Retro Stefson hættir: „Við erum orðin þreytt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2016 19:30 Hin skemmtilega og fjölmenna stuðsveit Retro Stefson er að hætta. Flestir meðlimir sveitarinnar hafa þekkst síðan í leikskóla. Retro Stefson varð til því Unnstein, söngvara sveitarinnar, langaði á Samfés-ball. „Við erum orðin þreytt,“ segir Logi Pedró Stefánsson. Retro Stefson varð til því Unnstein, söngvara sveitarinnar, langaði á Samfés-ball. Fjallað var um hljómsveitina og ástæður þess að sveitin hafi ákveðið að hætta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og sjá má innslagið í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég var búinn að gera músík á fullu. Setti hana inn á rokk.is. Þá komu Bóas, söngvari í Reykjavík og Árnir Rúnar í Fm Belfast í félagsmiðstöðina okkar í Austurbæjarskóla og sögðu: Nú setur þú saman band og tekur þátt í söngkeppni skólans,“ segir Unnsteinn Manúel Stefánsson.Retro Stefson árið 2012Mynd/Ari MaggEngan óraði fyrir því að örfáum árum síðar yrði hljómsveitin ein sú vinsælasta á Íslandi. Krakkarnir í hljómsveitinni segir að ekkert ósætti hafi orðið til þess að hljómsveitin sé að hætta en oft hafi reynt á þolrifin. „Ég veit ekki hversu oft Logi hefur hætt í hljómsveitinni og ég hótað því. Það hefur verið aðalkosturinn við sköpunina, ég kemst ekki upp með að koma með neina hálfbakaða hugmynd inn. Þegar mestu átökin eru í framleiðslunni hefur þetta komið flottast út,“ segir Unnsteinn. Retro Stefson hefur um árabil verið ein vinsælasta hljómsveit landsins og gefið út fjölmörg vinsæl lög á borð við Glow, Senseni, Kimba og Qween svo dæmi séu tekin.Lokaball þar sem enginn fer heim án þess að heyra uppáhaldslagið sitt Það er þó ekki þannig að Retro Stefson muni hverfa í sögubækurnar og ekkert heyrast meir frá sveitinni. Í bígerð er fimm laga plata, Scandinavian Pain, auk þess sem að hljómsveitin mun halda tónleika í Gamla bíó, 30. desember, undir yfirskriftinni Síðasti sjéns. „Það verður langt ball, það þarf að flytja heilmikið af efni. Það má enginn fara heim án þess að hafa heyrt uppáhaldslagið sitt,“ segir Unnsteinn en þrátt fyrir sveitin sé að nafninu til hætt munu liðsmenn Retro Stefson halda áfram að koma saman. Sveitin hefur opnað stúdíó á Hverfisgötu þar sem liðsmenn sveitarinnar munu geta komið saman og spilað þegar hentar en erfitt er að koma öllum átta hljómsveitarmeðlimum saman í einu, sem er ein af ástæðunum fyrir því að Retro Stefson verður lögð á ís, í bili að minnsta kosti. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Hin skemmtilega og fjölmenna stuðsveit Retro Stefson er að hætta. Flestir meðlimir sveitarinnar hafa þekkst síðan í leikskóla. Retro Stefson varð til því Unnstein, söngvara sveitarinnar, langaði á Samfés-ball. „Við erum orðin þreytt,“ segir Logi Pedró Stefánsson. Retro Stefson varð til því Unnstein, söngvara sveitarinnar, langaði á Samfés-ball. Fjallað var um hljómsveitina og ástæður þess að sveitin hafi ákveðið að hætta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og sjá má innslagið í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég var búinn að gera músík á fullu. Setti hana inn á rokk.is. Þá komu Bóas, söngvari í Reykjavík og Árnir Rúnar í Fm Belfast í félagsmiðstöðina okkar í Austurbæjarskóla og sögðu: Nú setur þú saman band og tekur þátt í söngkeppni skólans,“ segir Unnsteinn Manúel Stefánsson.Retro Stefson árið 2012Mynd/Ari MaggEngan óraði fyrir því að örfáum árum síðar yrði hljómsveitin ein sú vinsælasta á Íslandi. Krakkarnir í hljómsveitinni segir að ekkert ósætti hafi orðið til þess að hljómsveitin sé að hætta en oft hafi reynt á þolrifin. „Ég veit ekki hversu oft Logi hefur hætt í hljómsveitinni og ég hótað því. Það hefur verið aðalkosturinn við sköpunina, ég kemst ekki upp með að koma með neina hálfbakaða hugmynd inn. Þegar mestu átökin eru í framleiðslunni hefur þetta komið flottast út,“ segir Unnsteinn. Retro Stefson hefur um árabil verið ein vinsælasta hljómsveit landsins og gefið út fjölmörg vinsæl lög á borð við Glow, Senseni, Kimba og Qween svo dæmi séu tekin.Lokaball þar sem enginn fer heim án þess að heyra uppáhaldslagið sitt Það er þó ekki þannig að Retro Stefson muni hverfa í sögubækurnar og ekkert heyrast meir frá sveitinni. Í bígerð er fimm laga plata, Scandinavian Pain, auk þess sem að hljómsveitin mun halda tónleika í Gamla bíó, 30. desember, undir yfirskriftinni Síðasti sjéns. „Það verður langt ball, það þarf að flytja heilmikið af efni. Það má enginn fara heim án þess að hafa heyrt uppáhaldslagið sitt,“ segir Unnsteinn en þrátt fyrir sveitin sé að nafninu til hætt munu liðsmenn Retro Stefson halda áfram að koma saman. Sveitin hefur opnað stúdíó á Hverfisgötu þar sem liðsmenn sveitarinnar munu geta komið saman og spilað þegar hentar en erfitt er að koma öllum átta hljómsveitarmeðlimum saman í einu, sem er ein af ástæðunum fyrir því að Retro Stefson verður lögð á ís, í bili að minnsta kosti.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira