Smala í formannskjöri Neytendasamtakanna Þorgeir Helgason skrifar 19. október 2016 07:00 Teitur Atlason og Jóhannes Gunnarsson. vísir/aðsend/anton brink Mikil ólga er innan Neytendasamtakanna vegna formannskjörs sem fer fram um næstu helgi. Um 300 manns hafa boðað komu sínu á aðalfund samtakanna en rúmur helmingur þeirra skráði sig í samtökin á síðustu stundu. Þetta staðfesta Neytendasamtökin en á aðalfundinn í fyrra mættu um það bil hundrað manns. Samkvæmt reglum félagsins hafa allir skuldlausir félagar samtakanna kosningarétt. Síðasta fimmtudag var reglum kosninganna breytt með þeim hætti að ákveðið var að á aðalfundinum yrði posi. Það var gert til þess að þeir sem hygðust kjósa gætu greitt árgjaldið á fundinum sjálfum. Pálmey Gísladóttir, frambjóðandi til formanns Neytendasamtakanna, segir í færslu á Facebook á mánudag að hún hafi fyrst fengið fregnir af þessum reglubreytingum á mánudag. „Þetta hefur það að verkum að nú er möguleiki á því að einhver hafi skráð fjöldann allan af vinum sínum upp á þá von og óvon að viðkomandi mætti og kysi,“ segir Teitur Atlason, varaformaður samtakanna og einn af formannsframbjóðendunum. Á aðalfundi samtakanna í fyrra var hlutverki uppstillingarnefndar breytt. Áður fyrr hafði hún séð um framkvæmd kosninganna og starfað með nýkjörnum formanni við myndun stjórnar. Breytingin á hlutverki hennar hefur í för með sér að uppstillingarnefnd skilar tillögu um formannsefni og stjórn á þingi samtakanna. Niðurstaða uppstillingarnefndar var að Ólafur Arnarson, hagfræðingur og rithöfundur, væri hæfastur til þess að gegna stöðunni. Ákvörðun uppstillingarnefndar hefur verið gagnrýnd af félagsmönnum samtakanna, meðal annars vegna þess að hún þykir ekki hafa lagt mikinn metnað í hæfismatið. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að stjórnin sem kosin verði á laugardag verði að leggjast í endurbætur á lögum samtakanna. „Það liggur alveg fyrir að það eru ákveðnir agnúar á lögunum en það er alls ekki meiningin að vera með loðin lög. Það þarf til dæmis að liggja fyrir í lögunum eftir hvaða verkferlum uppstillingarnefnd starfar,“ segir Jóhannes. Aðalfundur Neytendasamtakanna fer fram á laugardag í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, en þau fimm sem hafa boðað framboð eru: Árni Eðvaldsson húsasmíðameistari, Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur, Ólafur Arnarson hagfræðingur, Pálmey Gísladóttir lyfjatæknir og Teitur Atlason, varaformaður samtakanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Mikil ólga er innan Neytendasamtakanna vegna formannskjörs sem fer fram um næstu helgi. Um 300 manns hafa boðað komu sínu á aðalfund samtakanna en rúmur helmingur þeirra skráði sig í samtökin á síðustu stundu. Þetta staðfesta Neytendasamtökin en á aðalfundinn í fyrra mættu um það bil hundrað manns. Samkvæmt reglum félagsins hafa allir skuldlausir félagar samtakanna kosningarétt. Síðasta fimmtudag var reglum kosninganna breytt með þeim hætti að ákveðið var að á aðalfundinum yrði posi. Það var gert til þess að þeir sem hygðust kjósa gætu greitt árgjaldið á fundinum sjálfum. Pálmey Gísladóttir, frambjóðandi til formanns Neytendasamtakanna, segir í færslu á Facebook á mánudag að hún hafi fyrst fengið fregnir af þessum reglubreytingum á mánudag. „Þetta hefur það að verkum að nú er möguleiki á því að einhver hafi skráð fjöldann allan af vinum sínum upp á þá von og óvon að viðkomandi mætti og kysi,“ segir Teitur Atlason, varaformaður samtakanna og einn af formannsframbjóðendunum. Á aðalfundi samtakanna í fyrra var hlutverki uppstillingarnefndar breytt. Áður fyrr hafði hún séð um framkvæmd kosninganna og starfað með nýkjörnum formanni við myndun stjórnar. Breytingin á hlutverki hennar hefur í för með sér að uppstillingarnefnd skilar tillögu um formannsefni og stjórn á þingi samtakanna. Niðurstaða uppstillingarnefndar var að Ólafur Arnarson, hagfræðingur og rithöfundur, væri hæfastur til þess að gegna stöðunni. Ákvörðun uppstillingarnefndar hefur verið gagnrýnd af félagsmönnum samtakanna, meðal annars vegna þess að hún þykir ekki hafa lagt mikinn metnað í hæfismatið. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að stjórnin sem kosin verði á laugardag verði að leggjast í endurbætur á lögum samtakanna. „Það liggur alveg fyrir að það eru ákveðnir agnúar á lögunum en það er alls ekki meiningin að vera með loðin lög. Það þarf til dæmis að liggja fyrir í lögunum eftir hvaða verkferlum uppstillingarnefnd starfar,“ segir Jóhannes. Aðalfundur Neytendasamtakanna fer fram á laugardag í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, en þau fimm sem hafa boðað framboð eru: Árni Eðvaldsson húsasmíðameistari, Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur, Ólafur Arnarson hagfræðingur, Pálmey Gísladóttir lyfjatæknir og Teitur Atlason, varaformaður samtakanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira