Agent sauðfjárbænda sakaður um ritskoðunartilburði Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2016 13:43 Svavar Halldórsson er sakaður um hryðjuverk í hópi landgræðslumanna. Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landsamtaka sauðfjárbænda, er sakaður um það að laumupokast inni á Facebook-hóp sem heitir Áhugafólk um landgræðslu og láta fjarlægja þar innlegg sem honum ekki líkar. Þetta er hann sagður gera með því að tilkynna stjórnendum Facebook um brot á meðferð vörumerkja en það sem um ræðir er skopmynd af merki sauðfjárbænda. Svavar er sagður gera án þess að færa haldbær rök fyrir fyrir þessum aðgerðum „sem geta vegið þyngra en stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi þeirra sem hér tjá sig. Þess í stað reynir hann leið ritskoðunar og þöggunar á þeim staðreyndum sem hann er ósáttur við. E.t.v. bendir það til rökþrota viðkomandi einstaklings að reyna að hindra umræðu frekar en að taka þátt í henni. Þetta er auðvitað óþolandi framkoma. Er ekki rétt að útiloka þetta nettröll af síðunni?“ spyr Sigurður Arnarson kennari, og einn meðlima hópsins. Ljóst er að hann og margir aðrir landgræðslumenn eru orðnir yfir sig þreyttir á Svavari og eru nokkrar umræður um að henda honum úr hópnum.Þessi skopútfærsla á merki sauðfjárbænda er sögð fara fyrir brjóstið á Svavari, svo mjög að hann mun hafa kært birtingu þess til stjórnenda Facebook.Jón Kristófer Arnarson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum, útskýrir þetta sérkennilega mál fyrir blaðamanni. Að þannig sé að Landssamtök sauðfjárbænda hóf markaðsátak um sölu sauðfjárafurða en „þar er því haldið ranglega fram að sauðfjárrækt á Íslandi væri sjálfbær hvað varðar landnýtingu og fari fram á óspilltu landi. Ekkert er fjær sanni þar sem jarðvegs- og gróðureyðing er óvíða meiri en hér á landi og megin orsökin er ofbeit. Enn í dag er verið að beita land sem ekki þolir beit,“ segir Jón Kristófer. Síðan gerist það að einhverjir gerðu skopmyndir af merki sauðfjárbænda. Þetta merki er Svavar sakaður um að hafa tilkynnt til stjórnenda Facebook sem broti á meðferð vörumerkja og þá hafa heilu þræðirnir, þar sem þessi merki sjást, horfið. „Sjálfur fékk ég tilkynningu frá Facebook og hótun um að aðgangi mínum kynni að verða eytt ef ég póstaði slíkum myndum. Ég fjallaði lítillega um það mál á minni síðu hér á Facebook í gær og eins hér á þessum síðum,“ segir Jón Kristófer. Blaðamaður fór inn í hópinn, sem er lokaður og grennslaðist fyrir um málið, nákvæmlega á þeim vettvangi sem um ræðir og spurðist fyrir. Meðal annars var Svavar spurður en hann vildi engu svara.Uppfært 14:20 Svavar Halldórsson hefur nú svarað með sérstökum þræði inni á umræddum hópi. Þar segir hann meðal annars: „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast hér og ég verið látinn vita af með ítrekuðum ,,töggunum" vil ég segja að ég kvartaði yfir því við Facebook þegar búið var að stofna falska síðu í nafni Markaðsráðs kindakjöts og eins því að verið sé að skrumskæla vörumerki markaðsráðs. Slíka háttsemi tel ég engum til framdráttar og brot á reglum Facebook. Undir það var tekið. Ég sjálfsögðu bað ég ekki um að umræðuþráðum væri lokað eða lokað á fólk og efast reyndar um að það sé hægt.“ Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landsamtaka sauðfjárbænda, er sakaður um það að laumupokast inni á Facebook-hóp sem heitir Áhugafólk um landgræðslu og láta fjarlægja þar innlegg sem honum ekki líkar. Þetta er hann sagður gera með því að tilkynna stjórnendum Facebook um brot á meðferð vörumerkja en það sem um ræðir er skopmynd af merki sauðfjárbænda. Svavar er sagður gera án þess að færa haldbær rök fyrir fyrir þessum aðgerðum „sem geta vegið þyngra en stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi þeirra sem hér tjá sig. Þess í stað reynir hann leið ritskoðunar og þöggunar á þeim staðreyndum sem hann er ósáttur við. E.t.v. bendir það til rökþrota viðkomandi einstaklings að reyna að hindra umræðu frekar en að taka þátt í henni. Þetta er auðvitað óþolandi framkoma. Er ekki rétt að útiloka þetta nettröll af síðunni?“ spyr Sigurður Arnarson kennari, og einn meðlima hópsins. Ljóst er að hann og margir aðrir landgræðslumenn eru orðnir yfir sig þreyttir á Svavari og eru nokkrar umræður um að henda honum úr hópnum.Þessi skopútfærsla á merki sauðfjárbænda er sögð fara fyrir brjóstið á Svavari, svo mjög að hann mun hafa kært birtingu þess til stjórnenda Facebook.Jón Kristófer Arnarson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum, útskýrir þetta sérkennilega mál fyrir blaðamanni. Að þannig sé að Landssamtök sauðfjárbænda hóf markaðsátak um sölu sauðfjárafurða en „þar er því haldið ranglega fram að sauðfjárrækt á Íslandi væri sjálfbær hvað varðar landnýtingu og fari fram á óspilltu landi. Ekkert er fjær sanni þar sem jarðvegs- og gróðureyðing er óvíða meiri en hér á landi og megin orsökin er ofbeit. Enn í dag er verið að beita land sem ekki þolir beit,“ segir Jón Kristófer. Síðan gerist það að einhverjir gerðu skopmyndir af merki sauðfjárbænda. Þetta merki er Svavar sakaður um að hafa tilkynnt til stjórnenda Facebook sem broti á meðferð vörumerkja og þá hafa heilu þræðirnir, þar sem þessi merki sjást, horfið. „Sjálfur fékk ég tilkynningu frá Facebook og hótun um að aðgangi mínum kynni að verða eytt ef ég póstaði slíkum myndum. Ég fjallaði lítillega um það mál á minni síðu hér á Facebook í gær og eins hér á þessum síðum,“ segir Jón Kristófer. Blaðamaður fór inn í hópinn, sem er lokaður og grennslaðist fyrir um málið, nákvæmlega á þeim vettvangi sem um ræðir og spurðist fyrir. Meðal annars var Svavar spurður en hann vildi engu svara.Uppfært 14:20 Svavar Halldórsson hefur nú svarað með sérstökum þræði inni á umræddum hópi. Þar segir hann meðal annars: „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast hér og ég verið látinn vita af með ítrekuðum ,,töggunum" vil ég segja að ég kvartaði yfir því við Facebook þegar búið var að stofna falska síðu í nafni Markaðsráðs kindakjöts og eins því að verið sé að skrumskæla vörumerki markaðsráðs. Slíka háttsemi tel ég engum til framdráttar og brot á reglum Facebook. Undir það var tekið. Ég sjálfsögðu bað ég ekki um að umræðuþráðum væri lokað eða lokað á fólk og efast reyndar um að það sé hægt.“
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira