Skaupið sagt lýsa lágkúrulegri grimmd Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2016 10:11 Jónas segir atriði í Skaupinu, þar sem klippur úr viðtali við Sigurð Einarsson voru teknar úr samhengi, lágkúru. „Lágkúran sem Ríkissjónvarpið bauð upp á þegar hljóðupptaka með Sigurði Einarssyni, fyrrum stjórnarformanni Kaupþings, var leikin undir sprelli í áramótaskaupinu gefur tilefni til að staldra við og hugleiða á hvaða vegferð við erum í uppgjöri okkar við fall einkabankanna haustið 2008.“ Svo hefst harðorður pistill Jónasar Sigurgeirssonar bókaútgefanda, sem finna má á Vísi, hér. Hann vísar umdeilds atriðis í Áramótaskaupi Ríkissjónvarpinu þar sem notaðar eru klippur úr viðtali við Sigurð skömmu eftir að dómur í málum hans féll. Bogi Ágústsson fréttamaður tók viðtalið þá, og hann lék einnig í atriðinu í Skaupinu. Jónas er ekki eini maðurinn sem hefur lýst því yfir að atriðið megi heita ósmekklegt, og þannig skrifaði til að mynda Eiríkur Bergmann prófessor um atriðið á sínum Facebookvegg: „Ok, bara svo það sé sagt -- þetta atriði með Sigurði Einarssyni í Skaupinu var glatað. Maður atast ekki í manni á hans lægsta punkti í lífinu, manni sem situr í fangelsi og hefur ekki frelsi til þess einu sinni að svara fyrir sig.“ Jónas er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings og starfaði á árunum fyrir hrun náið með Sigurði Einarssyni forstjóra Kaupþings. Jónas segir að nú um áramót hafði Sérstakur saksóknari sent samtals 50 mál tengd falli bankanna í ákærumeðferð. Hann telur ýmislegt benda til þess að dómsstólar séu þátttakendur í skipulagðri aðför á hendur bankamönnum en í grein hans kemur meðal annars fram að þegar hafi „17 bankamenn hlotið fangelsisdóma vegna starfa sinna en út frá þeim málum, sem eiga eftir að fara fyrir dómstóla, má ætla að yfir 40 bankamenn muni hljóta fangelsisdóma. Líklegt er að síðustu dómarnir falli árin 2019–2020 og síðustu afplánunum ljúki árið 2024, en þá verða 15–16 ár liðin frá falli bankanna.“ Tengdar fréttir Forsetinn sagður sparka í liggjandi mann Pálmi Gestsson er meðal þeirra sem telur ódrengilegt að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðu sinni. 11. desember 2015 15:15 „Ég var ekki drukkinn“ Það hvarflaði ekki annað að Sigurði Einarssyni en að hann yrði sýknaður í Al Thani-málinu en hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm. 13. febrúar 2015 16:35 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Lágkúran sem Ríkissjónvarpið bauð upp á þegar hljóðupptaka með Sigurði Einarssyni, fyrrum stjórnarformanni Kaupþings, var leikin undir sprelli í áramótaskaupinu gefur tilefni til að staldra við og hugleiða á hvaða vegferð við erum í uppgjöri okkar við fall einkabankanna haustið 2008.“ Svo hefst harðorður pistill Jónasar Sigurgeirssonar bókaútgefanda, sem finna má á Vísi, hér. Hann vísar umdeilds atriðis í Áramótaskaupi Ríkissjónvarpinu þar sem notaðar eru klippur úr viðtali við Sigurð skömmu eftir að dómur í málum hans féll. Bogi Ágústsson fréttamaður tók viðtalið þá, og hann lék einnig í atriðinu í Skaupinu. Jónas er ekki eini maðurinn sem hefur lýst því yfir að atriðið megi heita ósmekklegt, og þannig skrifaði til að mynda Eiríkur Bergmann prófessor um atriðið á sínum Facebookvegg: „Ok, bara svo það sé sagt -- þetta atriði með Sigurði Einarssyni í Skaupinu var glatað. Maður atast ekki í manni á hans lægsta punkti í lífinu, manni sem situr í fangelsi og hefur ekki frelsi til þess einu sinni að svara fyrir sig.“ Jónas er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings og starfaði á árunum fyrir hrun náið með Sigurði Einarssyni forstjóra Kaupþings. Jónas segir að nú um áramót hafði Sérstakur saksóknari sent samtals 50 mál tengd falli bankanna í ákærumeðferð. Hann telur ýmislegt benda til þess að dómsstólar séu þátttakendur í skipulagðri aðför á hendur bankamönnum en í grein hans kemur meðal annars fram að þegar hafi „17 bankamenn hlotið fangelsisdóma vegna starfa sinna en út frá þeim málum, sem eiga eftir að fara fyrir dómstóla, má ætla að yfir 40 bankamenn muni hljóta fangelsisdóma. Líklegt er að síðustu dómarnir falli árin 2019–2020 og síðustu afplánunum ljúki árið 2024, en þá verða 15–16 ár liðin frá falli bankanna.“
Tengdar fréttir Forsetinn sagður sparka í liggjandi mann Pálmi Gestsson er meðal þeirra sem telur ódrengilegt að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðu sinni. 11. desember 2015 15:15 „Ég var ekki drukkinn“ Það hvarflaði ekki annað að Sigurði Einarssyni en að hann yrði sýknaður í Al Thani-málinu en hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm. 13. febrúar 2015 16:35 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Forsetinn sagður sparka í liggjandi mann Pálmi Gestsson er meðal þeirra sem telur ódrengilegt að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðu sinni. 11. desember 2015 15:15
„Ég var ekki drukkinn“ Það hvarflaði ekki annað að Sigurði Einarssyni en að hann yrði sýknaður í Al Thani-málinu en hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm. 13. febrúar 2015 16:35
Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00