Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2015 19:00 Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka og Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans byggja á því að einn dómaranna í málinu, Árni Kolbeinsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því þar sem sonur hans, Kolbeinn Árnason, hafi verið forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings banka og „slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna," eins og segir orðrétt í endurupptökubeiðni. Ólafur Ólafsson krefst endurupptöku á grundvelli þess að honum hafi verið ruglað saman við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann í útskrift af símtali sem hafi verið meðal gagna málsins í Hæstarétti. Í endurupptökubeiðni Magnúsar Guðmundssonar sem stýrði Kaupþingi í Lúxemborg er byggt annars vegar á röngu sönnunarmati enda hafi ítrekað komið fram í skýrslu Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar, sem var vitni í málinu, að fyrirmælin um Al-Thani viðskiptin hafi komið frá Íslandi en ekki Lúxemborg. Hins vegar byggir Magnús á vanhæfi Árna Kolbeinssonar, rétt eins og Hreiðar Már og Sigurður. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður365/Þorbjörn ÞórðarsonTölfræðin er ekki dómþólum í vil enda er nær aldrei fallist á endurupptökubeiðnir. „Það er lítið gagn af því fyrir lögmenn að velta því fyrir sér hvernig mál hafa farið í fortíðinni. Ef enginn ætlar að láta reyna á mál af því að einhver skyld mál hafi fallið þá eiga menn að vera í einhverju öðru en lögmennsku, segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Ragnar, sem var verjandi Ólafs á rannsóknarstigi málsins en sagði sig frá því áður en aðalmeðferð þess hófst í héraði, telur ranga fullyrðingu í dóminum um aðkomu Ólafs að viðskiptunum hafi beinlínis leitt til þess að hann var sakfelldur. „Ég tel að það sé alveg ótvírætt af forsendunum að Hæstiréttur sakfellir hann af því að það hafi verið átt við hann í þessu símtali annarra manna, þ.e. Bjarnfreðs Ólafssonar og Eggerts Hilmarssonar, þegar Bjarnfreður var að tala um Ólaf Arinbjörn Sigurðsson sem starfar með honum á lögmannsstofu.“ Ragnar áréttar að endurupptökunefnd geti kallað þá sem ræddu símleiðis um ætlaða aðkomu Ólafs Ólafssonar að viðskiptunum fyrir dóm til að gefa skýrslu. „Nefndin getur kallað þessa menn fyrir dóm til að ganga úr skugga um það hvað þeir segja sjálfir um það hvort að Ólafur Arinbjörn ræddi við Bjarnfreð á þessum tíma um það sem þarna er til skoðunar,“ segir Ragnar. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka og Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans byggja á því að einn dómaranna í málinu, Árni Kolbeinsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því þar sem sonur hans, Kolbeinn Árnason, hafi verið forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings banka og „slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna," eins og segir orðrétt í endurupptökubeiðni. Ólafur Ólafsson krefst endurupptöku á grundvelli þess að honum hafi verið ruglað saman við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann í útskrift af símtali sem hafi verið meðal gagna málsins í Hæstarétti. Í endurupptökubeiðni Magnúsar Guðmundssonar sem stýrði Kaupþingi í Lúxemborg er byggt annars vegar á röngu sönnunarmati enda hafi ítrekað komið fram í skýrslu Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar, sem var vitni í málinu, að fyrirmælin um Al-Thani viðskiptin hafi komið frá Íslandi en ekki Lúxemborg. Hins vegar byggir Magnús á vanhæfi Árna Kolbeinssonar, rétt eins og Hreiðar Már og Sigurður. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður365/Þorbjörn ÞórðarsonTölfræðin er ekki dómþólum í vil enda er nær aldrei fallist á endurupptökubeiðnir. „Það er lítið gagn af því fyrir lögmenn að velta því fyrir sér hvernig mál hafa farið í fortíðinni. Ef enginn ætlar að láta reyna á mál af því að einhver skyld mál hafi fallið þá eiga menn að vera í einhverju öðru en lögmennsku, segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Ragnar, sem var verjandi Ólafs á rannsóknarstigi málsins en sagði sig frá því áður en aðalmeðferð þess hófst í héraði, telur ranga fullyrðingu í dóminum um aðkomu Ólafs að viðskiptunum hafi beinlínis leitt til þess að hann var sakfelldur. „Ég tel að það sé alveg ótvírætt af forsendunum að Hæstiréttur sakfellir hann af því að það hafi verið átt við hann í þessu símtali annarra manna, þ.e. Bjarnfreðs Ólafssonar og Eggerts Hilmarssonar, þegar Bjarnfreður var að tala um Ólaf Arinbjörn Sigurðsson sem starfar með honum á lögmannsstofu.“ Ragnar áréttar að endurupptökunefnd geti kallað þá sem ræddu símleiðis um ætlaða aðkomu Ólafs Ólafssonar að viðskiptunum fyrir dóm til að gefa skýrslu. „Nefndin getur kallað þessa menn fyrir dóm til að ganga úr skugga um það hvað þeir segja sjálfir um það hvort að Ólafur Arinbjörn ræddi við Bjarnfreð á þessum tíma um það sem þarna er til skoðunar,“ segir Ragnar.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent