Aflaheimildir til eins fyrirtækis í Færeyjum Hallveig Ólafsdóttir og Karen Kjartansdóttir skrifar 27. júlí 2016 06:00 Færeyingar hafa hleypt af stokkunum tilraun með því að halda uppboð á mjög takmörkuðum hluta aflaheimilda sinna. Alls ekki er um það að ræða að allar aflaheimildir séu boðnar upp. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessari tilraun hjá frændum okkar Færeyingum, en fyrstu fregnir gefa tilefni til að velta upp ýmsum spurningum. Færeyingar buðu t.d. upp 1.200 tonn af þorskkvóta í Barentshafi, ekki í færeyskri landhelgi. Aðeins tvö fyrirtæki sáu sér fært að taka þátt í uppboðinu að þessu sinni og niðurstaðan varð sú að annað þeirra, JFK Trol, fékk aflaheimildirnar. Það gerði fyrirtækið í krafti stærðar sinnar og situr nú eitt að öllum kvótanum sem var boðinn upp næsta árið. Þessi niðurstaða, að allar umræddar heimildir hafi endað hjá einu fyrirtæki í eitt ár, vekur ýmsar spurningar um kosti uppboðsleiðar. Á Íslandi er frjáls markaður með aflaheimildir. Innbyggt í íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið með tryggum fiskveiðiréttindum er langtímahugsun í umhverfismálum tryggð, fyrirtæki geta skipulagt rekstur sinn og fjárfestingar til lengri tíma. Við þetta fyrirkomulag hafa byggst upp öflug og framsækin sjávarútvegsfyrirtæki um allt land sem veita þúsundum manna vinnu. Færeyingar ætla líka að bjóða upp 9.000 tonn af makrílkvóta. Á Íslandi er úthlutað 152.000 tonnum af makríl og fá 320 skip úthlutaðar aflaheimildir. Að baki þessum 320 skipum eru um 200 fyrirtæki á um 60 stöðum víðsvegar um landið. Á uppboði myndi líklegast fækka verulega í þessum hópi. Ekki er ólíklegt að einmitt smábátar og skip minni útgerða yrðu undir í slíku uppboði. Má því einnig velta því fyrir sér hvaða áhrif þessi leið hefur á starfsöryggi fólks. Það er mikilvægt að skoða í þaula hvaða áhrif uppboðsleið myndi hafa, áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar um að bylta því kerfi sem við höfum komið upp. Kerfi sem hefur vakið athygli um allan heim vegna þess hve miklu það skilar samfélaginu – því mesta sem gerist í heiminum miðað við greiningar OECD, um leið og það miðar að sjálfbærri og ábyrgri nýtingu auðlindarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Færeyingar hafa hleypt af stokkunum tilraun með því að halda uppboð á mjög takmörkuðum hluta aflaheimilda sinna. Alls ekki er um það að ræða að allar aflaheimildir séu boðnar upp. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessari tilraun hjá frændum okkar Færeyingum, en fyrstu fregnir gefa tilefni til að velta upp ýmsum spurningum. Færeyingar buðu t.d. upp 1.200 tonn af þorskkvóta í Barentshafi, ekki í færeyskri landhelgi. Aðeins tvö fyrirtæki sáu sér fært að taka þátt í uppboðinu að þessu sinni og niðurstaðan varð sú að annað þeirra, JFK Trol, fékk aflaheimildirnar. Það gerði fyrirtækið í krafti stærðar sinnar og situr nú eitt að öllum kvótanum sem var boðinn upp næsta árið. Þessi niðurstaða, að allar umræddar heimildir hafi endað hjá einu fyrirtæki í eitt ár, vekur ýmsar spurningar um kosti uppboðsleiðar. Á Íslandi er frjáls markaður með aflaheimildir. Innbyggt í íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið með tryggum fiskveiðiréttindum er langtímahugsun í umhverfismálum tryggð, fyrirtæki geta skipulagt rekstur sinn og fjárfestingar til lengri tíma. Við þetta fyrirkomulag hafa byggst upp öflug og framsækin sjávarútvegsfyrirtæki um allt land sem veita þúsundum manna vinnu. Færeyingar ætla líka að bjóða upp 9.000 tonn af makrílkvóta. Á Íslandi er úthlutað 152.000 tonnum af makríl og fá 320 skip úthlutaðar aflaheimildir. Að baki þessum 320 skipum eru um 200 fyrirtæki á um 60 stöðum víðsvegar um landið. Á uppboði myndi líklegast fækka verulega í þessum hópi. Ekki er ólíklegt að einmitt smábátar og skip minni útgerða yrðu undir í slíku uppboði. Má því einnig velta því fyrir sér hvaða áhrif þessi leið hefur á starfsöryggi fólks. Það er mikilvægt að skoða í þaula hvaða áhrif uppboðsleið myndi hafa, áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar um að bylta því kerfi sem við höfum komið upp. Kerfi sem hefur vakið athygli um allan heim vegna þess hve miklu það skilar samfélaginu – því mesta sem gerist í heiminum miðað við greiningar OECD, um leið og það miðar að sjálfbærri og ábyrgri nýtingu auðlindarinnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun