Leit körfuboltaliðs Keflavíkur að Bandaríkjamanni er loksins lokið.
Keflvíkingar hafa samið við framherjann Amin Stevens sem lék í þrjú ár með Florida A&M háskólanum við góðan orðstír.
Eftir að háskólaferlinum lauk hefur Amin spilað í Slóvakíu, Austuríki og nú síðast í Þýskalandi.
Amin er fjölhæfur leikmaður og sterkur í kringum körfuna. Hann frákastar vel og spilar góða vörn segir í fréttatilkynningu á heimasíðu Keflavíkur.
Keflvíkingar sækja Njarðvíkinga heim í 1. umferð Domino's deildarinnar 7. október næstkomandi.
