Kári og forgangsmálin Elín Hirst skrifar 9. febrúar 2016 07:00 Hvaða mál eru það sem standa Íslendingum næst? Mér sýnist frábært framtak Kára Stefánssonar með undirskriftasöfnun sinni sýna og sanna að það eru heilbrigðis- og velferðarmálin sem fólkið í landinu vill að stjórnvöld leggi nú megináherslu á. Ég er reyndar ekki endilega sammála Kára um að það eigi að miða framlag til heilbrigðismála við einhverja tiltekna prósentu af vergri þjóðarframleiðslu. Vel getur verið að það þurfi jafnvel að setja meira í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins um nokkurra ára skeið til þess endurreisa það. Því skal haldið til haga að ríkisstjórnin hefur aukið framlög verulega til heilbrigðiskerfisins og velferðarmála á þessu kjörtímabili, en það er þó greinilegt að það er hávær krafa um að gert verði enn betur. Á þessar raddir kjósenda verður ríkisstjórnin að hlusta. Það er afar mikilvægt að stjórnmálamenn hafi góða tilfinningu fyrir því hvernig þjóðarhjartað slær hverju sinni og leggi við hlustir. Forystumenn þjóðarinnar verða því að vera í góðu sambandi við almenning í landinu og aldrei hefur það verið eins auðvelt og nú eftir að samfélagsmiðlarnir urðu eins sterkir og raun ber vitni. Ríkisstjórninni hefur tekist að leysa mörg erfið verkefni eins og skuldaleiðréttinguna, afnám fjármagnshafta og að koma á stöðugleika í efnahagslífinu þar sem nú er mikill vöxtur og ríkissjóður er rekinn réttum megin við núllið. En ríkissjóður er ekki botnlaus. Ekki viljum við skuldsetja okkur meir en nú er, þar sem 80 milljarðar fara í vexti á ári. Þetta eru algerir blóðpeningar. Mikilvægt er því að einbeita sér að því að lækka vaxtakostnaðinn með niðurgreiðslu skulda eins og fjármálaráðherra er að gera. Þá skapast augljóslega svigrúm. En einhvers staðar verður að taka þá peninga sem við viljum leggja af mörkum til heilbrigðis- og velferðarmála. Enn fremur verðum við velja. Á til að mynda að fresta jarðgangagerð, fresta kaupum á nýjum Herjólfi svo dæmi sé tekið og gera öflugra átak í að skera niður ríkisútgjöld? Það verður að vera breið sátt um það hvaðan þeir peningar eiga að koma sem þarf í endurreisn heilbrigðiskerfisins. Svo ríkan vilja stórs hluta þjóðarinnar sem hefur lagt undirskriftasöfnun Kára lið verður að virða. Vinnum saman að því að finna lausnina, en vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvaða mál eru það sem standa Íslendingum næst? Mér sýnist frábært framtak Kára Stefánssonar með undirskriftasöfnun sinni sýna og sanna að það eru heilbrigðis- og velferðarmálin sem fólkið í landinu vill að stjórnvöld leggi nú megináherslu á. Ég er reyndar ekki endilega sammála Kára um að það eigi að miða framlag til heilbrigðismála við einhverja tiltekna prósentu af vergri þjóðarframleiðslu. Vel getur verið að það þurfi jafnvel að setja meira í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins um nokkurra ára skeið til þess endurreisa það. Því skal haldið til haga að ríkisstjórnin hefur aukið framlög verulega til heilbrigðiskerfisins og velferðarmála á þessu kjörtímabili, en það er þó greinilegt að það er hávær krafa um að gert verði enn betur. Á þessar raddir kjósenda verður ríkisstjórnin að hlusta. Það er afar mikilvægt að stjórnmálamenn hafi góða tilfinningu fyrir því hvernig þjóðarhjartað slær hverju sinni og leggi við hlustir. Forystumenn þjóðarinnar verða því að vera í góðu sambandi við almenning í landinu og aldrei hefur það verið eins auðvelt og nú eftir að samfélagsmiðlarnir urðu eins sterkir og raun ber vitni. Ríkisstjórninni hefur tekist að leysa mörg erfið verkefni eins og skuldaleiðréttinguna, afnám fjármagnshafta og að koma á stöðugleika í efnahagslífinu þar sem nú er mikill vöxtur og ríkissjóður er rekinn réttum megin við núllið. En ríkissjóður er ekki botnlaus. Ekki viljum við skuldsetja okkur meir en nú er, þar sem 80 milljarðar fara í vexti á ári. Þetta eru algerir blóðpeningar. Mikilvægt er því að einbeita sér að því að lækka vaxtakostnaðinn með niðurgreiðslu skulda eins og fjármálaráðherra er að gera. Þá skapast augljóslega svigrúm. En einhvers staðar verður að taka þá peninga sem við viljum leggja af mörkum til heilbrigðis- og velferðarmála. Enn fremur verðum við velja. Á til að mynda að fresta jarðgangagerð, fresta kaupum á nýjum Herjólfi svo dæmi sé tekið og gera öflugra átak í að skera niður ríkisútgjöld? Það verður að vera breið sátt um það hvaðan þeir peningar eiga að koma sem þarf í endurreisn heilbrigðiskerfisins. Svo ríkan vilja stórs hluta þjóðarinnar sem hefur lagt undirskriftasöfnun Kára lið verður að virða. Vinnum saman að því að finna lausnina, en vilji er allt sem þarf.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun