Raforkuflutningskerfi í línulegu reipitogi Magnús Rannver Rafnsson skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Umræða um raforkuflutningskerfi er í reiptogi þar sem andstæðar fylkingar fylkja sér á sitthvorn enda reipis og toga af öllu afli, hvor í sína áttina. Þetta endurspeglar línulega umræðu sem hefur verið ráðandi. Ekkert utan línunnar er í sjónsviði deilandi fylkinga, einungis það sem er akkúrat í þröngum línufarveginum. Öll orka fer í það að toga í andstæðar áttir. Í íslenska heiminum okkar er þetta auðvitað alls ekki furðulegt heldur regla. Mig langar að varpa örlítilli ljósglætu á mikilvægt innviðakerfi sem er í miklum ógöngum; raforkuflutningskerfið. Deilur ofan á deilur eru megineinkennið og hafa verið um alllangt skeið. Á öðrum enda reipisins er samfélagið með styrk fjöldans, venjulegt fólk sem fleygir sér í örvæntingu á annan enda reipisins og grátbiður um nýjar lausnir. Á hinum enda reipisins er fámennur hagsmunahópur sem fær styrk sinn af peningum – okkar peningum – en virðir þó á engan hátt okkar óskir. Í raun er staðan sem við horfum upp á í dag mjög alvarleg, en fullkomlega eðlileg afleiðing af þeim stjórnunarháttum sem hafa verið viðhafðir í starfsemi ríkisfyrirtækisins Landsnets og ætti ekki að koma neinum á óvart. Deilur um raforkuflutningskerfi eru fyrst og síðast afleiðing af aðferðafræði sem ekki gengur upp fyrir íslenskt samfélag í dag, aðferðafræði sem á rætur í tíma þegar kerfin voru smá í sniðum og birtust okkur í tréstaurum og sveitarómantík. Þeir tímar eru liðnir. Í dag er um að ræða stórtæka mannvirkjagerð og umhverfisáhrif hennar. Þótt rafmagnsþörf sé orsökin fyrir öllu saman, þá snúast umhverfisáhrifin sem slík ekkert um rafmagn. Enginn ræðir lengur möguleg krabbameinsvaldandi áhrif háspennulína, sú umræða var nokkuð hávær fyrir allmörgum árum síðan. Það verður að horfast í augu við þá staðreynd að það hefur mistekist að aðlaga raforkuflutningskerfin að nútímanum, þess vegna fyrst og fremst er fólk ósátt. Það skortir umhverfisvænar lausnir og það skortir hagkvæmari lausnir og úrvinnslu. Það hefur skort á hvata til nýsköpunar sem hefur hamlað tækniframförum og það skortir verulega jákvæða framtíðarsýn fyrir og í sátt við samfélagið. Afleiðingin er stöðnun. Allt eru þetta klassísk einkenni þess sem einokun og fákeppni getur af sér. Upp að vissu marki hentar það umhverfissinnum vel að Landsnet skuli í raun enn ekki hafa gert neinar sýnilegar breytingar á sinni aðferðafræði við hönnun og uppbyggingu raforkuflutningskerfisins. Það auðveldar umhverfissinnum til muna að afla stuðnings í baráttunni gegn vaxandi orkuvæðingu landsins og neikvæðum umhverfisáhrifum hennar. Landsnet gerir þessum öflum að því leytinu til mikinn greiða.Uppbygging í skjóli einokunar Að sama skapi gerir Landsnet móðurfélagi sínu, Landsvirkjun, mikinn óleik, því vinnubrögð flutningsfyrirtækisins, sem hyggur á stórtæka uppbyggingu raforkuflutningskerfisins í skjóli einokunar, eru allt annað en líkleg til sátta á þessu mikilvæga innviðasviði. Staðreyndir tala sínu máli í þeim efnum. Landsnet hefur einfaldlega í of langan tíma að of litlu leyti tekið tillit til umhverfissjónarmiða og samfélagslegra hagsmuna í sínum lausnum. Afraksturinn er sá að þetta ríkisfyrirtæki er búið að fá stóran hluta þjóðarinnar upp á móti sér, en hefur haft mörg tækifæri til þess að brjóta upp fyrirkomulagið sem unnið er eftir. Það er með engu móti hægt að sjá að þessi vinnubrögð þjóni einu sinni hagsmunaaðilum á orkusviði, hvað þá venjulegu fólki. Það er í raun athyglisvert að hagsmunaaðilar á orkusviði láti sér þetta lynda ár eftir ár. Að mínu mati er ríkisfyrirtækið Landsnet búið að stórskaða þennan iðnað, orkuiðnaðinn, og ímynd hans á tuttugustu og fyrstu öldinni. Í algleymi umræðu um endurnýjanlega orkugjafa, sem munu þrýsta verulega á stækkun flutningskerfa út um allan heim, er þetta ekki góð staða. Það væri hægt að gera svo miklu betur í þessum efnum og að vissu leyti sorglegt að horfa upp á hvernig þessi mál þróast þessi misserin og hvernig tækifærin fara forgörðum. Sátt er hvergi nærri í sjónmáli á meðan Landsnet heldur að okkur hinum hefðbundnu lausnum sínum. Á meðan fyrirtækið kemur sér undan því að bjóða upp á umhverfisvænar og jafnframt hagkvæmar lausnir, er útilokað að á komist sátt. Það er ekki hægt að tala bara um að það þurfi meiri sátt en leggja ekkert til, það þarf að gera breytingar. Og það þarf ekki bara að gera ogguponsulitlar breytingar, það þarf að gera stórtækar breytingar á mörgum sviðum þegar kemur að raforkuflutningskerfum, staðan er óviðunandi. Hvernig væri að byrja í dag? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Umræða um raforkuflutningskerfi er í reiptogi þar sem andstæðar fylkingar fylkja sér á sitthvorn enda reipis og toga af öllu afli, hvor í sína áttina. Þetta endurspeglar línulega umræðu sem hefur verið ráðandi. Ekkert utan línunnar er í sjónsviði deilandi fylkinga, einungis það sem er akkúrat í þröngum línufarveginum. Öll orka fer í það að toga í andstæðar áttir. Í íslenska heiminum okkar er þetta auðvitað alls ekki furðulegt heldur regla. Mig langar að varpa örlítilli ljósglætu á mikilvægt innviðakerfi sem er í miklum ógöngum; raforkuflutningskerfið. Deilur ofan á deilur eru megineinkennið og hafa verið um alllangt skeið. Á öðrum enda reipisins er samfélagið með styrk fjöldans, venjulegt fólk sem fleygir sér í örvæntingu á annan enda reipisins og grátbiður um nýjar lausnir. Á hinum enda reipisins er fámennur hagsmunahópur sem fær styrk sinn af peningum – okkar peningum – en virðir þó á engan hátt okkar óskir. Í raun er staðan sem við horfum upp á í dag mjög alvarleg, en fullkomlega eðlileg afleiðing af þeim stjórnunarháttum sem hafa verið viðhafðir í starfsemi ríkisfyrirtækisins Landsnets og ætti ekki að koma neinum á óvart. Deilur um raforkuflutningskerfi eru fyrst og síðast afleiðing af aðferðafræði sem ekki gengur upp fyrir íslenskt samfélag í dag, aðferðafræði sem á rætur í tíma þegar kerfin voru smá í sniðum og birtust okkur í tréstaurum og sveitarómantík. Þeir tímar eru liðnir. Í dag er um að ræða stórtæka mannvirkjagerð og umhverfisáhrif hennar. Þótt rafmagnsþörf sé orsökin fyrir öllu saman, þá snúast umhverfisáhrifin sem slík ekkert um rafmagn. Enginn ræðir lengur möguleg krabbameinsvaldandi áhrif háspennulína, sú umræða var nokkuð hávær fyrir allmörgum árum síðan. Það verður að horfast í augu við þá staðreynd að það hefur mistekist að aðlaga raforkuflutningskerfin að nútímanum, þess vegna fyrst og fremst er fólk ósátt. Það skortir umhverfisvænar lausnir og það skortir hagkvæmari lausnir og úrvinnslu. Það hefur skort á hvata til nýsköpunar sem hefur hamlað tækniframförum og það skortir verulega jákvæða framtíðarsýn fyrir og í sátt við samfélagið. Afleiðingin er stöðnun. Allt eru þetta klassísk einkenni þess sem einokun og fákeppni getur af sér. Upp að vissu marki hentar það umhverfissinnum vel að Landsnet skuli í raun enn ekki hafa gert neinar sýnilegar breytingar á sinni aðferðafræði við hönnun og uppbyggingu raforkuflutningskerfisins. Það auðveldar umhverfissinnum til muna að afla stuðnings í baráttunni gegn vaxandi orkuvæðingu landsins og neikvæðum umhverfisáhrifum hennar. Landsnet gerir þessum öflum að því leytinu til mikinn greiða.Uppbygging í skjóli einokunar Að sama skapi gerir Landsnet móðurfélagi sínu, Landsvirkjun, mikinn óleik, því vinnubrögð flutningsfyrirtækisins, sem hyggur á stórtæka uppbyggingu raforkuflutningskerfisins í skjóli einokunar, eru allt annað en líkleg til sátta á þessu mikilvæga innviðasviði. Staðreyndir tala sínu máli í þeim efnum. Landsnet hefur einfaldlega í of langan tíma að of litlu leyti tekið tillit til umhverfissjónarmiða og samfélagslegra hagsmuna í sínum lausnum. Afraksturinn er sá að þetta ríkisfyrirtæki er búið að fá stóran hluta þjóðarinnar upp á móti sér, en hefur haft mörg tækifæri til þess að brjóta upp fyrirkomulagið sem unnið er eftir. Það er með engu móti hægt að sjá að þessi vinnubrögð þjóni einu sinni hagsmunaaðilum á orkusviði, hvað þá venjulegu fólki. Það er í raun athyglisvert að hagsmunaaðilar á orkusviði láti sér þetta lynda ár eftir ár. Að mínu mati er ríkisfyrirtækið Landsnet búið að stórskaða þennan iðnað, orkuiðnaðinn, og ímynd hans á tuttugustu og fyrstu öldinni. Í algleymi umræðu um endurnýjanlega orkugjafa, sem munu þrýsta verulega á stækkun flutningskerfa út um allan heim, er þetta ekki góð staða. Það væri hægt að gera svo miklu betur í þessum efnum og að vissu leyti sorglegt að horfa upp á hvernig þessi mál þróast þessi misserin og hvernig tækifærin fara forgörðum. Sátt er hvergi nærri í sjónmáli á meðan Landsnet heldur að okkur hinum hefðbundnu lausnum sínum. Á meðan fyrirtækið kemur sér undan því að bjóða upp á umhverfisvænar og jafnframt hagkvæmar lausnir, er útilokað að á komist sátt. Það er ekki hægt að tala bara um að það þurfi meiri sátt en leggja ekkert til, það þarf að gera breytingar. Og það þarf ekki bara að gera ogguponsulitlar breytingar, það þarf að gera stórtækar breytingar á mörgum sviðum þegar kemur að raforkuflutningskerfum, staðan er óviðunandi. Hvernig væri að byrja í dag?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar