Frosti telur nýjar siðareglur RÚV fráleitar Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2016 16:38 Gagnrýni á nýjar siðareglur RÚV kemur úr ýmsum áttum. Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. Hún ætlar að segja sig úr stjórn RÚV á næsta stjórnarfundi, síðar í þessum mánuði. Þá hefur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáð sig um nýjar siðareglur þær sem Vísir greindi frá fyrr í dag.Fréttin hefur vakið verulega athygli og hafa margir gagnrýnt reglurnar og telja að þær standist ekki skoðun.Fáránlegt að reisa tjáningarfrelsi starfsfólks skorður Meðal þeirra er Frosti, sem er athyglisvert í ljósi þess að meðal helstu helstu gagnrýnenda RÚV hafa einmitt verið þingmenn Framsóknarflokksins, svo sem Vigdís Hauksdóttir og Karl Garðarsson sem hafa ekki hikað við að væna starfsmenn þar um hlutdrægni og jafnvel hatur í garð Framsóknarflokksins. En, Frosti telur ákvæði sem hann tiltekur í nýjum siðareglum slæmt og vekur sérstaka athygli á því á Facebooksíðu sinni: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Frosti segir að starfsfólk RÚV eigi að hafa málfrelsi eins og aðrir og í raun sé gott að afstaða þeirra liggi fyrir. „Aðalatriði er að umfjöllun um fréttir og málefni í nafni RÚV sé fagleg, sanngjörn og fyllstu hlutlægni gætt. En það ætti alls ekki að yfirfæra þá kröfu yfir á tjáningu starfsmanna rúv sem gerð er í þeirra eigin nafni.“Sakar ráðherra um grimmilega ritskoðunartilburði Björg Eva Erlendsdóttir hefur greint frá því á sinni Facebooksíðu að hún ætli að segja sig úr stjórn RÚV, á næsta aðalfundi sem haldinn verður síðar í mánuðinum. Þar hefur hún setið um árabil sem fulltrúi VG. Ástæðan er nýundirritaður þjónustusamningur sem hún segir að þrengi mjög að RÚV og geri stofnunninni ekki kleift að sinna lögskipuðu þjónustuhlutverk sínu. Þá heldur er hún mjög afdráttarlaus á Facebooksíðu sinni, þegar hún beinir orðum sínum að siðareglunum: „Menntamálaráðherra hefur misnotað nýgerðan þjónustusamning til að réttlæta eigin ritskoðunartilburði. Það er háalvarlegt. Grimm ritskoðun ríkisstjórnarfulltrúa gagnvart RÚV frekar en efni þjónustusamningsins sjálfs, varð til þess að ég samþykkti hann ekki. Siðareglurnar voru ekki bornar undir stjórn.“ Vísir hefur beint fyrirspurn um þetta efni til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, þá að hugsanlegri aðkomu hans að þessum siðareglum, og svara að vænta. Vert er að geta þess að spurður hafnaði Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri því að Illugi hafi hlutast til um þær. Tengdar fréttir RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. Hún ætlar að segja sig úr stjórn RÚV á næsta stjórnarfundi, síðar í þessum mánuði. Þá hefur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáð sig um nýjar siðareglur þær sem Vísir greindi frá fyrr í dag.Fréttin hefur vakið verulega athygli og hafa margir gagnrýnt reglurnar og telja að þær standist ekki skoðun.Fáránlegt að reisa tjáningarfrelsi starfsfólks skorður Meðal þeirra er Frosti, sem er athyglisvert í ljósi þess að meðal helstu helstu gagnrýnenda RÚV hafa einmitt verið þingmenn Framsóknarflokksins, svo sem Vigdís Hauksdóttir og Karl Garðarsson sem hafa ekki hikað við að væna starfsmenn þar um hlutdrægni og jafnvel hatur í garð Framsóknarflokksins. En, Frosti telur ákvæði sem hann tiltekur í nýjum siðareglum slæmt og vekur sérstaka athygli á því á Facebooksíðu sinni: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Frosti segir að starfsfólk RÚV eigi að hafa málfrelsi eins og aðrir og í raun sé gott að afstaða þeirra liggi fyrir. „Aðalatriði er að umfjöllun um fréttir og málefni í nafni RÚV sé fagleg, sanngjörn og fyllstu hlutlægni gætt. En það ætti alls ekki að yfirfæra þá kröfu yfir á tjáningu starfsmanna rúv sem gerð er í þeirra eigin nafni.“Sakar ráðherra um grimmilega ritskoðunartilburði Björg Eva Erlendsdóttir hefur greint frá því á sinni Facebooksíðu að hún ætli að segja sig úr stjórn RÚV, á næsta aðalfundi sem haldinn verður síðar í mánuðinum. Þar hefur hún setið um árabil sem fulltrúi VG. Ástæðan er nýundirritaður þjónustusamningur sem hún segir að þrengi mjög að RÚV og geri stofnunninni ekki kleift að sinna lögskipuðu þjónustuhlutverk sínu. Þá heldur er hún mjög afdráttarlaus á Facebooksíðu sinni, þegar hún beinir orðum sínum að siðareglunum: „Menntamálaráðherra hefur misnotað nýgerðan þjónustusamning til að réttlæta eigin ritskoðunartilburði. Það er háalvarlegt. Grimm ritskoðun ríkisstjórnarfulltrúa gagnvart RÚV frekar en efni þjónustusamningsins sjálfs, varð til þess að ég samþykkti hann ekki. Siðareglurnar voru ekki bornar undir stjórn.“ Vísir hefur beint fyrirspurn um þetta efni til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, þá að hugsanlegri aðkomu hans að þessum siðareglum, og svara að vænta. Vert er að geta þess að spurður hafnaði Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri því að Illugi hafi hlutast til um þær.
Tengdar fréttir RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05