Kirkjan er griðastaður Gunnar Kvaran skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Atburðirnir í Laugarneskirkju í lok júní hafa vakið mig til djúprar umhugsunar. Ekki einungis um mál flóttamanna og hælisleitenda heldur um þann kærleika, mannúð og mildi sem boðskapur Krists stendur fyrir. Við stöndum andspænis miklum andlegum áskorunum í okkar heimi. Við hljótum að spyrja okkur sjálf áleitinna spurninga um framtíð okkar hér á þessari jörð. Höfum við fylgt því, sem ég kýs að kalla guðsneistann í sálum okkar, eða höfum við í of miklum mæli geyst áfram í allt að því örvæntingarfullri leit okkar að hamingju í jarðnesku góssi, völdum og viðurkenningu. Gefum við okkur tíma til að staldra við og íhuga það, sem við djúpt í hjörtum okkar vitum að getur leiðbeint okkur til réttrar breytni gagnvart lífinu og þar með náunga okkar. Við, sem erum svo heppin að vera Íslendingar í dag með öllum þeim forréttindum sem því fylgja, eigum vafalaust erfitt með að ímynda okkur þann ótta, öryggisleysi og þjáningar, sem fylgja því að vera flóttamaður og síðar hælisleitandi, þótt þessi tvö orð tákni í mínum huga það sama. Flóttamaður leitar óhjákvæmilega hælis einhvers staðar í örvæntingu sinni. Ég get meira að segja reynt að ímynda mér að manneskja í stöðu flóttamanns, geti gengið mjög langt til að reyna að tryggja líf sitt og limi. Það ofbeldi sem við sífellt verðum vitni að, bæði úti í hinum stóra heimi og hérlendis, hlýtur að segja okkur þá sögu, að við mennirnir höfum ekki ástundað það lífsform, sem leiðir til meiri mannúðar, góðleika, friðar og fegurðar. Í mínum huga er ofbeldi, andlegt eða líkamlegt, oftsinnis hróp örvæntingarfullra sálna vegna vöntunar á umhyggju, kærleika og hlýju, eða hreinlega vegna alvarlegra geðraskana. Enginn maður er í eðli sínu vondur og illar gjörðir valda mörgum hræðilegum þjáningum, en það er djúpt á guðsneistanum í sumum sálum. Að sjálfsögðu verðum við í lýðræðisþjóðfélögum að hafa ákveðin lög og reglur til að fylgja, en líka til að lagfæra og bæta, því að breytingarnar í tæknilegum heimi eru gífurlega hraðar. Tækniundur koma ekki í staðinn fyrir mannúð, mildi og góðleika, heldur þarf tæknin að aðlagast hinum góðu gildum. Vegna þess máls sem ég tæpti á í upphafi greinarkorns míns, þar sem tveir hælisleitendur voru handteknir í Laugarneskirkju og vísað úr landi, hefur athygli mín beinst að hlutverki kirkjunnar. Hlutverk hennar er framar öllu að hlúa að meiri mannúð, skilningi, samúð og gæsku. Sé kirkjan í fararbroddi í þeim efnum, er hún að fylgja þeim boðskap sem hún boðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Sjá meira
Atburðirnir í Laugarneskirkju í lok júní hafa vakið mig til djúprar umhugsunar. Ekki einungis um mál flóttamanna og hælisleitenda heldur um þann kærleika, mannúð og mildi sem boðskapur Krists stendur fyrir. Við stöndum andspænis miklum andlegum áskorunum í okkar heimi. Við hljótum að spyrja okkur sjálf áleitinna spurninga um framtíð okkar hér á þessari jörð. Höfum við fylgt því, sem ég kýs að kalla guðsneistann í sálum okkar, eða höfum við í of miklum mæli geyst áfram í allt að því örvæntingarfullri leit okkar að hamingju í jarðnesku góssi, völdum og viðurkenningu. Gefum við okkur tíma til að staldra við og íhuga það, sem við djúpt í hjörtum okkar vitum að getur leiðbeint okkur til réttrar breytni gagnvart lífinu og þar með náunga okkar. Við, sem erum svo heppin að vera Íslendingar í dag með öllum þeim forréttindum sem því fylgja, eigum vafalaust erfitt með að ímynda okkur þann ótta, öryggisleysi og þjáningar, sem fylgja því að vera flóttamaður og síðar hælisleitandi, þótt þessi tvö orð tákni í mínum huga það sama. Flóttamaður leitar óhjákvæmilega hælis einhvers staðar í örvæntingu sinni. Ég get meira að segja reynt að ímynda mér að manneskja í stöðu flóttamanns, geti gengið mjög langt til að reyna að tryggja líf sitt og limi. Það ofbeldi sem við sífellt verðum vitni að, bæði úti í hinum stóra heimi og hérlendis, hlýtur að segja okkur þá sögu, að við mennirnir höfum ekki ástundað það lífsform, sem leiðir til meiri mannúðar, góðleika, friðar og fegurðar. Í mínum huga er ofbeldi, andlegt eða líkamlegt, oftsinnis hróp örvæntingarfullra sálna vegna vöntunar á umhyggju, kærleika og hlýju, eða hreinlega vegna alvarlegra geðraskana. Enginn maður er í eðli sínu vondur og illar gjörðir valda mörgum hræðilegum þjáningum, en það er djúpt á guðsneistanum í sumum sálum. Að sjálfsögðu verðum við í lýðræðisþjóðfélögum að hafa ákveðin lög og reglur til að fylgja, en líka til að lagfæra og bæta, því að breytingarnar í tæknilegum heimi eru gífurlega hraðar. Tækniundur koma ekki í staðinn fyrir mannúð, mildi og góðleika, heldur þarf tæknin að aðlagast hinum góðu gildum. Vegna þess máls sem ég tæpti á í upphafi greinarkorns míns, þar sem tveir hælisleitendur voru handteknir í Laugarneskirkju og vísað úr landi, hefur athygli mín beinst að hlutverki kirkjunnar. Hlutverk hennar er framar öllu að hlúa að meiri mannúð, skilningi, samúð og gæsku. Sé kirkjan í fararbroddi í þeim efnum, er hún að fylgja þeim boðskap sem hún boðar.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar