Tólfan sökuð um fjármálaóreiðu Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2016 12:35 Óskar Freyr fremstur í flokki Tólfunnar, meðan allt lék í lyndi. Nú er kominn upp alvarlegur ágreiningur sem kominn er í kæruferli. visir/vilhelm Óskar Freyr Pétursson, fyrrum meðlimur Tólfunnar, stuðningsmannafélags íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við forkólfa klúbbsins. Hann sakar stjórn félagsins um fjármálaóreiðu og efast um lögmæti starfseminnar. Hann segir Tólfuna standa í nótulausum viðskiptum og ágóðinn sé notaður til að greiða niður utanlandsferðir fyrir stjórnarmenn. Óskar Freyr segir starfsemina á dökkgráu svæði. Málið er gríðarlega viðkvæmt og óhætt að segja að þetta er ekki sá upptaktur sem stuðningsmenn landsliðsins sáu fyrir sér. Fyrir liggur kæra og vísar formaður Tólfunnar öllum ásökunum á bug. Ásakanir ganga á víxl.Velta milljónum án þess að greiða skatt„Þetta eru félagasamtök en rekin sem fyrirtæki. Ef það væri löglegt að borga 5000 krónur til að stofna félagasamtök og starta stórtækum viðskiptum sem velta milljónum, án þess að greiða skatt og nýta ágóðann til að greiða niður fyrir sig utanlandsferðir og stunda nótulaus viðskipti, þá væru að sjálfsögðu allir með slíkt frekar en eyða 140.000 í að stofna ehf og borga skatt og slíkt bull,“ segir Óskar Freyr.Í nóvember á síðasta ári greindi Vísir frá því að upp væri komið meint fjármálamisferli innan Tólfunnar. Samkvæmt heimildum Vísis var um að ræða það að meðlimir Tólfunnar áttu að hafa gengið á milli fyrirtækja, safnað styrkjum í nafni félagsins en ætlað sér féð sjálfir. Verulegir fjármunir eru undir en Benjamín Hallbjörnsson, Benni bongó, formaður Tólfunnar sagði þá að ekki væri hægt að gefa upp um hversu mikið fé um ræðir en staðfesti að málið væri til rannsóknar.Útilokaður með öllu frá starfsemi TólfunnarFriðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn staðfestir nú við Vísi að lögð hafi verið fram, í tengslum við þennan félagsskap, kæra vegna fjársvika en rannsókn er á frumstigi. „Kæran var lögð fram 1. febrúar síðastliðinn, á hendur þremur einstaklingum sem ég get eðli máls ekki nafngreint,“ segir Friðrik Smári. Þegar Vísir heyrði í Óskari Frey vegna þessa máls, kom á daginn að hann er afar ósáttur við hvernig þessi mál hafa þróast, segir sig saklausan og hafa setið uppi með Svarta-Péturinn í málinu öllu. Ásakanir sem að sér snúa séu algerlega úr lausu lofti gripnar og mjög ómaklegar. „Á síðasta ári komu fram ásakanir þess efnis að þrír menn hefðu á ólöglegan máta nýtt sér félagasamtökin Stuðningssveitin Tólfan til að afla sér fjár og nýtt það fyrir sig persónulega. Fyrir alla sem þekkja eitthvað til innan Tólfunnar, og fleiri úti í þjóðfélaginu þá er ég einn af þessum mönnum. Ég heiti Óskar og ég var viðriðin stofnun félagasamtakanna.“Óskar Freyr var áhrifamaður innan Tólfunnar og hér er hann að ganga frá einum af fjölmörgum samstarfssamningum sem hann gekkst fyrir, í þágu Tólfunar.Þegar þetta mál kom upp varð vík milli vina, Óskar Freyr segir að hann hafi verið með öllu útilokaður frá öllum spjallhópum Tólfunnar og gat þannig ekki fengið rönd við reist. Hann rekur hins vegar ítarlega í viðtali við Vísi ýmislegt sem hann telur athugavert við starfsemina.Selja miða frá KSÍ svart og sykurlaustÓskar Freyr bendir til dæmis á það sem sérkennilegt má heita sem er að Tólfan er í beinni samkeppni við Errea, sem er styrktar- og samstarfsaðili Knattspyrnusambands Íslands. „Hvergi í heiminum eru stuðningsmenn í öðrum búningum en landsliðið. Hvergi í heiminum fer stuðningsmannasveitin í samkeppni við Knattspyrnusambandið í búningasölu,“ segir Óskar Freyr og vísar á heimasíðuna Heimakaup, máli sínu til stuðnings. „Eins og sést þá er Tólfan komin með sína vörulínu. Jafnvel þó að Knattspyrnusamband Íslands hafi hent miklu fé í Tólfuna í formi frírra miða á heimaleiki landsliðsins sem Tólfan hefur selt svart og sykurlaust á kr. 4000 hvern miða á hvern leik. 70 miðar á leik. 5 leikir. Og reiknaðu nú. Og þetta er gert í nafni félagasamtaka sem hafa ekki heimild til að standa í atvinnurekstri,“ segir Óskar Freyr og spyr hvert allur þessi peningur fari: „Var eini tilgangur ásakana þeirra að beina athyglinni frá þeirra eigin fjármálamisferli?“ Óskar Freyr segir Tólfuna selja vinum sínum og svo vinum þeirra miðana sem þeir fá frá KSÍ.Meðan allt lék í lyndi. Óskar með Benna bongó og Jóhanni D. Bianco aka Joe Drummer.„Þeir seldu þá miða á 4000 krónur og ef þú margfaldar það með 70 þá er það má áætla að úr fimm heimaleikjum komu rúmlega kr. 1.400.000 inn þar sem er enginn kostnaður, bara nótulaus innkoma greidd með reiðufé.“Gírugir stjórnarmennLjóst er að Óskar Freyr telur sig grátt leikinn af núverandi stjórn Tólfunnar. En hann var mjög virkur í Tólfunni í upphafi. Hann var auglýsingasölumaður og gerþekkir því til á þeim slóðum. Hann stóð til dæmis fyrir samstarfssamningi við Henson, samstarfssamningi við Gaman Ferðir, Vífilfell, sótti styrki fyrir félagið frá Nóa Síríus fyrir 40 fermetra fána, gekk frá styrktarsamningi við Merkismenn sem gaf Tólfunni fánann sem er notaður í fronti skrúðgangna þeirra ... „og ég útvegaði styrki í formi bjórs og gjafa fyrir fyrsta skemmtikvöld Tólfunnar en það var haldið með það að markiði að safna fé til að standa undir kostnaði við trommu, fána og kúabjöllukaup. Svarið markmið samtakanna var að afla aðeins nægu fé til þess að standa undir þekktum, og óvæntum kostnaði sem gæti komið upp. Enginn mátti græða á því að vera í Stuðningssveitin Tólfan.“Mikið reiðufé farið um hendur stjórnarÓskar Freyr segir að þegar stuðningur til handa Tólfunni, fyrir hans tilstilli, tók að berast urðu ýmsir stjórnarmenn gírugir og töldu að þeir ættu sökum stöðu sinnar að ferðast frítt. Og seinna fóru þeir að krefjast þess að greiðslur kæmu eingöngu í formi reiðufés. „Þeir seldu um 200 stykki, að þeirra eigin sögn, Tólfu-treyjur á leikdögum og fengu greitt með seðlum. Allar nælur og bjórglös voru greiddar með reiðufé. Tólfu-treyjan kostaði 7000 krónur en með nýrri fatalínu kostar slík treyja um tíu þúsund krónur. Bjórglas 1500 krónur, næla 500 krónur og svo framvegis. Augljóst er að mikið reiðufé hefur farið um hendur þessara manna,“ segir Óskar Freyr. Hann nefnir meðal annars sem dæmi ferð til Tékklands á landsleik sem haldinn var þar 2014, en þá munu núverandi stjórnarmenn mikinn sumir hverjir og kröfðust þess að fá ferðina greidda úr sjóðum Tólfunnar. Eins og áður segir vísar Benjamín Hallbjörnsson, Benni bongó, öllum ásökunum Óskars Freys, þeim sem Vísir bar undir hann, alfarið á bug. Hann segist helst hefði kosið að þurfa ekki að taka þessa umræðu nú þegar EM stendur fyrir dyrum en ekki veri komist hjá því að svara. Kæran sem lögð var fram var örþrifaráð til að reyna að lægja óróaöldur, og var sú ákvörðun ekki auðveld.Vísar ásökunum um fjársvikastarfsemi á bugBenni segir reyndar rétt að þetta hafi verið lagt upp þannig að stjórnarmenn og duglegar Tólfur fengju að einhverju leyti niðurgreiddar ferðir á landsleiki. En, mikið af þeim ásökunum sem Óskar Freyr setur fram snúa að honum sjálfum. Þeir fjármunir sem safnast hafa í gegnum tíðina hafi allir verið notaðir í starfsemina, svo sem í kaup á fánum, lúðrum, trommur, bjöllur, kjuðar, mótorhjól í skrúðgöngu, andlitsmálun, hljómsveitir og öðru slíku sem fylgir því að vera stuðningsmenn landsliðsins – auk þess sem Tólfan hafi styrkt barnaspítala Hringsins á stundum.Benni bongó ásamt landsliðsfyrirliðanum. Hann vísar ásökunum Óskars Freys til föðurhúsanna og hafnar því alfarið að einhver svikastarfsemi þrífist innan Tólfunnar.„Ég hafna því alfarið að hér sé einhver fjármálaóreiða. Ég kann ekki einu sinni að svindla út peninga. Við erum ekkert í því. Þetta snýst um að styðja fótboltalandsliðið. Það eru Óskar Freyr og hans fylgifiskar sem komu með vesen.“Reynt að hafa búningana ódýraVarðandi það að Tólfan sé í samkeppni við KSÍ segir Benni það alfarið úr lausu lofti gripið. Tólfan sé sjálfstætt fyrirbæri og njóti engrar fyrirgreiðslu frá KSÍ. Þannig verði það að vera því komi eitthvað uppá þá sé ekki forsvaranlegt að KSÍ blandist í þau mál. „Við getum ekki verið tengdir KSÍ.“ Og Benni heldur áfram: „Treyjusalan var upphaflega hugsuð þannig að við vildum halda verðinu niðri. Hún er ekki í samkeppni við KSÍ og við hvetjum alla til að fá sér landsliðsbúning. En, við vildum reyna að halda verðinu niðri, þannig að fólk hefði efni á búningi og að við værum blá á vellinum. Þetta er ekki eins og við séum að svíkja einhverjar milljónir út úr þessu. Þetta er ofboðslega leiðinlegt,“ segir Benni.Vanvirðing og móðgun við TólfunaÞá segir formaður Tólfunnar það beinlínis lygi að félagsskapurinn hafi fengið fría miða sem Tólfan hafi svo áframselt. „KSÍ hefur aldrei styrkt Tólfuna neitt fjárhagslega. Eina sem KSÍ hefur gert fyrir okkur að því leytinu til er að við höfum fengið ódýrari miða frá þeim. Sem hefur skilað sér beint til stuðningsmanna. Þau skipti eru í heildina fá. Söluandvirði þeirra miða hefur runnið beint aftur til KSÍ og oftast kom starfsmaður frá KSÍ með posa með okkur. Að þetta sé gróðastarfsemi er vanvirðing og móðgun við Tólfuna og Styrmi Gíslason stofnanda hennar – sem við vísum beint til föðurhúsanna.“ Benni segir að Tólfan hafi verið að vanda sig og hafi verið að skoða sín mál. Ársreikningar eru lagðir fram á aðalfundum. „Mér finnst mjög leiðinlegt að menn skuli vera að reyna að eyðileggja það. Óskar Freyr veit ekkert allt, eins og hann telur sig gera.“ Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Óskar Freyr Pétursson, fyrrum meðlimur Tólfunnar, stuðningsmannafélags íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við forkólfa klúbbsins. Hann sakar stjórn félagsins um fjármálaóreiðu og efast um lögmæti starfseminnar. Hann segir Tólfuna standa í nótulausum viðskiptum og ágóðinn sé notaður til að greiða niður utanlandsferðir fyrir stjórnarmenn. Óskar Freyr segir starfsemina á dökkgráu svæði. Málið er gríðarlega viðkvæmt og óhætt að segja að þetta er ekki sá upptaktur sem stuðningsmenn landsliðsins sáu fyrir sér. Fyrir liggur kæra og vísar formaður Tólfunnar öllum ásökunum á bug. Ásakanir ganga á víxl.Velta milljónum án þess að greiða skatt„Þetta eru félagasamtök en rekin sem fyrirtæki. Ef það væri löglegt að borga 5000 krónur til að stofna félagasamtök og starta stórtækum viðskiptum sem velta milljónum, án þess að greiða skatt og nýta ágóðann til að greiða niður fyrir sig utanlandsferðir og stunda nótulaus viðskipti, þá væru að sjálfsögðu allir með slíkt frekar en eyða 140.000 í að stofna ehf og borga skatt og slíkt bull,“ segir Óskar Freyr.Í nóvember á síðasta ári greindi Vísir frá því að upp væri komið meint fjármálamisferli innan Tólfunnar. Samkvæmt heimildum Vísis var um að ræða það að meðlimir Tólfunnar áttu að hafa gengið á milli fyrirtækja, safnað styrkjum í nafni félagsins en ætlað sér féð sjálfir. Verulegir fjármunir eru undir en Benjamín Hallbjörnsson, Benni bongó, formaður Tólfunnar sagði þá að ekki væri hægt að gefa upp um hversu mikið fé um ræðir en staðfesti að málið væri til rannsóknar.Útilokaður með öllu frá starfsemi TólfunnarFriðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn staðfestir nú við Vísi að lögð hafi verið fram, í tengslum við þennan félagsskap, kæra vegna fjársvika en rannsókn er á frumstigi. „Kæran var lögð fram 1. febrúar síðastliðinn, á hendur þremur einstaklingum sem ég get eðli máls ekki nafngreint,“ segir Friðrik Smári. Þegar Vísir heyrði í Óskari Frey vegna þessa máls, kom á daginn að hann er afar ósáttur við hvernig þessi mál hafa þróast, segir sig saklausan og hafa setið uppi með Svarta-Péturinn í málinu öllu. Ásakanir sem að sér snúa séu algerlega úr lausu lofti gripnar og mjög ómaklegar. „Á síðasta ári komu fram ásakanir þess efnis að þrír menn hefðu á ólöglegan máta nýtt sér félagasamtökin Stuðningssveitin Tólfan til að afla sér fjár og nýtt það fyrir sig persónulega. Fyrir alla sem þekkja eitthvað til innan Tólfunnar, og fleiri úti í þjóðfélaginu þá er ég einn af þessum mönnum. Ég heiti Óskar og ég var viðriðin stofnun félagasamtakanna.“Óskar Freyr var áhrifamaður innan Tólfunnar og hér er hann að ganga frá einum af fjölmörgum samstarfssamningum sem hann gekkst fyrir, í þágu Tólfunar.Þegar þetta mál kom upp varð vík milli vina, Óskar Freyr segir að hann hafi verið með öllu útilokaður frá öllum spjallhópum Tólfunnar og gat þannig ekki fengið rönd við reist. Hann rekur hins vegar ítarlega í viðtali við Vísi ýmislegt sem hann telur athugavert við starfsemina.Selja miða frá KSÍ svart og sykurlaustÓskar Freyr bendir til dæmis á það sem sérkennilegt má heita sem er að Tólfan er í beinni samkeppni við Errea, sem er styrktar- og samstarfsaðili Knattspyrnusambands Íslands. „Hvergi í heiminum eru stuðningsmenn í öðrum búningum en landsliðið. Hvergi í heiminum fer stuðningsmannasveitin í samkeppni við Knattspyrnusambandið í búningasölu,“ segir Óskar Freyr og vísar á heimasíðuna Heimakaup, máli sínu til stuðnings. „Eins og sést þá er Tólfan komin með sína vörulínu. Jafnvel þó að Knattspyrnusamband Íslands hafi hent miklu fé í Tólfuna í formi frírra miða á heimaleiki landsliðsins sem Tólfan hefur selt svart og sykurlaust á kr. 4000 hvern miða á hvern leik. 70 miðar á leik. 5 leikir. Og reiknaðu nú. Og þetta er gert í nafni félagasamtaka sem hafa ekki heimild til að standa í atvinnurekstri,“ segir Óskar Freyr og spyr hvert allur þessi peningur fari: „Var eini tilgangur ásakana þeirra að beina athyglinni frá þeirra eigin fjármálamisferli?“ Óskar Freyr segir Tólfuna selja vinum sínum og svo vinum þeirra miðana sem þeir fá frá KSÍ.Meðan allt lék í lyndi. Óskar með Benna bongó og Jóhanni D. Bianco aka Joe Drummer.„Þeir seldu þá miða á 4000 krónur og ef þú margfaldar það með 70 þá er það má áætla að úr fimm heimaleikjum komu rúmlega kr. 1.400.000 inn þar sem er enginn kostnaður, bara nótulaus innkoma greidd með reiðufé.“Gírugir stjórnarmennLjóst er að Óskar Freyr telur sig grátt leikinn af núverandi stjórn Tólfunnar. En hann var mjög virkur í Tólfunni í upphafi. Hann var auglýsingasölumaður og gerþekkir því til á þeim slóðum. Hann stóð til dæmis fyrir samstarfssamningi við Henson, samstarfssamningi við Gaman Ferðir, Vífilfell, sótti styrki fyrir félagið frá Nóa Síríus fyrir 40 fermetra fána, gekk frá styrktarsamningi við Merkismenn sem gaf Tólfunni fánann sem er notaður í fronti skrúðgangna þeirra ... „og ég útvegaði styrki í formi bjórs og gjafa fyrir fyrsta skemmtikvöld Tólfunnar en það var haldið með það að markiði að safna fé til að standa undir kostnaði við trommu, fána og kúabjöllukaup. Svarið markmið samtakanna var að afla aðeins nægu fé til þess að standa undir þekktum, og óvæntum kostnaði sem gæti komið upp. Enginn mátti græða á því að vera í Stuðningssveitin Tólfan.“Mikið reiðufé farið um hendur stjórnarÓskar Freyr segir að þegar stuðningur til handa Tólfunni, fyrir hans tilstilli, tók að berast urðu ýmsir stjórnarmenn gírugir og töldu að þeir ættu sökum stöðu sinnar að ferðast frítt. Og seinna fóru þeir að krefjast þess að greiðslur kæmu eingöngu í formi reiðufés. „Þeir seldu um 200 stykki, að þeirra eigin sögn, Tólfu-treyjur á leikdögum og fengu greitt með seðlum. Allar nælur og bjórglös voru greiddar með reiðufé. Tólfu-treyjan kostaði 7000 krónur en með nýrri fatalínu kostar slík treyja um tíu þúsund krónur. Bjórglas 1500 krónur, næla 500 krónur og svo framvegis. Augljóst er að mikið reiðufé hefur farið um hendur þessara manna,“ segir Óskar Freyr. Hann nefnir meðal annars sem dæmi ferð til Tékklands á landsleik sem haldinn var þar 2014, en þá munu núverandi stjórnarmenn mikinn sumir hverjir og kröfðust þess að fá ferðina greidda úr sjóðum Tólfunnar. Eins og áður segir vísar Benjamín Hallbjörnsson, Benni bongó, öllum ásökunum Óskars Freys, þeim sem Vísir bar undir hann, alfarið á bug. Hann segist helst hefði kosið að þurfa ekki að taka þessa umræðu nú þegar EM stendur fyrir dyrum en ekki veri komist hjá því að svara. Kæran sem lögð var fram var örþrifaráð til að reyna að lægja óróaöldur, og var sú ákvörðun ekki auðveld.Vísar ásökunum um fjársvikastarfsemi á bugBenni segir reyndar rétt að þetta hafi verið lagt upp þannig að stjórnarmenn og duglegar Tólfur fengju að einhverju leyti niðurgreiddar ferðir á landsleiki. En, mikið af þeim ásökunum sem Óskar Freyr setur fram snúa að honum sjálfum. Þeir fjármunir sem safnast hafa í gegnum tíðina hafi allir verið notaðir í starfsemina, svo sem í kaup á fánum, lúðrum, trommur, bjöllur, kjuðar, mótorhjól í skrúðgöngu, andlitsmálun, hljómsveitir og öðru slíku sem fylgir því að vera stuðningsmenn landsliðsins – auk þess sem Tólfan hafi styrkt barnaspítala Hringsins á stundum.Benni bongó ásamt landsliðsfyrirliðanum. Hann vísar ásökunum Óskars Freys til föðurhúsanna og hafnar því alfarið að einhver svikastarfsemi þrífist innan Tólfunnar.„Ég hafna því alfarið að hér sé einhver fjármálaóreiða. Ég kann ekki einu sinni að svindla út peninga. Við erum ekkert í því. Þetta snýst um að styðja fótboltalandsliðið. Það eru Óskar Freyr og hans fylgifiskar sem komu með vesen.“Reynt að hafa búningana ódýraVarðandi það að Tólfan sé í samkeppni við KSÍ segir Benni það alfarið úr lausu lofti gripið. Tólfan sé sjálfstætt fyrirbæri og njóti engrar fyrirgreiðslu frá KSÍ. Þannig verði það að vera því komi eitthvað uppá þá sé ekki forsvaranlegt að KSÍ blandist í þau mál. „Við getum ekki verið tengdir KSÍ.“ Og Benni heldur áfram: „Treyjusalan var upphaflega hugsuð þannig að við vildum halda verðinu niðri. Hún er ekki í samkeppni við KSÍ og við hvetjum alla til að fá sér landsliðsbúning. En, við vildum reyna að halda verðinu niðri, þannig að fólk hefði efni á búningi og að við værum blá á vellinum. Þetta er ekki eins og við séum að svíkja einhverjar milljónir út úr þessu. Þetta er ofboðslega leiðinlegt,“ segir Benni.Vanvirðing og móðgun við TólfunaÞá segir formaður Tólfunnar það beinlínis lygi að félagsskapurinn hafi fengið fría miða sem Tólfan hafi svo áframselt. „KSÍ hefur aldrei styrkt Tólfuna neitt fjárhagslega. Eina sem KSÍ hefur gert fyrir okkur að því leytinu til er að við höfum fengið ódýrari miða frá þeim. Sem hefur skilað sér beint til stuðningsmanna. Þau skipti eru í heildina fá. Söluandvirði þeirra miða hefur runnið beint aftur til KSÍ og oftast kom starfsmaður frá KSÍ með posa með okkur. Að þetta sé gróðastarfsemi er vanvirðing og móðgun við Tólfuna og Styrmi Gíslason stofnanda hennar – sem við vísum beint til föðurhúsanna.“ Benni segir að Tólfan hafi verið að vanda sig og hafi verið að skoða sín mál. Ársreikningar eru lagðir fram á aðalfundum. „Mér finnst mjög leiðinlegt að menn skuli vera að reyna að eyðileggja það. Óskar Freyr veit ekkert allt, eins og hann telur sig gera.“
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira