Frosti telur nýjar siðareglur RÚV fráleitar Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2016 16:38 Gagnrýni á nýjar siðareglur RÚV kemur úr ýmsum áttum. Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. Hún ætlar að segja sig úr stjórn RÚV á næsta stjórnarfundi, síðar í þessum mánuði. Þá hefur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáð sig um nýjar siðareglur þær sem Vísir greindi frá fyrr í dag.Fréttin hefur vakið verulega athygli og hafa margir gagnrýnt reglurnar og telja að þær standist ekki skoðun.Fáránlegt að reisa tjáningarfrelsi starfsfólks skorður Meðal þeirra er Frosti, sem er athyglisvert í ljósi þess að meðal helstu helstu gagnrýnenda RÚV hafa einmitt verið þingmenn Framsóknarflokksins, svo sem Vigdís Hauksdóttir og Karl Garðarsson sem hafa ekki hikað við að væna starfsmenn þar um hlutdrægni og jafnvel hatur í garð Framsóknarflokksins. En, Frosti telur ákvæði sem hann tiltekur í nýjum siðareglum slæmt og vekur sérstaka athygli á því á Facebooksíðu sinni: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Frosti segir að starfsfólk RÚV eigi að hafa málfrelsi eins og aðrir og í raun sé gott að afstaða þeirra liggi fyrir. „Aðalatriði er að umfjöllun um fréttir og málefni í nafni RÚV sé fagleg, sanngjörn og fyllstu hlutlægni gætt. En það ætti alls ekki að yfirfæra þá kröfu yfir á tjáningu starfsmanna rúv sem gerð er í þeirra eigin nafni.“Sakar ráðherra um grimmilega ritskoðunartilburði Björg Eva Erlendsdóttir hefur greint frá því á sinni Facebooksíðu að hún ætli að segja sig úr stjórn RÚV, á næsta aðalfundi sem haldinn verður síðar í mánuðinum. Þar hefur hún setið um árabil sem fulltrúi VG. Ástæðan er nýundirritaður þjónustusamningur sem hún segir að þrengi mjög að RÚV og geri stofnunninni ekki kleift að sinna lögskipuðu þjónustuhlutverk sínu. Þá heldur er hún mjög afdráttarlaus á Facebooksíðu sinni, þegar hún beinir orðum sínum að siðareglunum: „Menntamálaráðherra hefur misnotað nýgerðan þjónustusamning til að réttlæta eigin ritskoðunartilburði. Það er háalvarlegt. Grimm ritskoðun ríkisstjórnarfulltrúa gagnvart RÚV frekar en efni þjónustusamningsins sjálfs, varð til þess að ég samþykkti hann ekki. Siðareglurnar voru ekki bornar undir stjórn.“ Vísir hefur beint fyrirspurn um þetta efni til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, þá að hugsanlegri aðkomu hans að þessum siðareglum, og svara að vænta. Vert er að geta þess að spurður hafnaði Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri því að Illugi hafi hlutast til um þær. Tengdar fréttir RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. Hún ætlar að segja sig úr stjórn RÚV á næsta stjórnarfundi, síðar í þessum mánuði. Þá hefur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáð sig um nýjar siðareglur þær sem Vísir greindi frá fyrr í dag.Fréttin hefur vakið verulega athygli og hafa margir gagnrýnt reglurnar og telja að þær standist ekki skoðun.Fáránlegt að reisa tjáningarfrelsi starfsfólks skorður Meðal þeirra er Frosti, sem er athyglisvert í ljósi þess að meðal helstu helstu gagnrýnenda RÚV hafa einmitt verið þingmenn Framsóknarflokksins, svo sem Vigdís Hauksdóttir og Karl Garðarsson sem hafa ekki hikað við að væna starfsmenn þar um hlutdrægni og jafnvel hatur í garð Framsóknarflokksins. En, Frosti telur ákvæði sem hann tiltekur í nýjum siðareglum slæmt og vekur sérstaka athygli á því á Facebooksíðu sinni: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Frosti segir að starfsfólk RÚV eigi að hafa málfrelsi eins og aðrir og í raun sé gott að afstaða þeirra liggi fyrir. „Aðalatriði er að umfjöllun um fréttir og málefni í nafni RÚV sé fagleg, sanngjörn og fyllstu hlutlægni gætt. En það ætti alls ekki að yfirfæra þá kröfu yfir á tjáningu starfsmanna rúv sem gerð er í þeirra eigin nafni.“Sakar ráðherra um grimmilega ritskoðunartilburði Björg Eva Erlendsdóttir hefur greint frá því á sinni Facebooksíðu að hún ætli að segja sig úr stjórn RÚV, á næsta aðalfundi sem haldinn verður síðar í mánuðinum. Þar hefur hún setið um árabil sem fulltrúi VG. Ástæðan er nýundirritaður þjónustusamningur sem hún segir að þrengi mjög að RÚV og geri stofnunninni ekki kleift að sinna lögskipuðu þjónustuhlutverk sínu. Þá heldur er hún mjög afdráttarlaus á Facebooksíðu sinni, þegar hún beinir orðum sínum að siðareglunum: „Menntamálaráðherra hefur misnotað nýgerðan þjónustusamning til að réttlæta eigin ritskoðunartilburði. Það er háalvarlegt. Grimm ritskoðun ríkisstjórnarfulltrúa gagnvart RÚV frekar en efni þjónustusamningsins sjálfs, varð til þess að ég samþykkti hann ekki. Siðareglurnar voru ekki bornar undir stjórn.“ Vísir hefur beint fyrirspurn um þetta efni til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, þá að hugsanlegri aðkomu hans að þessum siðareglum, og svara að vænta. Vert er að geta þess að spurður hafnaði Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri því að Illugi hafi hlutast til um þær.
Tengdar fréttir RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05