Sendi barnsmóður sinni ítrekað hótanir: „Þú skalt fá að þjást eins og ég dag og nótt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2016 21:57 Hæstiréttur. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að taka fyrir ákærulið í ákæru á hendur manni sem gefið er að sök að hafa framið líkamsárás á þáverandi barnsmóður og eiginkonu sinni og að hafa ítrekað sent henni hótanir Áður hafði Héraðsdómur vísað frá ákæruliðnum sem sneri að hótununum. Taldi héraðsdómur að ekki lægi fyrir hvaða brot ákærða var gefið að sök að hafa hótað að fremja. Sendi maðurinn barnsmóður og þáverandi eiginkonu sinni ítrekað hótanir á tímabilinu 10. maí til 14. júní á síðasta ári með tölvupóstskeytum sem sjá má hér að neðan.Sent 10. maí: Þú skilur mig eftir í rusli til fjandans með líf þitt allt, ég held þessu áfram dag og nótt þangað til þú gengur af göflunum.Sent 10. maí: þú skalt fá að þjást eins og ég dag og nótt.Sent 29. maí: Ég skal gera líf þitt að hreinu helvíti, hrekja þig út í sjálfsmorð, bannsett druslan þín og þegar þú lætur verða af því tek ég af þér stærðarinnar mynd svo þú getir notið þess þegar þú mætir í Víti að vera merkileg persóna.Sent 29. maí: Ég er á götunni, atvinnulaus, fæ ekki að hitta strákana mína, á ekki grænan eyri þökk sé þér og þú skalt fá það borgað þótt seinna verði eða bara strax 100 %.Sent 14. júní: Frábært, haltu þér þá fast, ég ætla að gera þér lífið enn leiðara.Verjandi mannsins taldi að ákært væri fyrir ótilgreindar hótanir og féllst héraðsdómur á það. Hæstiréttur felldi hinsvegar úrskurð héraðsdóms úr gildi og taldi Hæstiréttur að Verknaðarlýsing ákæruliðararins væri skýr. Þá væri þar tilgreint hvar og hvenær brot voru talin hafa verið framin og við hvaða refsiákvæði þau vörðuðu. Því hafi formskilyrðum ákæru verið fullnægt. Lagði Hæstiréttur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að taka fyrir ákæruliðinn sem um ræðir. Maðurinn er einnig ákærður fyrir líkamsáras. Er hann ákærður fyrir að hafa kýlt barnsmóður sína og þáverandi eiginkonu með krepptum hnefa í andlitið, gripið um handleggi hennar og snúið niður í gólf og haldið henni þar ásamt því að þrýsta framhandlegg að hálsi hennar, allt með þeim afleiðingum að A hlaut yfirborðsáverka á andlit, mar á brjóstkassa og öðrum ótilgreindum hlutum framarms og yfirborðsáverka á fótlegg.Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Hæstiréttur hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að taka fyrir ákærulið í ákæru á hendur manni sem gefið er að sök að hafa framið líkamsárás á þáverandi barnsmóður og eiginkonu sinni og að hafa ítrekað sent henni hótanir Áður hafði Héraðsdómur vísað frá ákæruliðnum sem sneri að hótununum. Taldi héraðsdómur að ekki lægi fyrir hvaða brot ákærða var gefið að sök að hafa hótað að fremja. Sendi maðurinn barnsmóður og þáverandi eiginkonu sinni ítrekað hótanir á tímabilinu 10. maí til 14. júní á síðasta ári með tölvupóstskeytum sem sjá má hér að neðan.Sent 10. maí: Þú skilur mig eftir í rusli til fjandans með líf þitt allt, ég held þessu áfram dag og nótt þangað til þú gengur af göflunum.Sent 10. maí: þú skalt fá að þjást eins og ég dag og nótt.Sent 29. maí: Ég skal gera líf þitt að hreinu helvíti, hrekja þig út í sjálfsmorð, bannsett druslan þín og þegar þú lætur verða af því tek ég af þér stærðarinnar mynd svo þú getir notið þess þegar þú mætir í Víti að vera merkileg persóna.Sent 29. maí: Ég er á götunni, atvinnulaus, fæ ekki að hitta strákana mína, á ekki grænan eyri þökk sé þér og þú skalt fá það borgað þótt seinna verði eða bara strax 100 %.Sent 14. júní: Frábært, haltu þér þá fast, ég ætla að gera þér lífið enn leiðara.Verjandi mannsins taldi að ákært væri fyrir ótilgreindar hótanir og féllst héraðsdómur á það. Hæstiréttur felldi hinsvegar úrskurð héraðsdóms úr gildi og taldi Hæstiréttur að Verknaðarlýsing ákæruliðararins væri skýr. Þá væri þar tilgreint hvar og hvenær brot voru talin hafa verið framin og við hvaða refsiákvæði þau vörðuðu. Því hafi formskilyrðum ákæru verið fullnægt. Lagði Hæstiréttur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að taka fyrir ákæruliðinn sem um ræðir. Maðurinn er einnig ákærður fyrir líkamsáras. Er hann ákærður fyrir að hafa kýlt barnsmóður sína og þáverandi eiginkonu með krepptum hnefa í andlitið, gripið um handleggi hennar og snúið niður í gólf og haldið henni þar ásamt því að þrýsta framhandlegg að hálsi hennar, allt með þeim afleiðingum að A hlaut yfirborðsáverka á andlit, mar á brjóstkassa og öðrum ótilgreindum hlutum framarms og yfirborðsáverka á fótlegg.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira