Kirkjan er griðastaður Gunnar Kvaran skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Atburðirnir í Laugarneskirkju í lok júní hafa vakið mig til djúprar umhugsunar. Ekki einungis um mál flóttamanna og hælisleitenda heldur um þann kærleika, mannúð og mildi sem boðskapur Krists stendur fyrir. Við stöndum andspænis miklum andlegum áskorunum í okkar heimi. Við hljótum að spyrja okkur sjálf áleitinna spurninga um framtíð okkar hér á þessari jörð. Höfum við fylgt því, sem ég kýs að kalla guðsneistann í sálum okkar, eða höfum við í of miklum mæli geyst áfram í allt að því örvæntingarfullri leit okkar að hamingju í jarðnesku góssi, völdum og viðurkenningu. Gefum við okkur tíma til að staldra við og íhuga það, sem við djúpt í hjörtum okkar vitum að getur leiðbeint okkur til réttrar breytni gagnvart lífinu og þar með náunga okkar. Við, sem erum svo heppin að vera Íslendingar í dag með öllum þeim forréttindum sem því fylgja, eigum vafalaust erfitt með að ímynda okkur þann ótta, öryggisleysi og þjáningar, sem fylgja því að vera flóttamaður og síðar hælisleitandi, þótt þessi tvö orð tákni í mínum huga það sama. Flóttamaður leitar óhjákvæmilega hælis einhvers staðar í örvæntingu sinni. Ég get meira að segja reynt að ímynda mér að manneskja í stöðu flóttamanns, geti gengið mjög langt til að reyna að tryggja líf sitt og limi. Það ofbeldi sem við sífellt verðum vitni að, bæði úti í hinum stóra heimi og hérlendis, hlýtur að segja okkur þá sögu, að við mennirnir höfum ekki ástundað það lífsform, sem leiðir til meiri mannúðar, góðleika, friðar og fegurðar. Í mínum huga er ofbeldi, andlegt eða líkamlegt, oftsinnis hróp örvæntingarfullra sálna vegna vöntunar á umhyggju, kærleika og hlýju, eða hreinlega vegna alvarlegra geðraskana. Enginn maður er í eðli sínu vondur og illar gjörðir valda mörgum hræðilegum þjáningum, en það er djúpt á guðsneistanum í sumum sálum. Að sjálfsögðu verðum við í lýðræðisþjóðfélögum að hafa ákveðin lög og reglur til að fylgja, en líka til að lagfæra og bæta, því að breytingarnar í tæknilegum heimi eru gífurlega hraðar. Tækniundur koma ekki í staðinn fyrir mannúð, mildi og góðleika, heldur þarf tæknin að aðlagast hinum góðu gildum. Vegna þess máls sem ég tæpti á í upphafi greinarkorns míns, þar sem tveir hælisleitendur voru handteknir í Laugarneskirkju og vísað úr landi, hefur athygli mín beinst að hlutverki kirkjunnar. Hlutverk hennar er framar öllu að hlúa að meiri mannúð, skilningi, samúð og gæsku. Sé kirkjan í fararbroddi í þeim efnum, er hún að fylgja þeim boðskap sem hún boðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Atburðirnir í Laugarneskirkju í lok júní hafa vakið mig til djúprar umhugsunar. Ekki einungis um mál flóttamanna og hælisleitenda heldur um þann kærleika, mannúð og mildi sem boðskapur Krists stendur fyrir. Við stöndum andspænis miklum andlegum áskorunum í okkar heimi. Við hljótum að spyrja okkur sjálf áleitinna spurninga um framtíð okkar hér á þessari jörð. Höfum við fylgt því, sem ég kýs að kalla guðsneistann í sálum okkar, eða höfum við í of miklum mæli geyst áfram í allt að því örvæntingarfullri leit okkar að hamingju í jarðnesku góssi, völdum og viðurkenningu. Gefum við okkur tíma til að staldra við og íhuga það, sem við djúpt í hjörtum okkar vitum að getur leiðbeint okkur til réttrar breytni gagnvart lífinu og þar með náunga okkar. Við, sem erum svo heppin að vera Íslendingar í dag með öllum þeim forréttindum sem því fylgja, eigum vafalaust erfitt með að ímynda okkur þann ótta, öryggisleysi og þjáningar, sem fylgja því að vera flóttamaður og síðar hælisleitandi, þótt þessi tvö orð tákni í mínum huga það sama. Flóttamaður leitar óhjákvæmilega hælis einhvers staðar í örvæntingu sinni. Ég get meira að segja reynt að ímynda mér að manneskja í stöðu flóttamanns, geti gengið mjög langt til að reyna að tryggja líf sitt og limi. Það ofbeldi sem við sífellt verðum vitni að, bæði úti í hinum stóra heimi og hérlendis, hlýtur að segja okkur þá sögu, að við mennirnir höfum ekki ástundað það lífsform, sem leiðir til meiri mannúðar, góðleika, friðar og fegurðar. Í mínum huga er ofbeldi, andlegt eða líkamlegt, oftsinnis hróp örvæntingarfullra sálna vegna vöntunar á umhyggju, kærleika og hlýju, eða hreinlega vegna alvarlegra geðraskana. Enginn maður er í eðli sínu vondur og illar gjörðir valda mörgum hræðilegum þjáningum, en það er djúpt á guðsneistanum í sumum sálum. Að sjálfsögðu verðum við í lýðræðisþjóðfélögum að hafa ákveðin lög og reglur til að fylgja, en líka til að lagfæra og bæta, því að breytingarnar í tæknilegum heimi eru gífurlega hraðar. Tækniundur koma ekki í staðinn fyrir mannúð, mildi og góðleika, heldur þarf tæknin að aðlagast hinum góðu gildum. Vegna þess máls sem ég tæpti á í upphafi greinarkorns míns, þar sem tveir hælisleitendur voru handteknir í Laugarneskirkju og vísað úr landi, hefur athygli mín beinst að hlutverki kirkjunnar. Hlutverk hennar er framar öllu að hlúa að meiri mannúð, skilningi, samúð og gæsku. Sé kirkjan í fararbroddi í þeim efnum, er hún að fylgja þeim boðskap sem hún boðar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar