Getur maður orðið háður því að "snúsa?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2016 12:08 Margir nota vekjaraklukkuna í símanum til að snúsa. vísir/getty Margir kannast eflaust við það að „snúsa“ í morgunsárið og fresta því þannig að fara á fætur en þegar maður „snúsar“ slekkur maður á vekjaraklukkunni í nokkrar mínútur en klukkan hringir svo aftur. Margir nota vekjaraklukkuna í símanum og er hægt að gera þetta misoft eftir símum en einnig er hægt að snúsa á nýlegum vekjaraklukkum. Blaðamaðurinn sem þetta ritar er grimmur snúsari og lék forvitni á að vita, ekki síst í tilefni af alþjóðlega svefndeginum sem er í dag, hvort að hægt sé að verða háður snúsinu. Erla Björnsdóttir, doktor í líf-og læknavísindum og varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknarfélags, segir að þær rannsóknir sem hafi verið gerðar á snúsi sýni að það sé ekki neitt sérstaklega hollt fyrir okkur. „Þegar við erum að snúsa þá erum við að vakna og erum í raun og veru að senda líkamanum þau skilaboð að nú eigi hann að vakna og svo sofnum við aftur en þá getum við fallið inn í djúpan svefn. Það er yfirleitt það svefnstig sem við förum fljótt inn í þegar við sofnum þannig að næst þegar klukkan hringir tíu mínútum seinna þá erum við jafnvel að vakna upp af dýpri svefni heldur en við vorum að vakna af fyrst og erum jafnvel þreyttari þannig að það er erfiðara að fara á fætur. Flestir vísindamenn mæla því gegn að snúsa,“ segir Erla.Erla Björnsdóttirvísir/gvaSpurning hvaða áhrif það hefur á okkur að sofa með snjallsímann í seilingarfjarlægð Varðandi það hvort maður geti hreinlega orðið háður því að snúsa segir Erla að við séum auðvitað mjög fljótt að koma okkur í rútínu og venjast því sem við gerum á hverjum degi. „Þannig að ef þetta er eitthvað sem við gerum alltaf þá er þetta það sem líkaminn er farinn að búast við. Ef við þurfum að vakna klukkan sjö þá myndum við stilla klukkuna á hálfsjö til að við hefðum þennan langa aðdraganda að því að vakna. Svo er þetta samt líka spurning með snjallsímann og hvaða áhrif það hefur á okkur að vera að sofa með hann í seilingarfjarlægð frá okkur. Það er eitthvað sem er jafnvel talið vera skaðlegt út af þessum bylgjum sem hann er að senda frá sér,“ segir Erla en bætir við að það sé erfitt að svara spurningunni um það hvort að það sé skaðlegt fyrir mann að snúsa. „Ef þú sefur vel og þetta er ekkert að trufla þig, þú nærð að vakna ágætlega eftir þennan hálftíma, þá er það allt í lagi. Ef þú værir hins vegar að glíma við einhver svefnvandamál þá er þetta eitthvað sem maður myndi vilja skoða.“ Eins og áður segir er alþjóðlegur dagur svefnsins í dag en markmið dagsins í ár er að minna á að það að sofa illa og vera sífellt syfjaður á daginn er ekki eðlilegt ástand. Flestir geta lært að sofa vel en inni á vefsíðu Hins íslenska svefnrannsóknarfélags er hægt að taka stutt próf sem gerir fólki kleift að kanna hvort það sé að sofa nóg og hvort það þjáist af of mikilli dagsyfju. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Margir kannast eflaust við það að „snúsa“ í morgunsárið og fresta því þannig að fara á fætur en þegar maður „snúsar“ slekkur maður á vekjaraklukkunni í nokkrar mínútur en klukkan hringir svo aftur. Margir nota vekjaraklukkuna í símanum og er hægt að gera þetta misoft eftir símum en einnig er hægt að snúsa á nýlegum vekjaraklukkum. Blaðamaðurinn sem þetta ritar er grimmur snúsari og lék forvitni á að vita, ekki síst í tilefni af alþjóðlega svefndeginum sem er í dag, hvort að hægt sé að verða háður snúsinu. Erla Björnsdóttir, doktor í líf-og læknavísindum og varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknarfélags, segir að þær rannsóknir sem hafi verið gerðar á snúsi sýni að það sé ekki neitt sérstaklega hollt fyrir okkur. „Þegar við erum að snúsa þá erum við að vakna og erum í raun og veru að senda líkamanum þau skilaboð að nú eigi hann að vakna og svo sofnum við aftur en þá getum við fallið inn í djúpan svefn. Það er yfirleitt það svefnstig sem við förum fljótt inn í þegar við sofnum þannig að næst þegar klukkan hringir tíu mínútum seinna þá erum við jafnvel að vakna upp af dýpri svefni heldur en við vorum að vakna af fyrst og erum jafnvel þreyttari þannig að það er erfiðara að fara á fætur. Flestir vísindamenn mæla því gegn að snúsa,“ segir Erla.Erla Björnsdóttirvísir/gvaSpurning hvaða áhrif það hefur á okkur að sofa með snjallsímann í seilingarfjarlægð Varðandi það hvort maður geti hreinlega orðið háður því að snúsa segir Erla að við séum auðvitað mjög fljótt að koma okkur í rútínu og venjast því sem við gerum á hverjum degi. „Þannig að ef þetta er eitthvað sem við gerum alltaf þá er þetta það sem líkaminn er farinn að búast við. Ef við þurfum að vakna klukkan sjö þá myndum við stilla klukkuna á hálfsjö til að við hefðum þennan langa aðdraganda að því að vakna. Svo er þetta samt líka spurning með snjallsímann og hvaða áhrif það hefur á okkur að vera að sofa með hann í seilingarfjarlægð frá okkur. Það er eitthvað sem er jafnvel talið vera skaðlegt út af þessum bylgjum sem hann er að senda frá sér,“ segir Erla en bætir við að það sé erfitt að svara spurningunni um það hvort að það sé skaðlegt fyrir mann að snúsa. „Ef þú sefur vel og þetta er ekkert að trufla þig, þú nærð að vakna ágætlega eftir þennan hálftíma, þá er það allt í lagi. Ef þú værir hins vegar að glíma við einhver svefnvandamál þá er þetta eitthvað sem maður myndi vilja skoða.“ Eins og áður segir er alþjóðlegur dagur svefnsins í dag en markmið dagsins í ár er að minna á að það að sofa illa og vera sífellt syfjaður á daginn er ekki eðlilegt ástand. Flestir geta lært að sofa vel en inni á vefsíðu Hins íslenska svefnrannsóknarfélags er hægt að taka stutt próf sem gerir fólki kleift að kanna hvort það sé að sofa nóg og hvort það þjáist af of mikilli dagsyfju.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira