Vill að þingrofsskjal Sigmundar Davíðs verði gert opinbert Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. apríl 2016 10:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með forseta í liðinni viku. vísir/anton brink Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, varðandi þingrofsskjal sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, á að hafa farið með á Bessastaði þann 5. apríl síðastliðinn þegar hann fór á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Með Sigmundi í för voru embættismenn úr forsætisráðuneytinu. Kristján spyr hvort að skjal um þingrof og nýjar kosningar sem undirbúið var í aðdraganda fundarins með forsetanum eða önnur gögn tengd sama fundi hafi verið skráð í málaskrá ráðuneytisins. Þá spyr hann jafnframt hvort að gögnin séu aðgengileg og þá hvar.Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnarvísir/vilhelmÍ samtali við Vísi segist Kristján vonast til þess að skjalið verði birt sem svar við fyrirspurninni sem og önnur gögn sem tengjast því ef þau eru til. Hann nefnir að í kjölfar hrunsins hafi það verið gagnrýnt mjög að ýmislegt hafi vantað upp á formfestu og rekjanleika skjala, fundargerða og minnisblaða ráðuneyta. Í því samhengi segist hann telja að umrætt skjal hefði tvímælalaust átt að fara inn í málaskrá forsætisráðuneytisins. Fréttablaðið óskaði eftir því fyrir viku síðan að fá afhent afrit af skjalinu með vísun í upplýsingalög, en forsætisráðuneytið hafnaði því. Í synjun ráðuneytisins sagði að skjalið teldist til vinnugagna og að slík gögn væru undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum. Vinnugögn teljist gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafi „ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.“ Forsetinn hefur sagt að á fyrrgreindum fundi hafi forsætisráðherra óskað eftir því að forsetinn samþykkti tillögu um þingrof. „Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum,“ sagði hins vegar í frétt sem sett var inn á vef forsætisráðuneytisins nokkru eftir fundinn þann 5. apríl. Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, varðandi þingrofsskjal sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, á að hafa farið með á Bessastaði þann 5. apríl síðastliðinn þegar hann fór á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Með Sigmundi í för voru embættismenn úr forsætisráðuneytinu. Kristján spyr hvort að skjal um þingrof og nýjar kosningar sem undirbúið var í aðdraganda fundarins með forsetanum eða önnur gögn tengd sama fundi hafi verið skráð í málaskrá ráðuneytisins. Þá spyr hann jafnframt hvort að gögnin séu aðgengileg og þá hvar.Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnarvísir/vilhelmÍ samtali við Vísi segist Kristján vonast til þess að skjalið verði birt sem svar við fyrirspurninni sem og önnur gögn sem tengjast því ef þau eru til. Hann nefnir að í kjölfar hrunsins hafi það verið gagnrýnt mjög að ýmislegt hafi vantað upp á formfestu og rekjanleika skjala, fundargerða og minnisblaða ráðuneyta. Í því samhengi segist hann telja að umrætt skjal hefði tvímælalaust átt að fara inn í málaskrá forsætisráðuneytisins. Fréttablaðið óskaði eftir því fyrir viku síðan að fá afhent afrit af skjalinu með vísun í upplýsingalög, en forsætisráðuneytið hafnaði því. Í synjun ráðuneytisins sagði að skjalið teldist til vinnugagna og að slík gögn væru undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum. Vinnugögn teljist gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafi „ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.“ Forsetinn hefur sagt að á fyrrgreindum fundi hafi forsætisráðherra óskað eftir því að forsetinn samþykkti tillögu um þingrof. „Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum,“ sagði hins vegar í frétt sem sett var inn á vef forsætisráðuneytisins nokkru eftir fundinn þann 5. apríl.
Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00
Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27
Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11