Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2015 19:00 Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka og Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans byggja á því að einn dómaranna í málinu, Árni Kolbeinsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því þar sem sonur hans, Kolbeinn Árnason, hafi verið forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings banka og „slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna," eins og segir orðrétt í endurupptökubeiðni. Ólafur Ólafsson krefst endurupptöku á grundvelli þess að honum hafi verið ruglað saman við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann í útskrift af símtali sem hafi verið meðal gagna málsins í Hæstarétti. Í endurupptökubeiðni Magnúsar Guðmundssonar sem stýrði Kaupþingi í Lúxemborg er byggt annars vegar á röngu sönnunarmati enda hafi ítrekað komið fram í skýrslu Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar, sem var vitni í málinu, að fyrirmælin um Al-Thani viðskiptin hafi komið frá Íslandi en ekki Lúxemborg. Hins vegar byggir Magnús á vanhæfi Árna Kolbeinssonar, rétt eins og Hreiðar Már og Sigurður. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður365/Þorbjörn ÞórðarsonTölfræðin er ekki dómþólum í vil enda er nær aldrei fallist á endurupptökubeiðnir. „Það er lítið gagn af því fyrir lögmenn að velta því fyrir sér hvernig mál hafa farið í fortíðinni. Ef enginn ætlar að láta reyna á mál af því að einhver skyld mál hafi fallið þá eiga menn að vera í einhverju öðru en lögmennsku, segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Ragnar, sem var verjandi Ólafs á rannsóknarstigi málsins en sagði sig frá því áður en aðalmeðferð þess hófst í héraði, telur ranga fullyrðingu í dóminum um aðkomu Ólafs að viðskiptunum hafi beinlínis leitt til þess að hann var sakfelldur. „Ég tel að það sé alveg ótvírætt af forsendunum að Hæstiréttur sakfellir hann af því að það hafi verið átt við hann í þessu símtali annarra manna, þ.e. Bjarnfreðs Ólafssonar og Eggerts Hilmarssonar, þegar Bjarnfreður var að tala um Ólaf Arinbjörn Sigurðsson sem starfar með honum á lögmannsstofu.“ Ragnar áréttar að endurupptökunefnd geti kallað þá sem ræddu símleiðis um ætlaða aðkomu Ólafs Ólafssonar að viðskiptunum fyrir dóm til að gefa skýrslu. „Nefndin getur kallað þessa menn fyrir dóm til að ganga úr skugga um það hvað þeir segja sjálfir um það hvort að Ólafur Arinbjörn ræddi við Bjarnfreð á þessum tíma um það sem þarna er til skoðunar,“ segir Ragnar. Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka og Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans byggja á því að einn dómaranna í málinu, Árni Kolbeinsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því þar sem sonur hans, Kolbeinn Árnason, hafi verið forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings banka og „slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna," eins og segir orðrétt í endurupptökubeiðni. Ólafur Ólafsson krefst endurupptöku á grundvelli þess að honum hafi verið ruglað saman við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann í útskrift af símtali sem hafi verið meðal gagna málsins í Hæstarétti. Í endurupptökubeiðni Magnúsar Guðmundssonar sem stýrði Kaupþingi í Lúxemborg er byggt annars vegar á röngu sönnunarmati enda hafi ítrekað komið fram í skýrslu Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar, sem var vitni í málinu, að fyrirmælin um Al-Thani viðskiptin hafi komið frá Íslandi en ekki Lúxemborg. Hins vegar byggir Magnús á vanhæfi Árna Kolbeinssonar, rétt eins og Hreiðar Már og Sigurður. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður365/Þorbjörn ÞórðarsonTölfræðin er ekki dómþólum í vil enda er nær aldrei fallist á endurupptökubeiðnir. „Það er lítið gagn af því fyrir lögmenn að velta því fyrir sér hvernig mál hafa farið í fortíðinni. Ef enginn ætlar að láta reyna á mál af því að einhver skyld mál hafi fallið þá eiga menn að vera í einhverju öðru en lögmennsku, segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Ragnar, sem var verjandi Ólafs á rannsóknarstigi málsins en sagði sig frá því áður en aðalmeðferð þess hófst í héraði, telur ranga fullyrðingu í dóminum um aðkomu Ólafs að viðskiptunum hafi beinlínis leitt til þess að hann var sakfelldur. „Ég tel að það sé alveg ótvírætt af forsendunum að Hæstiréttur sakfellir hann af því að það hafi verið átt við hann í þessu símtali annarra manna, þ.e. Bjarnfreðs Ólafssonar og Eggerts Hilmarssonar, þegar Bjarnfreður var að tala um Ólaf Arinbjörn Sigurðsson sem starfar með honum á lögmannsstofu.“ Ragnar áréttar að endurupptökunefnd geti kallað þá sem ræddu símleiðis um ætlaða aðkomu Ólafs Ólafssonar að viðskiptunum fyrir dóm til að gefa skýrslu. „Nefndin getur kallað þessa menn fyrir dóm til að ganga úr skugga um það hvað þeir segja sjálfir um það hvort að Ólafur Arinbjörn ræddi við Bjarnfreð á þessum tíma um það sem þarna er til skoðunar,“ segir Ragnar.
Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira