Agent sauðfjárbænda sakaður um ritskoðunartilburði Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2016 13:43 Svavar Halldórsson er sakaður um hryðjuverk í hópi landgræðslumanna. Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landsamtaka sauðfjárbænda, er sakaður um það að laumupokast inni á Facebook-hóp sem heitir Áhugafólk um landgræðslu og láta fjarlægja þar innlegg sem honum ekki líkar. Þetta er hann sagður gera með því að tilkynna stjórnendum Facebook um brot á meðferð vörumerkja en það sem um ræðir er skopmynd af merki sauðfjárbænda. Svavar er sagður gera án þess að færa haldbær rök fyrir fyrir þessum aðgerðum „sem geta vegið þyngra en stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi þeirra sem hér tjá sig. Þess í stað reynir hann leið ritskoðunar og þöggunar á þeim staðreyndum sem hann er ósáttur við. E.t.v. bendir það til rökþrota viðkomandi einstaklings að reyna að hindra umræðu frekar en að taka þátt í henni. Þetta er auðvitað óþolandi framkoma. Er ekki rétt að útiloka þetta nettröll af síðunni?“ spyr Sigurður Arnarson kennari, og einn meðlima hópsins. Ljóst er að hann og margir aðrir landgræðslumenn eru orðnir yfir sig þreyttir á Svavari og eru nokkrar umræður um að henda honum úr hópnum.Þessi skopútfærsla á merki sauðfjárbænda er sögð fara fyrir brjóstið á Svavari, svo mjög að hann mun hafa kært birtingu þess til stjórnenda Facebook.Jón Kristófer Arnarson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum, útskýrir þetta sérkennilega mál fyrir blaðamanni. Að þannig sé að Landssamtök sauðfjárbænda hóf markaðsátak um sölu sauðfjárafurða en „þar er því haldið ranglega fram að sauðfjárrækt á Íslandi væri sjálfbær hvað varðar landnýtingu og fari fram á óspilltu landi. Ekkert er fjær sanni þar sem jarðvegs- og gróðureyðing er óvíða meiri en hér á landi og megin orsökin er ofbeit. Enn í dag er verið að beita land sem ekki þolir beit,“ segir Jón Kristófer. Síðan gerist það að einhverjir gerðu skopmyndir af merki sauðfjárbænda. Þetta merki er Svavar sakaður um að hafa tilkynnt til stjórnenda Facebook sem broti á meðferð vörumerkja og þá hafa heilu þræðirnir, þar sem þessi merki sjást, horfið. „Sjálfur fékk ég tilkynningu frá Facebook og hótun um að aðgangi mínum kynni að verða eytt ef ég póstaði slíkum myndum. Ég fjallaði lítillega um það mál á minni síðu hér á Facebook í gær og eins hér á þessum síðum,“ segir Jón Kristófer. Blaðamaður fór inn í hópinn, sem er lokaður og grennslaðist fyrir um málið, nákvæmlega á þeim vettvangi sem um ræðir og spurðist fyrir. Meðal annars var Svavar spurður en hann vildi engu svara.Uppfært 14:20 Svavar Halldórsson hefur nú svarað með sérstökum þræði inni á umræddum hópi. Þar segir hann meðal annars: „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast hér og ég verið látinn vita af með ítrekuðum ,,töggunum" vil ég segja að ég kvartaði yfir því við Facebook þegar búið var að stofna falska síðu í nafni Markaðsráðs kindakjöts og eins því að verið sé að skrumskæla vörumerki markaðsráðs. Slíka háttsemi tel ég engum til framdráttar og brot á reglum Facebook. Undir það var tekið. Ég sjálfsögðu bað ég ekki um að umræðuþráðum væri lokað eða lokað á fólk og efast reyndar um að það sé hægt.“ Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landsamtaka sauðfjárbænda, er sakaður um það að laumupokast inni á Facebook-hóp sem heitir Áhugafólk um landgræðslu og láta fjarlægja þar innlegg sem honum ekki líkar. Þetta er hann sagður gera með því að tilkynna stjórnendum Facebook um brot á meðferð vörumerkja en það sem um ræðir er skopmynd af merki sauðfjárbænda. Svavar er sagður gera án þess að færa haldbær rök fyrir fyrir þessum aðgerðum „sem geta vegið þyngra en stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi þeirra sem hér tjá sig. Þess í stað reynir hann leið ritskoðunar og þöggunar á þeim staðreyndum sem hann er ósáttur við. E.t.v. bendir það til rökþrota viðkomandi einstaklings að reyna að hindra umræðu frekar en að taka þátt í henni. Þetta er auðvitað óþolandi framkoma. Er ekki rétt að útiloka þetta nettröll af síðunni?“ spyr Sigurður Arnarson kennari, og einn meðlima hópsins. Ljóst er að hann og margir aðrir landgræðslumenn eru orðnir yfir sig þreyttir á Svavari og eru nokkrar umræður um að henda honum úr hópnum.Þessi skopútfærsla á merki sauðfjárbænda er sögð fara fyrir brjóstið á Svavari, svo mjög að hann mun hafa kært birtingu þess til stjórnenda Facebook.Jón Kristófer Arnarson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum, útskýrir þetta sérkennilega mál fyrir blaðamanni. Að þannig sé að Landssamtök sauðfjárbænda hóf markaðsátak um sölu sauðfjárafurða en „þar er því haldið ranglega fram að sauðfjárrækt á Íslandi væri sjálfbær hvað varðar landnýtingu og fari fram á óspilltu landi. Ekkert er fjær sanni þar sem jarðvegs- og gróðureyðing er óvíða meiri en hér á landi og megin orsökin er ofbeit. Enn í dag er verið að beita land sem ekki þolir beit,“ segir Jón Kristófer. Síðan gerist það að einhverjir gerðu skopmyndir af merki sauðfjárbænda. Þetta merki er Svavar sakaður um að hafa tilkynnt til stjórnenda Facebook sem broti á meðferð vörumerkja og þá hafa heilu þræðirnir, þar sem þessi merki sjást, horfið. „Sjálfur fékk ég tilkynningu frá Facebook og hótun um að aðgangi mínum kynni að verða eytt ef ég póstaði slíkum myndum. Ég fjallaði lítillega um það mál á minni síðu hér á Facebook í gær og eins hér á þessum síðum,“ segir Jón Kristófer. Blaðamaður fór inn í hópinn, sem er lokaður og grennslaðist fyrir um málið, nákvæmlega á þeim vettvangi sem um ræðir og spurðist fyrir. Meðal annars var Svavar spurður en hann vildi engu svara.Uppfært 14:20 Svavar Halldórsson hefur nú svarað með sérstökum þræði inni á umræddum hópi. Þar segir hann meðal annars: „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast hér og ég verið látinn vita af með ítrekuðum ,,töggunum" vil ég segja að ég kvartaði yfir því við Facebook þegar búið var að stofna falska síðu í nafni Markaðsráðs kindakjöts og eins því að verið sé að skrumskæla vörumerki markaðsráðs. Slíka háttsemi tel ég engum til framdráttar og brot á reglum Facebook. Undir það var tekið. Ég sjálfsögðu bað ég ekki um að umræðuþráðum væri lokað eða lokað á fólk og efast reyndar um að það sé hægt.“
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira