Ísland er okkar allra Sverrir Björnsson skrifar 25. október 2016 07:00 Þarf eitthvað að ræða það? Var það ekki ákveðið á Þingvöllum 1944? Jú, en nú í aðdraganda kosninga á 72 ára afmælisári litla lýðveldisins okkar er ágætt að skoða hvernig gengur. En hvern ættum við að spyrja? Eigum við að spyrja börnin 6000 sem búa við skort hvort Ísland sé okkar allra eða eigum við kannski að spyrja 6 ríkustu sægreifana? Eigum við að spyrja þann helming þjóðarinnar sem á minna en ekki neitt eða eigum við kannski að spyrja topp eina prósentið sem á meira en fjórðung auðs á Íslandi? Marga mætti spyrja en það liggur beint við að spyrja Tvíflokkinn, því þeir hafa setið í ríkisstjórnum 90% tímans frá lýðveldisstofnun. Ríkistjórnarflokkarnir hafa reyndar svarað hátt og snjallt. Það gerðu þeir með verkum sínum á síðasta kjörtímabili þar sem hvert einasta af stóru málum þeirra kom vel stæðum betur en þeim sem verr standa. Þetta var einkennismerki allra þeirra aðgerða, allt frá skuldaleiðréttingunni yfir í námslánafrumvarpið. Þó þeir segi annað þessa dagana er augljóst af verkum þeirra að þeir telja ekki að Ísland eigi að vera okkar allra. Við Íslendingar erum stolt þjóð og dugleg. Við veiðum rúmlega 1% af fiskafla heimsins en erum aðeins 0.004% af mannfjöldanum, við framleiðum stóran hlut af umhverfisvænni orku Evrópu og fáum miklu fleiri ferðamenn á mann en mestu ferðamannalönd heims, Frakkland og Spánn. Það hefur verið frábært að sjá hvernig þjóðin hefur brett upp ermarnar og stokkið í að gera ferðamannaævintýrið að auðsæld en dapurt að sjá ráðherrana reyna að stela heiðrinum af fólkinu. Það er dálítið spaugilegt nú þegar ríkistjórnin belgir sig yfir árangri sínum að stærsta og farsælasta efnahagsaðgerð síðasta kjörtímabils var alls ekki gerð af ríkisstjórninni, heldur launþegahreyfingunni. Við erum rík þjóð og gengur vel á mörgum sviðum en fátt líkar okkur Íslendingum verr en vera eftirbátar annarra og allra verst er að vera síðri en Danir. Því miður erum við á eftir þeim í því sem mestu máli skiptir fyrir heill og hamingju fólks, lífskjörum almennings; kaupmætti launa, vinnustundafjölda, húsnæðismálum og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Staðan er ekki alveg 14-2 fyrir þá en það er auðmýkjandi fyrir sjálfstæða þjóð að horfast í augu við að hér hefði almenningur það betra ef landið væri ennþá nýlenda.Manneskjulegustu samfélögin Ísland þarf að komast út úr Frjálshyggjuhagstjórn síðustu áratuga. Við þurfum að taka samfélög Norðurlanda okkur til fyrirmyndar því þar eru manneskjulegustu samfélög heimsins. Meira að segja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn hafa yfirgefið brauðmolahagfræðina og lýst því yfir að mestur hagvöxtur og hagsæld skapist þegar auðnum er dælt niður samfélagið, til þeirra sem minna hafa. - Eins og vinstra fólk hefur alltaf sagt. Nú er fjör í litla lýðveldinu, það eru að koma kosningar! Við höfum myndað okkur skoðun á hinum og þessum málum, skrifum x á kjörseðil og setjum hann svo hátíðleg á svip niður í kassa með innbyggðum pappírstætara! Undarlegt með þessa kjörkassa, maður setur seðil í kassann og það er eins og kjörseðillinn sé strax ristur niður í fjölmargar litlar ræmur og ef flokkurinn sem maður kýs kemst í ríkistjórn verður hver og ein ræma að blessun manns á einstökum málum stjórnarinnar allt næsta kjörtímabil! Sem betur fer fráfarandi formaður fjárlaganefndar orðaði þetta svona í viðtali um umdeilt mál: „Svo eru alþingiskosningar bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Öll þingmál afgreidd í einni kosningu með einu atkvæði! Og enn versnar í því ef flokkurinn sem við kusum fer ekki í ríkisstjórn, þá er atkvæðið næstum alveg áhrifalaust, því á þingi er nær ekkert tillit tekið til skoðana þingminnihlutans. En hvað er til ráða fyrir okkur greyin, valdleysingjana, kjósendur? Getum við haft raunveruleg áhrif í kosningum? Já, ef við hættum að ímynda okkur að litla atkvæðið okkar taki á einstökum málum. Þess í stað eigum við að skoða meginstefnur stjórnmálaflokkanna. Við sáum á verkum fráfarandi ríkisstjórnar að hún trúir ennþá á að best sé að dæla auðnum upp samfélagið til þeirra sem betur standa en við sáum líka að rústabjörgunarstjórnin á undan henni reyndi við erfiðar aðstæður að halda uppi hlut þeirra sem minna eiga á Íslandi. Vinstri og hægri eru ekki úrelt hugtök í stjórnmálum, þó frasinn sé í tísku á miðjunni og henti sérhagsmunaklíkum vel til að slá ryki í augu fólks. Pólitík er hagsmunabarátta og átakapunkturinn er hvernig á að fara með samfélagsauðinn. Stóra spurningin í kosningunum er hvort Ísland er okkar allra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þarf eitthvað að ræða það? Var það ekki ákveðið á Þingvöllum 1944? Jú, en nú í aðdraganda kosninga á 72 ára afmælisári litla lýðveldisins okkar er ágætt að skoða hvernig gengur. En hvern ættum við að spyrja? Eigum við að spyrja börnin 6000 sem búa við skort hvort Ísland sé okkar allra eða eigum við kannski að spyrja 6 ríkustu sægreifana? Eigum við að spyrja þann helming þjóðarinnar sem á minna en ekki neitt eða eigum við kannski að spyrja topp eina prósentið sem á meira en fjórðung auðs á Íslandi? Marga mætti spyrja en það liggur beint við að spyrja Tvíflokkinn, því þeir hafa setið í ríkisstjórnum 90% tímans frá lýðveldisstofnun. Ríkistjórnarflokkarnir hafa reyndar svarað hátt og snjallt. Það gerðu þeir með verkum sínum á síðasta kjörtímabili þar sem hvert einasta af stóru málum þeirra kom vel stæðum betur en þeim sem verr standa. Þetta var einkennismerki allra þeirra aðgerða, allt frá skuldaleiðréttingunni yfir í námslánafrumvarpið. Þó þeir segi annað þessa dagana er augljóst af verkum þeirra að þeir telja ekki að Ísland eigi að vera okkar allra. Við Íslendingar erum stolt þjóð og dugleg. Við veiðum rúmlega 1% af fiskafla heimsins en erum aðeins 0.004% af mannfjöldanum, við framleiðum stóran hlut af umhverfisvænni orku Evrópu og fáum miklu fleiri ferðamenn á mann en mestu ferðamannalönd heims, Frakkland og Spánn. Það hefur verið frábært að sjá hvernig þjóðin hefur brett upp ermarnar og stokkið í að gera ferðamannaævintýrið að auðsæld en dapurt að sjá ráðherrana reyna að stela heiðrinum af fólkinu. Það er dálítið spaugilegt nú þegar ríkistjórnin belgir sig yfir árangri sínum að stærsta og farsælasta efnahagsaðgerð síðasta kjörtímabils var alls ekki gerð af ríkisstjórninni, heldur launþegahreyfingunni. Við erum rík þjóð og gengur vel á mörgum sviðum en fátt líkar okkur Íslendingum verr en vera eftirbátar annarra og allra verst er að vera síðri en Danir. Því miður erum við á eftir þeim í því sem mestu máli skiptir fyrir heill og hamingju fólks, lífskjörum almennings; kaupmætti launa, vinnustundafjölda, húsnæðismálum og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Staðan er ekki alveg 14-2 fyrir þá en það er auðmýkjandi fyrir sjálfstæða þjóð að horfast í augu við að hér hefði almenningur það betra ef landið væri ennþá nýlenda.Manneskjulegustu samfélögin Ísland þarf að komast út úr Frjálshyggjuhagstjórn síðustu áratuga. Við þurfum að taka samfélög Norðurlanda okkur til fyrirmyndar því þar eru manneskjulegustu samfélög heimsins. Meira að segja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn hafa yfirgefið brauðmolahagfræðina og lýst því yfir að mestur hagvöxtur og hagsæld skapist þegar auðnum er dælt niður samfélagið, til þeirra sem minna hafa. - Eins og vinstra fólk hefur alltaf sagt. Nú er fjör í litla lýðveldinu, það eru að koma kosningar! Við höfum myndað okkur skoðun á hinum og þessum málum, skrifum x á kjörseðil og setjum hann svo hátíðleg á svip niður í kassa með innbyggðum pappírstætara! Undarlegt með þessa kjörkassa, maður setur seðil í kassann og það er eins og kjörseðillinn sé strax ristur niður í fjölmargar litlar ræmur og ef flokkurinn sem maður kýs kemst í ríkistjórn verður hver og ein ræma að blessun manns á einstökum málum stjórnarinnar allt næsta kjörtímabil! Sem betur fer fráfarandi formaður fjárlaganefndar orðaði þetta svona í viðtali um umdeilt mál: „Svo eru alþingiskosningar bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Öll þingmál afgreidd í einni kosningu með einu atkvæði! Og enn versnar í því ef flokkurinn sem við kusum fer ekki í ríkisstjórn, þá er atkvæðið næstum alveg áhrifalaust, því á þingi er nær ekkert tillit tekið til skoðana þingminnihlutans. En hvað er til ráða fyrir okkur greyin, valdleysingjana, kjósendur? Getum við haft raunveruleg áhrif í kosningum? Já, ef við hættum að ímynda okkur að litla atkvæðið okkar taki á einstökum málum. Þess í stað eigum við að skoða meginstefnur stjórnmálaflokkanna. Við sáum á verkum fráfarandi ríkisstjórnar að hún trúir ennþá á að best sé að dæla auðnum upp samfélagið til þeirra sem betur standa en við sáum líka að rústabjörgunarstjórnin á undan henni reyndi við erfiðar aðstæður að halda uppi hlut þeirra sem minna eiga á Íslandi. Vinstri og hægri eru ekki úrelt hugtök í stjórnmálum, þó frasinn sé í tísku á miðjunni og henti sérhagsmunaklíkum vel til að slá ryki í augu fólks. Pólitík er hagsmunabarátta og átakapunkturinn er hvernig á að fara með samfélagsauðinn. Stóra spurningin í kosningunum er hvort Ísland er okkar allra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun