Spilagleðin sameinar ólíkar tónlistarstefnur Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. desember 2016 11:00 Þau Salka, Steinunn og Magnús í Amabadama búa yfir mikilli spilagleði sem samstillir þau vel með Sinfóníuhljómsveitinni. Vísir/Ernir „Það meikar alveg sens og er mjög spennandi verkefni. Það er svo mikil spilagleði í reggí-tónlist sem að sjálfsögðu allir í sinfóníuhljómsveitinni eru með og það hlýtur að skila sér vel út í tónlistina og þaðan til áhorfenda,“ segir Salka Sól Eyfeld aðspurð hvort það virki að blanda saman sinfóníuhljómsveit og reggí-grúppu, en hún og hinir krakkarnir í hljómsveitinni Amabadama munu spila á tvennum tónleikum með SinfóníaNord – þeir fyrri fara fram í Hofi á Akureyri þann 4. febrúar og þeir seinni verða á dagskrá í Hörpu þann 24. sama mánaðar.En hvernig kom þetta verkefni upp á borð hjá ykkur? „Þorvaldur Bjarni sem sér um Sinfóníuhljómsveitina hringdi í mig í nóvember og spurði mig hvort þetta væri eitthvað sem við hefðum áhuga á því að hjá þeim væri mikill áhugi fyrir þessu. Ég eiginlega trúði ekki mínum eigin eyrum því mér finnst þetta bæði ótrúlegt tækifæri og eitthvað sem er ótrúlega spennandi að takast á við. Það er sérstaklega gaman hvað við erum ung hljómsveit og að við fáum strax svona stórt verkefni, það er mjög mikill heiður. Nöfnin okkar eru ekki enn komin upp á vegg á Hard Rock svo ég viti, en það er þá kannski bara næsta skref á ferlinum,“ segir Salka og hlær.Eruð þið byrjuð að æfa? „Við erum byrjuð að útsetja lögin af plötunni okkar Heyrðu mig nú og síðan förum við saman bráðlega að setja öll nýju lögin okkar í búning með sinfóníuhljómsveitinni. Mjög stífar æfingar byrja síðan í janúar, þannig að þá verðum við öll mjög mikið fyrir norðan að æfa.“Þið ætlið ekkert að negla nokkrum sinfóníum í reggí-útgáfur? „Jú?… við ætlum að setja níundu sinfóníu Beethovens í smá döbbútgáfu. Nei, nei, en það er samt kannski bara næsta verkefni hjá sinfóníuhljómsveitinni, sérstaklega ef þetta verður vel heppnað og vinsælt. Mögulega förum við þá bara að semja sinfóníur.“Hvað er svo á döfinni hjá ykkur krökkunum? „Magnús Geir útvarpsstjóri ætlar að leikstýra einu verki uppi í Borgarleikhúsi því að hann saknar þess svo mikið að leikstýra eftir að hann varð útvarpsstjóri. Hann bað okkur að semja tónlistina í þennan nýja farsa sem verður svo frumsýndur í mars. Svo erum við auðvitað að taka upp nýja plötu og við förum á fullt í það eftir Sinfó,“ segir Salka að lokum, en það virðist vera alveg meira en nóg að gerast hjá þeim á næsta ári. Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
„Það meikar alveg sens og er mjög spennandi verkefni. Það er svo mikil spilagleði í reggí-tónlist sem að sjálfsögðu allir í sinfóníuhljómsveitinni eru með og það hlýtur að skila sér vel út í tónlistina og þaðan til áhorfenda,“ segir Salka Sól Eyfeld aðspurð hvort það virki að blanda saman sinfóníuhljómsveit og reggí-grúppu, en hún og hinir krakkarnir í hljómsveitinni Amabadama munu spila á tvennum tónleikum með SinfóníaNord – þeir fyrri fara fram í Hofi á Akureyri þann 4. febrúar og þeir seinni verða á dagskrá í Hörpu þann 24. sama mánaðar.En hvernig kom þetta verkefni upp á borð hjá ykkur? „Þorvaldur Bjarni sem sér um Sinfóníuhljómsveitina hringdi í mig í nóvember og spurði mig hvort þetta væri eitthvað sem við hefðum áhuga á því að hjá þeim væri mikill áhugi fyrir þessu. Ég eiginlega trúði ekki mínum eigin eyrum því mér finnst þetta bæði ótrúlegt tækifæri og eitthvað sem er ótrúlega spennandi að takast á við. Það er sérstaklega gaman hvað við erum ung hljómsveit og að við fáum strax svona stórt verkefni, það er mjög mikill heiður. Nöfnin okkar eru ekki enn komin upp á vegg á Hard Rock svo ég viti, en það er þá kannski bara næsta skref á ferlinum,“ segir Salka og hlær.Eruð þið byrjuð að æfa? „Við erum byrjuð að útsetja lögin af plötunni okkar Heyrðu mig nú og síðan förum við saman bráðlega að setja öll nýju lögin okkar í búning með sinfóníuhljómsveitinni. Mjög stífar æfingar byrja síðan í janúar, þannig að þá verðum við öll mjög mikið fyrir norðan að æfa.“Þið ætlið ekkert að negla nokkrum sinfóníum í reggí-útgáfur? „Jú?… við ætlum að setja níundu sinfóníu Beethovens í smá döbbútgáfu. Nei, nei, en það er samt kannski bara næsta verkefni hjá sinfóníuhljómsveitinni, sérstaklega ef þetta verður vel heppnað og vinsælt. Mögulega förum við þá bara að semja sinfóníur.“Hvað er svo á döfinni hjá ykkur krökkunum? „Magnús Geir útvarpsstjóri ætlar að leikstýra einu verki uppi í Borgarleikhúsi því að hann saknar þess svo mikið að leikstýra eftir að hann varð útvarpsstjóri. Hann bað okkur að semja tónlistina í þennan nýja farsa sem verður svo frumsýndur í mars. Svo erum við auðvitað að taka upp nýja plötu og við förum á fullt í það eftir Sinfó,“ segir Salka að lokum, en það virðist vera alveg meira en nóg að gerast hjá þeim á næsta ári.
Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira