Keyrði næstum því á fimm ára dreng: „Ég náði að stoppa í tíma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2016 21:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deilir frásögn Guðrúnar úr umferðinni á Facebook-síðu sinni. vísir/ernir Betur fór en á horfðist hjá Guðrúnu Daníelsdóttur og fimm ára dreng í gær þegar Guðrún var næstum því búin að keyra á drenginn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deilir Facebook-færslu Guðrúnar á síðu sinni í dag með leyfi hennar þar sem lögreglan telur hana eiga erindi við alla. Í færslunni lýsir Guðrún aðstæðum þegar hún keyrði næstum því á barnið en klukkan var korter í átta og ljósaskipti úti. „Ég keyrði á 50 km hraða og allt í einu hljóp fimm ára gutti í veg fyrir bílinn minn. Hann var húfulaus í ljósgrænum jakka og kom hlaupandi úr myrkrinu yfir götuna. Það eina sem ég sá var upplýst andlit hans þegar hann hljóp í veg fyrir mig.“ Guðrún skrifar að hún hafi aldrei bremsað jafn fast. Allur líkami hennar hafi bremsað, bílbeltið þrýsti henni niður í sætið, hausinn sveigði fram og það var líkt og hún hefði ekið á vegg. „Barnið fraus líka og í sekúndubrot náðum við augnsambandi meðan allir góðir vættir hjálpuðu okkur. Bíllinn staðnæmdist og barnið lagði hendina sína á húddið. Ég hljóp út og faðmaði hann. Hann endurtók í sífellu „fyrirgefðu fyrirgefðu.“ Eftir smástund hljóp hann heim til sín endurskinslaus og lafhræddur.“ Guðrún lýsir því síðan að hún hafi keyrt áfram, fundið bílastæði og beðið eftir að skjálftinn í líkama hennar myndi líða hjá. Hún fer síðan yfir það að þegar þetta gerðist hafi hún verið með alla athyglina á veginum en játar að vera alltof með athyglina einhvers staðar annars staðar undir stýri: „Akkúrat þessa stund var ég ekki að tala í símann, ég var ekki að senda SMS, ég var ekki að fletta í contöktum og ég var ekki að stilla útvarpið. Athygli mín þessar handahófskenndu sekúndur var öll á veginum. Ég náði að stoppa í tíma. Ég verð að viðurkenna að það var heppni. Ég er alltof oft að gera eitthvað annað meðan ég er að keyra. Alltof oft. Í gærkvöldi átti ég erfitt með að sofna. Ég sá barnið upplýst af framljósunum og um mig fór hrollur því ég áttaði mig á því að þetta hefði getað farið verr. Hefði ég verið í símanum þá ......guð minn góður. Aldrei aftur.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Betur fór en á horfðist hjá Guðrúnu Daníelsdóttur og fimm ára dreng í gær þegar Guðrún var næstum því búin að keyra á drenginn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deilir Facebook-færslu Guðrúnar á síðu sinni í dag með leyfi hennar þar sem lögreglan telur hana eiga erindi við alla. Í færslunni lýsir Guðrún aðstæðum þegar hún keyrði næstum því á barnið en klukkan var korter í átta og ljósaskipti úti. „Ég keyrði á 50 km hraða og allt í einu hljóp fimm ára gutti í veg fyrir bílinn minn. Hann var húfulaus í ljósgrænum jakka og kom hlaupandi úr myrkrinu yfir götuna. Það eina sem ég sá var upplýst andlit hans þegar hann hljóp í veg fyrir mig.“ Guðrún skrifar að hún hafi aldrei bremsað jafn fast. Allur líkami hennar hafi bremsað, bílbeltið þrýsti henni niður í sætið, hausinn sveigði fram og það var líkt og hún hefði ekið á vegg. „Barnið fraus líka og í sekúndubrot náðum við augnsambandi meðan allir góðir vættir hjálpuðu okkur. Bíllinn staðnæmdist og barnið lagði hendina sína á húddið. Ég hljóp út og faðmaði hann. Hann endurtók í sífellu „fyrirgefðu fyrirgefðu.“ Eftir smástund hljóp hann heim til sín endurskinslaus og lafhræddur.“ Guðrún lýsir því síðan að hún hafi keyrt áfram, fundið bílastæði og beðið eftir að skjálftinn í líkama hennar myndi líða hjá. Hún fer síðan yfir það að þegar þetta gerðist hafi hún verið með alla athyglina á veginum en játar að vera alltof með athyglina einhvers staðar annars staðar undir stýri: „Akkúrat þessa stund var ég ekki að tala í símann, ég var ekki að senda SMS, ég var ekki að fletta í contöktum og ég var ekki að stilla útvarpið. Athygli mín þessar handahófskenndu sekúndur var öll á veginum. Ég náði að stoppa í tíma. Ég verð að viðurkenna að það var heppni. Ég er alltof oft að gera eitthvað annað meðan ég er að keyra. Alltof oft. Í gærkvöldi átti ég erfitt með að sofna. Ég sá barnið upplýst af framljósunum og um mig fór hrollur því ég áttaði mig á því að þetta hefði getað farið verr. Hefði ég verið í símanum þá ......guð minn góður. Aldrei aftur.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira