Erlent

Eldur braust út í flóttamannabúðum á Lesbos

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mikill eldur braust út í flóttamannabúðunum Moria á Lesbos í kvöld.
Mikill eldur braust út í flóttamannabúðunum Moria á Lesbos í kvöld. mynd/twitter
Rýma þurfti flóttamannabúðirnar Moria á grísku eyjunni Lesbos í kvöld eftir að eldur braust þar út en flytja þurfti á milli 3000 og 4000 flóttamenn úr búðunum vegna eldsins. Myndir sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum sýna gríðarlega mikinn eld í búðunum en ekki er vitað um upptök hans.

Í frétt BBC er haft eftir rannsakenda á svæðinu að til átaka hafi komið í búðunum í kvöld og að eldurinn sé nokkuð mikill en verið er að kanna hvort að um í kveikju hafi verið að ræða.

Samkvæmt tölum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna eru um 5600 flóttamenn á Lesbos en aðeins er að hægt að taka á móti 3600 flóttamönnum á eyjunni. Ástandið á eyjunni fer því stöðugt versnandi þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna er þar og kemst ekki neitt á meðan verið að vinna úr umsóknum þeirra.

Þeir sem fá hæli fá að halda áleiðis inn í Grikkland á meðan aðrir eru sendir til baka til Tyrklands en verkferlarnir eru hluti af samkomulagi Tyrkja við Evrópusambandið fyrr á þessu ári sem gerður var til að taka á þeim mikla fjölda flóttamanna sem vill komast til Evrópu.

Mannréttindasamtök hafa harðlega gagnrýnt samninginn við Tyrkland en margir flóttamenn á Lesbos óttast einmitt um afdrif sín fái þeir ekki hæli; að þeir verði sendir til Tyrklands eða aftur til heimalandsins þaðan sem þeir flúðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×