson, eigandi jarðarinnar Fellsenda í Þingvallasveit, um andstöðu íbúa þar um slóðir við rekstur hundasleðafyrirtækis á jörðinni. Gunnar seldi Hundasleðaferðum ehf. eitt hundrað hektara spildu úr Fellsendajörðinni sunnan Þingvallavegar á móts við Kjósarskarðsveg. Fyrirtækið hefur verið rekið frá bænum Hólmaseli við Þjórsá. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur tvívegis hafnað ósk um stofnun lögbýlis á spildu Hundasleðaferða. Kolbeinn Sveinbjörnsson, sem býr í landi Skálabrekku og á sæti í sveitarstjórninni, er mótfallinn því að fá útgerð sleðahunda í nágrennið. „Ef ég væri á göngu úti á heiði eða jafnvel staddur í garðinum heima hjá mér myndi ég frekar vilja mæta 40 strokuföngum af Litla-Hrauni ef gat kæmi á girðinguna þar heldur en 40 Husky-hundum sem slyppu frá Fellsenda ef gat kæmi á girðinguna þar,“ segir Kolbeinn í bréfi til sveitarfélagsins. Kolbeinn segir sleðahunda tamda með mikilli hörku. „Ég hef heyrt að á þeirra heimaslóðum í Grænlandi sé sagt að þeir verði að vera hræddari við eigendur sína en hvítabirni. Það er því, sama hvað hver segir, alveg ljóst að þessar skepnur eru líklegar til að beita aðra hörku ef þannig aðstæður myndast,“ skrifar hann. Bróðir Kolbeins, Jóhannes Sveinbjörnsson á Heiðarbæ II, skrifaði einnig bréf til sveitarstjórnarinnar. Í því segir hann hræðslu nágrannanna við hundatengda starfsemi á Mosfellsheiði hafa aukist mjög eftir stórtjón á sauðfé af völdum hunda á heiðinni í fyrrasumar. Heildartjón þeirra sem misstu fé sé að lágmarki tvær milljónir króna. „Tjón af völdum hunda er ekki bara á þeim skepnum sem komast í beina snertingu við þá. Ógn af völdum þeirra veldur því að órói kemst á féð, það leitar burt og hætta er á að lömb villist undan. Óróinn einn og sér getur því valdið afurðatapi, hann getur verið til staðar jafnvel þó að hundar séu tryggilega lokaðir af inni í girðingu. Fuglalíf verður vafalítið einnig fyrir tjóni,“ segir Jóhannes í bréfinu. Ekki náðist tal af Sigurði Baldvinssyni hjá Hundasleðaferðum í gær. Sigurður og Gunnar Þórisson gengu á fund sveitarstjórnar fyrir jól til að útskýra fyrirhugaða starfsemi. Gunnar segist skilja að menn séu hvekktir eftir að lausir hundar af einum bæ í sveitinni lögðust á fé í fyrrasumar. Auk þess hafi hópur hunda komið með eigendum sínu úr Reykjavík í land Heiðarbæjar og styggt þar fé. Tortryggni gagnvart rekstri Hundasleðaferða sé hins vegar byggð á vanþekkingu. Hundarnir verði á rammgirtu svæði og tjóðraðir með keðjum. „Það er lágmark að sveitarstjórnin hafi vit á því hvernig hún vill láta öryggiskröfurnar vera. Það þurfa að vera umgengnisreglur alls staðar og þær þurfa að vera búnar til af þekkingu,“ segir Gunnar á Fellsenda.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira