Skiptar skoðanir á banni við stofnun félaga í skattaskjólum Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. apríl 2016 06:00 Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri mættu á nefndarfund hjá efnahags- og viðskiptanefnd í gær. Fréttablaðið/Ernir „Við erum jákvæð á að slíkt sé skoðað. Þetta hefur verið nauðsynleg og góð umræða síðustu daga um þessi mál,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, spurður út í þá hugmynd þingmannsins Frosta Sigurjónssonar að banna Íslendingum að eiga fyrirtæki í svokölluðum skattaskjólum.Guðjón Rúnarsson, formann samtaka fjármálafyrirtækja.. Official mynd má notaGuðjón segir að margt hafi áunnist undanfarin ár. Til dæmis hafi verið unninn samræmdur upplýsingaskiptastaðall um skattaskil. Samtök fjármálafyrirtækja hafi komið að þeirri vinnu með stjórnvöldum. „Það er kannski bara eðlilegt framhald að skoða hvort ástæða sé til að stíga skrefinu lengra.“ Hann segir að hið sama eigi við um hugmyndir um að banna ráðgjöf við þá sem vilja stofna félög eða reikninga í lágskattaríkjum. Bendir hann á að í dag veiti bankarnir ekki slíka ráðgjöf. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði með embætti ríkisskattstjóra og embætti skattrannsóknarstjóra í gær vegna aflandsfélaga. Eftir fundinn sagði Frosti, sem er formaður nefndarinnar, að hann væri hlynntur því að skattaskjól, sem hann kallar líka upplýsingasvarthol, verði bönnuð. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði að fara þyrfti vel yfir þessa hugmynd. „Þetta er róttæk hugmynd en ég held að afstaða skattayfirvalda sé sú að ef þessi lágskattaríki væru ekki til, þá væri lífið nú miklu auðveldara,“ sagði Bryndís í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Þorsteinn VíglundssonÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir algjöra samstöðu ríkja um andstöðu gegn því að menn setji upp skattastrúktúr í fyrirtækjum sem ætlað sé að koma í veg fyrir skattagreiðslur í heimalandi. „Við viljum því fyrir alla muni tryggja það að þessi mál séu í góðu horfi en hins vegar vilja menn gæta þess að þau „meðöl“ sem notuð eru séu framkvæmanleg. Ég óttast að þetta geti orðið talsvert snúið.“ Þorsteinn segir að skattakerfi landa séu ólík og mikilvægt sé að fyrirtækjum og einstaklingum sé frjálst að fjárfesta erlendis. Því megi ekki setja upp regluverk sem á endanum gæti girt fyrir eðlilega fjárfestingu. „Ég held að það gæti verið á endanum erfitt að skilgreina hvað eru skattaskjól og hvað eru ekki skattaskjól. Þó við getum öll verið sammála um að aflandsfélög á Bresku Jómfrúaeyjunum teljist þar klárlega undir.“Skattrannsóknarstjóri með 30 mál í rannsóknÁ fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær kom fram í máli Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra að embættið hafi stofnað alls 178 mál vegna vanframtalinna tekna upp úr leynigögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattyfirvöld keyptu í fyrra á 37 milljónir króna. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði að embætti hennar hefði til rannsóknar 30 tilvik þar sem grunsemdir væru um skattaundanskot. Af þeim málum sem væru til meðferðar hjá ríkisskattstjóra vegna vanframtalinna tekna væru einhver mál sem myndu líklega upplýsast með þeim hætti að ástæða væri til að vísa þeim til skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattaundanskot. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Við erum jákvæð á að slíkt sé skoðað. Þetta hefur verið nauðsynleg og góð umræða síðustu daga um þessi mál,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, spurður út í þá hugmynd þingmannsins Frosta Sigurjónssonar að banna Íslendingum að eiga fyrirtæki í svokölluðum skattaskjólum.Guðjón Rúnarsson, formann samtaka fjármálafyrirtækja.. Official mynd má notaGuðjón segir að margt hafi áunnist undanfarin ár. Til dæmis hafi verið unninn samræmdur upplýsingaskiptastaðall um skattaskil. Samtök fjármálafyrirtækja hafi komið að þeirri vinnu með stjórnvöldum. „Það er kannski bara eðlilegt framhald að skoða hvort ástæða sé til að stíga skrefinu lengra.“ Hann segir að hið sama eigi við um hugmyndir um að banna ráðgjöf við þá sem vilja stofna félög eða reikninga í lágskattaríkjum. Bendir hann á að í dag veiti bankarnir ekki slíka ráðgjöf. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði með embætti ríkisskattstjóra og embætti skattrannsóknarstjóra í gær vegna aflandsfélaga. Eftir fundinn sagði Frosti, sem er formaður nefndarinnar, að hann væri hlynntur því að skattaskjól, sem hann kallar líka upplýsingasvarthol, verði bönnuð. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði að fara þyrfti vel yfir þessa hugmynd. „Þetta er róttæk hugmynd en ég held að afstaða skattayfirvalda sé sú að ef þessi lágskattaríki væru ekki til, þá væri lífið nú miklu auðveldara,“ sagði Bryndís í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Þorsteinn VíglundssonÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir algjöra samstöðu ríkja um andstöðu gegn því að menn setji upp skattastrúktúr í fyrirtækjum sem ætlað sé að koma í veg fyrir skattagreiðslur í heimalandi. „Við viljum því fyrir alla muni tryggja það að þessi mál séu í góðu horfi en hins vegar vilja menn gæta þess að þau „meðöl“ sem notuð eru séu framkvæmanleg. Ég óttast að þetta geti orðið talsvert snúið.“ Þorsteinn segir að skattakerfi landa séu ólík og mikilvægt sé að fyrirtækjum og einstaklingum sé frjálst að fjárfesta erlendis. Því megi ekki setja upp regluverk sem á endanum gæti girt fyrir eðlilega fjárfestingu. „Ég held að það gæti verið á endanum erfitt að skilgreina hvað eru skattaskjól og hvað eru ekki skattaskjól. Þó við getum öll verið sammála um að aflandsfélög á Bresku Jómfrúaeyjunum teljist þar klárlega undir.“Skattrannsóknarstjóri með 30 mál í rannsóknÁ fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær kom fram í máli Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra að embættið hafi stofnað alls 178 mál vegna vanframtalinna tekna upp úr leynigögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattyfirvöld keyptu í fyrra á 37 milljónir króna. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði að embætti hennar hefði til rannsóknar 30 tilvik þar sem grunsemdir væru um skattaundanskot. Af þeim málum sem væru til meðferðar hjá ríkisskattstjóra vegna vanframtalinna tekna væru einhver mál sem myndu líklega upplýsast með þeim hætti að ástæða væri til að vísa þeim til skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattaundanskot.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira