Fjármögnun kennslu heilbrigðisstétta þarf að bæta til muna Páll Óli Ólason skrifar 13. maí 2016 09:00 Rúmlega 13.000 stúdentar stunda nám við Háskóla Íslands. Háskólanum er skipt niður í 5 svið og er eitt þeirra Heilbrigðisvísindasvið. Innan þess eru 6 deildir með alls 2.155 nemum. Það hefur sérstöðu hvað hin sviðin varðar þar sem stór hluti náms innan þess er kenndur inni á hinum mismunandi heilbrigðisstofnunum landsins. Sú heilbrigðisstofnun sem tekur við flestum nemum er Landspítalinn en einnig stunda nemar verknám á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkrahúsinu á Akureyri, svo dæmi séu tekin. Orð fá því varla lýst hversu mikilvægt það er fyrir nema sviðsins að komast í verknám inni á þessum stöðum. Sú reynsla og þau námstækifæri sem nemar fá í vinnu á stöðunum gera það að verkum að þeir eru mun betur undirbúnir þegar kemur að því að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Landspítalinn er háskólasjúkrahús. Í því felst að hann er skyldugur til að veita nemum sem stunda nám í heilbrigðisvísindagreinum aðstöðu og tækifæri til verklegrar kennslu. Þannig hefur Landspítalinn gert samning við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Fjölbrautaskólana við Ármúla og í Breiðholti um að annast þessa kennslu. Á hverju ári stunda því að jafnaði rúmlega 1.500 nemar sitt verknám á Landspítalanum. Flestir þeirra koma frá Háskóla Íslands og eru lækna- og hjúkrunarfræðinemar stærsti hópurinn en einnig koma þar við nemar úr öðrum greinum, s.s. ljósmóðurfræði, lyfjafræði, sjúkraþjálfun, tannlæknisfræði, sálfræði, félagsráðgjöf, næringar-, lífeinda- og geislafræði. Samkvæmt samningi, sem fyrst var undirritaður árið 2006 og framlengdur til 5 ára í desember 2012, milli forstjóra Landspítalans og rektors Háskóla Íslands er kennsla hluti af starfi allra klínískra starfsmanna háskólaspítala. Í fjárlögum til spítalans er því fé ekki eyrnamerkt kennslu heldur flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ hans. Það er þekkt staðreynd að spítalinn er fjársveltur eins og Háskólinn. Einnig er það þekkt að þeir sem sinna kennslu fá ekki greitt sérstaklega fyrir hana þar sem hún er innifalin í þeirra starfslýsingu. Það veldur því að margir sinna kennslu launalaust. Þetta kemur niður á náminu því eins og gefur að skila er erfitt að sjá hag sinn í að sinna launalausri vinnu, sérstaklega ef tekið er tillit til núverandi ástands heilbrigðiskerfisins. Þetta staðfestir könnun sem Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs lagði fyrir nema í verknámi á Landspítala síðastliðið haust. Í henni var aðeins fjórðungur sammála þeirri fullyrðingu að kennarar hefðu nægan tíma til að sinna verklegri kennslu. Flestir kennarar eru þó boðnir og búnir til að veita nemum ráðgjöf og kennslu. Fyrir það eiga þeir hrós skilið. Á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa um 200 nemar af Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands við verknám á hverju ári. Eru þetta, líkt og á Landspítalanum, mestmegnis nemar í læknis- og hjúkrunarfræði. Eins og á Landspítalanum flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ Heilsugæslunnar. Niðurstaðan er sú sama; kennsla er verulega undirfjármögnuð. Eitt af skilyrðum verklegrar kennslu á sviðinu er að ríkið geri ráð fyrir þeim fjármunum sem þarf til að halda uppi kennslu í fjárlögum til heilbrigðisstofnana. Réttast væri að eyrnamerkja í fjárlögum hversu mikið fjármagn á að fara til kennslu á heilbrigðisstofnunum. Slíkt myndi eyða óvissu um hlut hverrar stofnunar í fjármögnun á kennslu sem og gera það að verkum að þeir sem sinna kennslu fái greitt fyrir það. Eins er rétt að nefna það hér að þrátt fyrir að nám á Heilbrigðisvísindasviði sé í dýrari reikniflokki en nám á öðrum sviðum HÍ er námið gríðarlega undirfjármagnað borið saman við nágrannalönd okkar. Á þetta við um allar námsgreinar sviðsins. Eigi nemendur í heilbrigðisvísindum að koma vel þjálfaðir út úr námi á Íslandi hlýtur það að vera lágmarkskrafa að fjármagna kennslu þeirra við Háskóla Íslands.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00 Hvað græðum við eiginlega á hugvísindum? 11. maí 2016 09:00 Hvernig væri skóli án kennara? 12. maí 2016 09:00 Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Rúmlega 13.000 stúdentar stunda nám við Háskóla Íslands. Háskólanum er skipt niður í 5 svið og er eitt þeirra Heilbrigðisvísindasvið. Innan þess eru 6 deildir með alls 2.155 nemum. Það hefur sérstöðu hvað hin sviðin varðar þar sem stór hluti náms innan þess er kenndur inni á hinum mismunandi heilbrigðisstofnunum landsins. Sú heilbrigðisstofnun sem tekur við flestum nemum er Landspítalinn en einnig stunda nemar verknám á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkrahúsinu á Akureyri, svo dæmi séu tekin. Orð fá því varla lýst hversu mikilvægt það er fyrir nema sviðsins að komast í verknám inni á þessum stöðum. Sú reynsla og þau námstækifæri sem nemar fá í vinnu á stöðunum gera það að verkum að þeir eru mun betur undirbúnir þegar kemur að því að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Landspítalinn er háskólasjúkrahús. Í því felst að hann er skyldugur til að veita nemum sem stunda nám í heilbrigðisvísindagreinum aðstöðu og tækifæri til verklegrar kennslu. Þannig hefur Landspítalinn gert samning við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Fjölbrautaskólana við Ármúla og í Breiðholti um að annast þessa kennslu. Á hverju ári stunda því að jafnaði rúmlega 1.500 nemar sitt verknám á Landspítalanum. Flestir þeirra koma frá Háskóla Íslands og eru lækna- og hjúkrunarfræðinemar stærsti hópurinn en einnig koma þar við nemar úr öðrum greinum, s.s. ljósmóðurfræði, lyfjafræði, sjúkraþjálfun, tannlæknisfræði, sálfræði, félagsráðgjöf, næringar-, lífeinda- og geislafræði. Samkvæmt samningi, sem fyrst var undirritaður árið 2006 og framlengdur til 5 ára í desember 2012, milli forstjóra Landspítalans og rektors Háskóla Íslands er kennsla hluti af starfi allra klínískra starfsmanna háskólaspítala. Í fjárlögum til spítalans er því fé ekki eyrnamerkt kennslu heldur flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ hans. Það er þekkt staðreynd að spítalinn er fjársveltur eins og Háskólinn. Einnig er það þekkt að þeir sem sinna kennslu fá ekki greitt sérstaklega fyrir hana þar sem hún er innifalin í þeirra starfslýsingu. Það veldur því að margir sinna kennslu launalaust. Þetta kemur niður á náminu því eins og gefur að skila er erfitt að sjá hag sinn í að sinna launalausri vinnu, sérstaklega ef tekið er tillit til núverandi ástands heilbrigðiskerfisins. Þetta staðfestir könnun sem Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs lagði fyrir nema í verknámi á Landspítala síðastliðið haust. Í henni var aðeins fjórðungur sammála þeirri fullyrðingu að kennarar hefðu nægan tíma til að sinna verklegri kennslu. Flestir kennarar eru þó boðnir og búnir til að veita nemum ráðgjöf og kennslu. Fyrir það eiga þeir hrós skilið. Á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa um 200 nemar af Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands við verknám á hverju ári. Eru þetta, líkt og á Landspítalanum, mestmegnis nemar í læknis- og hjúkrunarfræði. Eins og á Landspítalanum flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ Heilsugæslunnar. Niðurstaðan er sú sama; kennsla er verulega undirfjármögnuð. Eitt af skilyrðum verklegrar kennslu á sviðinu er að ríkið geri ráð fyrir þeim fjármunum sem þarf til að halda uppi kennslu í fjárlögum til heilbrigðisstofnana. Réttast væri að eyrnamerkja í fjárlögum hversu mikið fjármagn á að fara til kennslu á heilbrigðisstofnunum. Slíkt myndi eyða óvissu um hlut hverrar stofnunar í fjármögnun á kennslu sem og gera það að verkum að þeir sem sinna kennslu fái greitt fyrir það. Eins er rétt að nefna það hér að þrátt fyrir að nám á Heilbrigðisvísindasviði sé í dýrari reikniflokki en nám á öðrum sviðum HÍ er námið gríðarlega undirfjármagnað borið saman við nágrannalönd okkar. Á þetta við um allar námsgreinar sviðsins. Eigi nemendur í heilbrigðisvísindum að koma vel þjálfaðir út úr námi á Íslandi hlýtur það að vera lágmarkskrafa að fjármagna kennslu þeirra við Háskóla Íslands.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun