Agent sauðfjárbænda sakaður um ritskoðunartilburði Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2016 13:43 Svavar Halldórsson er sakaður um hryðjuverk í hópi landgræðslumanna. Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landsamtaka sauðfjárbænda, er sakaður um það að laumupokast inni á Facebook-hóp sem heitir Áhugafólk um landgræðslu og láta fjarlægja þar innlegg sem honum ekki líkar. Þetta er hann sagður gera með því að tilkynna stjórnendum Facebook um brot á meðferð vörumerkja en það sem um ræðir er skopmynd af merki sauðfjárbænda. Svavar er sagður gera án þess að færa haldbær rök fyrir fyrir þessum aðgerðum „sem geta vegið þyngra en stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi þeirra sem hér tjá sig. Þess í stað reynir hann leið ritskoðunar og þöggunar á þeim staðreyndum sem hann er ósáttur við. E.t.v. bendir það til rökþrota viðkomandi einstaklings að reyna að hindra umræðu frekar en að taka þátt í henni. Þetta er auðvitað óþolandi framkoma. Er ekki rétt að útiloka þetta nettröll af síðunni?“ spyr Sigurður Arnarson kennari, og einn meðlima hópsins. Ljóst er að hann og margir aðrir landgræðslumenn eru orðnir yfir sig þreyttir á Svavari og eru nokkrar umræður um að henda honum úr hópnum.Þessi skopútfærsla á merki sauðfjárbænda er sögð fara fyrir brjóstið á Svavari, svo mjög að hann mun hafa kært birtingu þess til stjórnenda Facebook.Jón Kristófer Arnarson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum, útskýrir þetta sérkennilega mál fyrir blaðamanni. Að þannig sé að Landssamtök sauðfjárbænda hóf markaðsátak um sölu sauðfjárafurða en „þar er því haldið ranglega fram að sauðfjárrækt á Íslandi væri sjálfbær hvað varðar landnýtingu og fari fram á óspilltu landi. Ekkert er fjær sanni þar sem jarðvegs- og gróðureyðing er óvíða meiri en hér á landi og megin orsökin er ofbeit. Enn í dag er verið að beita land sem ekki þolir beit,“ segir Jón Kristófer. Síðan gerist það að einhverjir gerðu skopmyndir af merki sauðfjárbænda. Þetta merki er Svavar sakaður um að hafa tilkynnt til stjórnenda Facebook sem broti á meðferð vörumerkja og þá hafa heilu þræðirnir, þar sem þessi merki sjást, horfið. „Sjálfur fékk ég tilkynningu frá Facebook og hótun um að aðgangi mínum kynni að verða eytt ef ég póstaði slíkum myndum. Ég fjallaði lítillega um það mál á minni síðu hér á Facebook í gær og eins hér á þessum síðum,“ segir Jón Kristófer. Blaðamaður fór inn í hópinn, sem er lokaður og grennslaðist fyrir um málið, nákvæmlega á þeim vettvangi sem um ræðir og spurðist fyrir. Meðal annars var Svavar spurður en hann vildi engu svara.Uppfært 14:20 Svavar Halldórsson hefur nú svarað með sérstökum þræði inni á umræddum hópi. Þar segir hann meðal annars: „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast hér og ég verið látinn vita af með ítrekuðum ,,töggunum" vil ég segja að ég kvartaði yfir því við Facebook þegar búið var að stofna falska síðu í nafni Markaðsráðs kindakjöts og eins því að verið sé að skrumskæla vörumerki markaðsráðs. Slíka háttsemi tel ég engum til framdráttar og brot á reglum Facebook. Undir það var tekið. Ég sjálfsögðu bað ég ekki um að umræðuþráðum væri lokað eða lokað á fólk og efast reyndar um að það sé hægt.“ Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landsamtaka sauðfjárbænda, er sakaður um það að laumupokast inni á Facebook-hóp sem heitir Áhugafólk um landgræðslu og láta fjarlægja þar innlegg sem honum ekki líkar. Þetta er hann sagður gera með því að tilkynna stjórnendum Facebook um brot á meðferð vörumerkja en það sem um ræðir er skopmynd af merki sauðfjárbænda. Svavar er sagður gera án þess að færa haldbær rök fyrir fyrir þessum aðgerðum „sem geta vegið þyngra en stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi þeirra sem hér tjá sig. Þess í stað reynir hann leið ritskoðunar og þöggunar á þeim staðreyndum sem hann er ósáttur við. E.t.v. bendir það til rökþrota viðkomandi einstaklings að reyna að hindra umræðu frekar en að taka þátt í henni. Þetta er auðvitað óþolandi framkoma. Er ekki rétt að útiloka þetta nettröll af síðunni?“ spyr Sigurður Arnarson kennari, og einn meðlima hópsins. Ljóst er að hann og margir aðrir landgræðslumenn eru orðnir yfir sig þreyttir á Svavari og eru nokkrar umræður um að henda honum úr hópnum.Þessi skopútfærsla á merki sauðfjárbænda er sögð fara fyrir brjóstið á Svavari, svo mjög að hann mun hafa kært birtingu þess til stjórnenda Facebook.Jón Kristófer Arnarson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum, útskýrir þetta sérkennilega mál fyrir blaðamanni. Að þannig sé að Landssamtök sauðfjárbænda hóf markaðsátak um sölu sauðfjárafurða en „þar er því haldið ranglega fram að sauðfjárrækt á Íslandi væri sjálfbær hvað varðar landnýtingu og fari fram á óspilltu landi. Ekkert er fjær sanni þar sem jarðvegs- og gróðureyðing er óvíða meiri en hér á landi og megin orsökin er ofbeit. Enn í dag er verið að beita land sem ekki þolir beit,“ segir Jón Kristófer. Síðan gerist það að einhverjir gerðu skopmyndir af merki sauðfjárbænda. Þetta merki er Svavar sakaður um að hafa tilkynnt til stjórnenda Facebook sem broti á meðferð vörumerkja og þá hafa heilu þræðirnir, þar sem þessi merki sjást, horfið. „Sjálfur fékk ég tilkynningu frá Facebook og hótun um að aðgangi mínum kynni að verða eytt ef ég póstaði slíkum myndum. Ég fjallaði lítillega um það mál á minni síðu hér á Facebook í gær og eins hér á þessum síðum,“ segir Jón Kristófer. Blaðamaður fór inn í hópinn, sem er lokaður og grennslaðist fyrir um málið, nákvæmlega á þeim vettvangi sem um ræðir og spurðist fyrir. Meðal annars var Svavar spurður en hann vildi engu svara.Uppfært 14:20 Svavar Halldórsson hefur nú svarað með sérstökum þræði inni á umræddum hópi. Þar segir hann meðal annars: „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast hér og ég verið látinn vita af með ítrekuðum ,,töggunum" vil ég segja að ég kvartaði yfir því við Facebook þegar búið var að stofna falska síðu í nafni Markaðsráðs kindakjöts og eins því að verið sé að skrumskæla vörumerki markaðsráðs. Slíka háttsemi tel ég engum til framdráttar og brot á reglum Facebook. Undir það var tekið. Ég sjálfsögðu bað ég ekki um að umræðuþráðum væri lokað eða lokað á fólk og efast reyndar um að það sé hægt.“
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira