Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2015 19:00 Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka og Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans byggja á því að einn dómaranna í málinu, Árni Kolbeinsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því þar sem sonur hans, Kolbeinn Árnason, hafi verið forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings banka og „slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna," eins og segir orðrétt í endurupptökubeiðni. Ólafur Ólafsson krefst endurupptöku á grundvelli þess að honum hafi verið ruglað saman við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann í útskrift af símtali sem hafi verið meðal gagna málsins í Hæstarétti. Í endurupptökubeiðni Magnúsar Guðmundssonar sem stýrði Kaupþingi í Lúxemborg er byggt annars vegar á röngu sönnunarmati enda hafi ítrekað komið fram í skýrslu Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar, sem var vitni í málinu, að fyrirmælin um Al-Thani viðskiptin hafi komið frá Íslandi en ekki Lúxemborg. Hins vegar byggir Magnús á vanhæfi Árna Kolbeinssonar, rétt eins og Hreiðar Már og Sigurður. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður365/Þorbjörn ÞórðarsonTölfræðin er ekki dómþólum í vil enda er nær aldrei fallist á endurupptökubeiðnir. „Það er lítið gagn af því fyrir lögmenn að velta því fyrir sér hvernig mál hafa farið í fortíðinni. Ef enginn ætlar að láta reyna á mál af því að einhver skyld mál hafi fallið þá eiga menn að vera í einhverju öðru en lögmennsku, segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Ragnar, sem var verjandi Ólafs á rannsóknarstigi málsins en sagði sig frá því áður en aðalmeðferð þess hófst í héraði, telur ranga fullyrðingu í dóminum um aðkomu Ólafs að viðskiptunum hafi beinlínis leitt til þess að hann var sakfelldur. „Ég tel að það sé alveg ótvírætt af forsendunum að Hæstiréttur sakfellir hann af því að það hafi verið átt við hann í þessu símtali annarra manna, þ.e. Bjarnfreðs Ólafssonar og Eggerts Hilmarssonar, þegar Bjarnfreður var að tala um Ólaf Arinbjörn Sigurðsson sem starfar með honum á lögmannsstofu.“ Ragnar áréttar að endurupptökunefnd geti kallað þá sem ræddu símleiðis um ætlaða aðkomu Ólafs Ólafssonar að viðskiptunum fyrir dóm til að gefa skýrslu. „Nefndin getur kallað þessa menn fyrir dóm til að ganga úr skugga um það hvað þeir segja sjálfir um það hvort að Ólafur Arinbjörn ræddi við Bjarnfreð á þessum tíma um það sem þarna er til skoðunar,“ segir Ragnar. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka og Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans byggja á því að einn dómaranna í málinu, Árni Kolbeinsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því þar sem sonur hans, Kolbeinn Árnason, hafi verið forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings banka og „slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna," eins og segir orðrétt í endurupptökubeiðni. Ólafur Ólafsson krefst endurupptöku á grundvelli þess að honum hafi verið ruglað saman við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann í útskrift af símtali sem hafi verið meðal gagna málsins í Hæstarétti. Í endurupptökubeiðni Magnúsar Guðmundssonar sem stýrði Kaupþingi í Lúxemborg er byggt annars vegar á röngu sönnunarmati enda hafi ítrekað komið fram í skýrslu Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar, sem var vitni í málinu, að fyrirmælin um Al-Thani viðskiptin hafi komið frá Íslandi en ekki Lúxemborg. Hins vegar byggir Magnús á vanhæfi Árna Kolbeinssonar, rétt eins og Hreiðar Már og Sigurður. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður365/Þorbjörn ÞórðarsonTölfræðin er ekki dómþólum í vil enda er nær aldrei fallist á endurupptökubeiðnir. „Það er lítið gagn af því fyrir lögmenn að velta því fyrir sér hvernig mál hafa farið í fortíðinni. Ef enginn ætlar að láta reyna á mál af því að einhver skyld mál hafi fallið þá eiga menn að vera í einhverju öðru en lögmennsku, segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Ragnar, sem var verjandi Ólafs á rannsóknarstigi málsins en sagði sig frá því áður en aðalmeðferð þess hófst í héraði, telur ranga fullyrðingu í dóminum um aðkomu Ólafs að viðskiptunum hafi beinlínis leitt til þess að hann var sakfelldur. „Ég tel að það sé alveg ótvírætt af forsendunum að Hæstiréttur sakfellir hann af því að það hafi verið átt við hann í þessu símtali annarra manna, þ.e. Bjarnfreðs Ólafssonar og Eggerts Hilmarssonar, þegar Bjarnfreður var að tala um Ólaf Arinbjörn Sigurðsson sem starfar með honum á lögmannsstofu.“ Ragnar áréttar að endurupptökunefnd geti kallað þá sem ræddu símleiðis um ætlaða aðkomu Ólafs Ólafssonar að viðskiptunum fyrir dóm til að gefa skýrslu. „Nefndin getur kallað þessa menn fyrir dóm til að ganga úr skugga um það hvað þeir segja sjálfir um það hvort að Ólafur Arinbjörn ræddi við Bjarnfreð á þessum tíma um það sem þarna er til skoðunar,“ segir Ragnar.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira