Fangar ilm Seyðisfjarðar og setur hann á flöskur Sara McMahon skrifar 27. september 2016 10:00 Listamaðurinn Philippe Clause vinnur að því að þróa ilm sem mun fanga anganina sem einkennir Seyðisfjörð. Listamaðurinn Philippe Clause flutti til Reykjavíkur frá heimaborg sinni, París, árið 2006. Sex árum síðar flutti hann aftur, þá til Seyðisfjarðar þar sem hann hefur búið síðan. Á Seyðisfirði rekur Philppe litla pop-up verslun og opna vinnustofu sem er starfrækt yfir sumartímann. Nýjasta verkefni hans er aftur á móti the Scent Bank þar sem hann reynir að fanga ilm Seyðisfjarðar í flöskur fyrir aðra til að njóta. „Verkefnið gengur út á það að fanga ilminn úr firðinum: af sjónum, fjöllunum og nánasta umhverfi og setja á flöskur,“ útskýrir Philippe. Í sumar safnaði hann fjölda jurta sem hann hefur notað til eimingar og er afraksturinn ilmblanda sem hann nefnir Blær. „Ilmurinn er ekki alveg tilbúinn. Þetta er verk í vinnslu. En það er hægt að kaupa prufur af Blæ í vinnustofu minni á Seyðisfirði sem fólk getur þá notað til að fríska upp á heimilið eða notað sem húð-mistur á sjálft sig. Prufurnar eiga að gefa fólki nasaþefinn af því sem koma skal,“ segir hann og hlær. Hann tekur fram að hann taki því fagnandi þegar viðskiptavinir gefi honum álit sitt á ilminum eða komi með tillögur að „ilmi Seyðisfjarðar“ því svo víðtækt hugtak sé upplifunum háð.The Scent Bank er verkefni listamannsins Philippe Clause.Annar vinkill verkefnisins, segir hann, er að kanna hvernig rækta megi plöntur á sem sjálfbærastan hátt á stað þar sem engan jarðvarma er að finna. „Mér fannst áhugavert að kanna hvernig rækta megi plöntur á sjálfbæran hátt í jafn miskunnarlausu umhverfi og þessu, þar sem er enginn jarðvarmi og vetur eru snjóþungir og dimmir. Ég hef verið að prófa mig áfram með rakatæki sem nærir rætur plantna með því að framleiða gufu, það hefur virkað ágætlega hingað til.“ Í vetur hyggst hann þróa verkefnið áfram og ætlar meðal annars að reyna að fanga ilminn af dýralífinu í firðinum. „Þetta er langt ferli sem tekur tíma að vinna. Í vetur ætla ég að kynna mér enn frekar ilmvatnsgerð, þróa Blæ áfram og safna prufum í næsta ilm,“ segir hann að lokum. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Listamaðurinn Philippe Clause flutti til Reykjavíkur frá heimaborg sinni, París, árið 2006. Sex árum síðar flutti hann aftur, þá til Seyðisfjarðar þar sem hann hefur búið síðan. Á Seyðisfirði rekur Philppe litla pop-up verslun og opna vinnustofu sem er starfrækt yfir sumartímann. Nýjasta verkefni hans er aftur á móti the Scent Bank þar sem hann reynir að fanga ilm Seyðisfjarðar í flöskur fyrir aðra til að njóta. „Verkefnið gengur út á það að fanga ilminn úr firðinum: af sjónum, fjöllunum og nánasta umhverfi og setja á flöskur,“ útskýrir Philippe. Í sumar safnaði hann fjölda jurta sem hann hefur notað til eimingar og er afraksturinn ilmblanda sem hann nefnir Blær. „Ilmurinn er ekki alveg tilbúinn. Þetta er verk í vinnslu. En það er hægt að kaupa prufur af Blæ í vinnustofu minni á Seyðisfirði sem fólk getur þá notað til að fríska upp á heimilið eða notað sem húð-mistur á sjálft sig. Prufurnar eiga að gefa fólki nasaþefinn af því sem koma skal,“ segir hann og hlær. Hann tekur fram að hann taki því fagnandi þegar viðskiptavinir gefi honum álit sitt á ilminum eða komi með tillögur að „ilmi Seyðisfjarðar“ því svo víðtækt hugtak sé upplifunum háð.The Scent Bank er verkefni listamannsins Philippe Clause.Annar vinkill verkefnisins, segir hann, er að kanna hvernig rækta megi plöntur á sem sjálfbærastan hátt á stað þar sem engan jarðvarma er að finna. „Mér fannst áhugavert að kanna hvernig rækta megi plöntur á sjálfbæran hátt í jafn miskunnarlausu umhverfi og þessu, þar sem er enginn jarðvarmi og vetur eru snjóþungir og dimmir. Ég hef verið að prófa mig áfram með rakatæki sem nærir rætur plantna með því að framleiða gufu, það hefur virkað ágætlega hingað til.“ Í vetur hyggst hann þróa verkefnið áfram og ætlar meðal annars að reyna að fanga ilminn af dýralífinu í firðinum. „Þetta er langt ferli sem tekur tíma að vinna. Í vetur ætla ég að kynna mér enn frekar ilmvatnsgerð, þróa Blæ áfram og safna prufum í næsta ilm,“ segir hann að lokum.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira