Tónlistarnám ætti að vera einn af hornsteinum menntunar Magnea Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2016 12:00 „Þegar engin orð er að finna, talar tónlistin,” sagði H. C. Andersen. „Aðeins það besta er nógu gott fyrir börnin,” mælti ungverski tónlistarfrömuðurinn Zoltán Kodály á sínum tíma. Að öllum líkindum getum við flest, ef ekki öll, verið sammála um réttmæti þess að hlúa með sem bestum hætti að mótunarskeiði þeirra sem erfa munu landið. Í því hlýtur að felast að þeim fjármunum sem varið er í uppbyggingu mannauðs sé vel varið. Kennarar leita sífellt leiða til þess að gera betur fyrir framtíð landsins, enda er það skylda þeirra. Tónlistarskólakennarar stefna að þessu sama marki. Þeir gegna því mikilvæga hlutverki að kynna nemendum sínum undraheima tónlistarinnar. Sá sem hefur fengið að kynnast þeim heimum er ríkari en ella og það verður aldrei frá honum tekið. Þeir gegna einnig því augljósa hlutverki að mennta tónlistarmenn framtíðarinnar og mikilvægi þess verður seint ofmetið. En ávinningur tónlistarnáms kann að vera víðtækari en virðist við fystu sýn. Því hefur verið haldið á lofti að tónlistarnám sé frábært tæki til þess að stuðla að auknum vitsmunaþroska, félagsþroska og tilfinningaþroska. Ávinningurinn sem hlýst af tónlistarnámi hefur yfirfærslugildi á önnur svið. Áhugasamir geta kynnt sér ótal rannsóknir sem styðja jákvæð áhrif tónlistar á nám og heilastarfsemi. Sá sem fær í veganesti gott tónlistarnám er því betur búinn undir áskoranir framtíðarinnar en ella. Verðmætasköpun í hættu Fáir efast um gildi tónlistarnáms. Hver efast um gildi þess að taka þátt í skapandi ferli, einn eða í samfélagi við aðra? Hver efast um gildi þess að undirbúa verkefni sem sameinar mörg ólík hæfnisvið, líkt og þegar nemandi tekst á við krefjandi tónsmíð? Hver efast um gildi þess að koma fram, treysta á sjálfan sig og flytja þetta verkefni frammi fyrir hvetjandi áheyrendum? Hver efast um gildi þess sjálfsaga sem tónlistarnám þjálfar? Hver efast um gildi þess að vinna með hugtök, stærðarhlutföll, tungumál á skapandi hátt í gegn um tónlistariðkun? Hver efast um gildi þess að eiga sér einka-leiðbeinanda sem vinnur á einstaklingsmiðaðan hátt? Og hver efast um gildi þess að eiga vel menntaða tónlistarmenn sem fegra heiminn með sköpun sinni? Svona mætti áfram telja, en fyrir utan það að vera snar þáttur í tilverunni sameinar tónlist hvað best alla þá hæfni sem mannshugurinn býr yfir. Tónlistarnám ætti því að vera einn af hornsteinum menntunar í hverju samfélagi. Og þá er ótalinn ávinningurinn af tónlistariðnaðinum sjálfum, sem skilar beinum hagnaði inn í þjóðarbúið. Sú verðmætasköpun er í hættu ef við ekki hlúum að tónlistarmenntun í landinu. Nú kveður við nýjan og falskan tón Tónlistarkennarar hafa nú búið við lausa kjarasamninga í bráðum heilt ár. Það veldur áhyggjum og afar brýnt er að bæta þar úr hið fyrsta. Sú var tíðin að tónlistarskólakennarar nutu sömu kjara og aðrar kennarastéttir, en nú kveður við nýjan og falskan tón. Ástæða þessa er líklega fyrst og fremst sú að tónlistarkennarar misstu úr eina samningslotu hrunárið 2008, og sátu því eftir. Nú er svo komið að ef ekki verður betur staðið að málum mun skeika um 14% í launamun á milli þeirra og annarra kennarastétta eftir þrjú ár, tónlistarskólakennurum í óhag. Telji einhverjir að kennarar séu hátt launaðir ætti að nægja að vísa í þær launatöflur sem hægt er að nálgast á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sé miðað við aðrar háskólamenntaðar stéttir má þar glögglega sjá að kennarar bera þar skarðan hlut frá borði. Kennarar almennt (ef frá eru taldir tónlistarkennarar) hafa notið ríflegra launahækkana í prósentum talið undanfarin ár. Það er þó afar brýnt að tala um raunverulegar kjarabætur, en ekki bara prósentur, því prósentur kaupa afar mismikinn mat. Enn fremur segja launahækkanir kennara undanfarin ár ekki alla söguna, þar sem kennarar hafa gjarnan þurft að „kaupa sér“ launahækkanir í skiptum fyrir aukna vinnu. Niðurstaðan er því oft á tíðum stóraukið vinnuálag fyrir lítillega bætt kjör eða, að öðrum kosti, lækkað starfshlutfall fyrir óbreytt vinnuframlag. Af framantöldu ætti það að vera augljóst réttlætismál að leiðrétta kjör tónlistarskólakennara. Engin málefnanleg rök styðja gjaldfellingu á störfum í tónlistarskólum landsins. Í upplýstu velferðarsamfélagi ætti að vera metnaðarmál okkar allra að hlúa vel að þeim stéttum sem vinna að því sem máli skiptir: menningu okkar og vexti og viðgangi þeirra sem erfa munu landið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„Þegar engin orð er að finna, talar tónlistin,” sagði H. C. Andersen. „Aðeins það besta er nógu gott fyrir börnin,” mælti ungverski tónlistarfrömuðurinn Zoltán Kodály á sínum tíma. Að öllum líkindum getum við flest, ef ekki öll, verið sammála um réttmæti þess að hlúa með sem bestum hætti að mótunarskeiði þeirra sem erfa munu landið. Í því hlýtur að felast að þeim fjármunum sem varið er í uppbyggingu mannauðs sé vel varið. Kennarar leita sífellt leiða til þess að gera betur fyrir framtíð landsins, enda er það skylda þeirra. Tónlistarskólakennarar stefna að þessu sama marki. Þeir gegna því mikilvæga hlutverki að kynna nemendum sínum undraheima tónlistarinnar. Sá sem hefur fengið að kynnast þeim heimum er ríkari en ella og það verður aldrei frá honum tekið. Þeir gegna einnig því augljósa hlutverki að mennta tónlistarmenn framtíðarinnar og mikilvægi þess verður seint ofmetið. En ávinningur tónlistarnáms kann að vera víðtækari en virðist við fystu sýn. Því hefur verið haldið á lofti að tónlistarnám sé frábært tæki til þess að stuðla að auknum vitsmunaþroska, félagsþroska og tilfinningaþroska. Ávinningurinn sem hlýst af tónlistarnámi hefur yfirfærslugildi á önnur svið. Áhugasamir geta kynnt sér ótal rannsóknir sem styðja jákvæð áhrif tónlistar á nám og heilastarfsemi. Sá sem fær í veganesti gott tónlistarnám er því betur búinn undir áskoranir framtíðarinnar en ella. Verðmætasköpun í hættu Fáir efast um gildi tónlistarnáms. Hver efast um gildi þess að taka þátt í skapandi ferli, einn eða í samfélagi við aðra? Hver efast um gildi þess að undirbúa verkefni sem sameinar mörg ólík hæfnisvið, líkt og þegar nemandi tekst á við krefjandi tónsmíð? Hver efast um gildi þess að koma fram, treysta á sjálfan sig og flytja þetta verkefni frammi fyrir hvetjandi áheyrendum? Hver efast um gildi þess sjálfsaga sem tónlistarnám þjálfar? Hver efast um gildi þess að vinna með hugtök, stærðarhlutföll, tungumál á skapandi hátt í gegn um tónlistariðkun? Hver efast um gildi þess að eiga sér einka-leiðbeinanda sem vinnur á einstaklingsmiðaðan hátt? Og hver efast um gildi þess að eiga vel menntaða tónlistarmenn sem fegra heiminn með sköpun sinni? Svona mætti áfram telja, en fyrir utan það að vera snar þáttur í tilverunni sameinar tónlist hvað best alla þá hæfni sem mannshugurinn býr yfir. Tónlistarnám ætti því að vera einn af hornsteinum menntunar í hverju samfélagi. Og þá er ótalinn ávinningurinn af tónlistariðnaðinum sjálfum, sem skilar beinum hagnaði inn í þjóðarbúið. Sú verðmætasköpun er í hættu ef við ekki hlúum að tónlistarmenntun í landinu. Nú kveður við nýjan og falskan tón Tónlistarkennarar hafa nú búið við lausa kjarasamninga í bráðum heilt ár. Það veldur áhyggjum og afar brýnt er að bæta þar úr hið fyrsta. Sú var tíðin að tónlistarskólakennarar nutu sömu kjara og aðrar kennarastéttir, en nú kveður við nýjan og falskan tón. Ástæða þessa er líklega fyrst og fremst sú að tónlistarkennarar misstu úr eina samningslotu hrunárið 2008, og sátu því eftir. Nú er svo komið að ef ekki verður betur staðið að málum mun skeika um 14% í launamun á milli þeirra og annarra kennarastétta eftir þrjú ár, tónlistarskólakennurum í óhag. Telji einhverjir að kennarar séu hátt launaðir ætti að nægja að vísa í þær launatöflur sem hægt er að nálgast á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sé miðað við aðrar háskólamenntaðar stéttir má þar glögglega sjá að kennarar bera þar skarðan hlut frá borði. Kennarar almennt (ef frá eru taldir tónlistarkennarar) hafa notið ríflegra launahækkana í prósentum talið undanfarin ár. Það er þó afar brýnt að tala um raunverulegar kjarabætur, en ekki bara prósentur, því prósentur kaupa afar mismikinn mat. Enn fremur segja launahækkanir kennara undanfarin ár ekki alla söguna, þar sem kennarar hafa gjarnan þurft að „kaupa sér“ launahækkanir í skiptum fyrir aukna vinnu. Niðurstaðan er því oft á tíðum stóraukið vinnuálag fyrir lítillega bætt kjör eða, að öðrum kosti, lækkað starfshlutfall fyrir óbreytt vinnuframlag. Af framantöldu ætti það að vera augljóst réttlætismál að leiðrétta kjör tónlistarskólakennara. Engin málefnanleg rök styðja gjaldfellingu á störfum í tónlistarskólum landsins. Í upplýstu velferðarsamfélagi ætti að vera metnaðarmál okkar allra að hlúa vel að þeim stéttum sem vinna að því sem máli skiptir: menningu okkar og vexti og viðgangi þeirra sem erfa munu landið.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar