Lilja boðar landsáætlun um framkvæmd ályktunar SÞ um konur, frið og öryggi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. apríl 2016 17:48 Utanríkisráðherra lætur til sín taka í jafnréttismálum. Vísir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýja landsáætlun 2017-2020 um framkvæmd ályktunar Sameinuðu þjóðanna 1325 um konur, frið og öryggi á næstu mánuðum. Ráðherra tilkynnti þetta síðdegis í dag þegar hún opnaði tveggja daga alþjóðlega ráðstefnu í Þjóðminjasafni Reykjavíkur um ályktunina og innleiðingu hennar á átakasvæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu, þar segir jafnframt að um afar metnaðarfulla áætlun sé að ræða. „Tilgangur ráðstefnunnar er að meta árangurinn af ályktun 1325 og þær hindranir sem enn standa í vegi fyrir framkvæmd hennar, rúmum fimmtán árum eftir að hún var samþykkt í öryggisráði SÞ. Lilja sagði í opnunarávarpinu að jafnréttisbaráttan væri jafn mikilvæg og fyrr. Tölurnar töluðu sínu máli; eftir því sem konum fjölgaði í friðarumleitunum og í áhrifastöðum á opinberum vettvangi, drægi úr líkunum á átökum og ofbeldi. „Við verðum að halda áfram að koma þessum skilboðum á framfæri, dropinn holar steininn. En SÞ segja okkur að með þessu áframhaldi verði jafnrétti ekki náð fyrr en árið 2095 og það er einfaldlega óásættanlegt. Við getum ekki beðið svo lengi,“ sagði Lilja. Hún sagði að utanríkisráðuneytið hefði um árabil lagt áherslu á að brýna friðargæsluliða í jafnréttismálum og stefnt væri að því að slík þjálfun næði til allra starfsmanna ráðuneytisins. Áfram yrði haldið að virkja karla í jafnréttisbaráttunni á svokölluðum Rakarastofuráðstefnum en tvær slíkar hafa þegar verið haldnar á árinu. Þá héldi áfram vinna við Norrænt net kvenna í friðarumleitunum sem var stofnað í lok síðasta árs en það tengir konur með reynslu af samningaumleitunum og störfum á átakasvæðum,“ segir í tilkynningu. Að ráðstefnunni standa Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) ásamt rannsóknasetrinu EDDU við Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytinu. Á meðal frummælenda eru Kristian Berg Harpviken, forstöðumaður friðarrannsóknastofnunarinnar í Osló (PRIO), Cynthia Enloe, prófessor í stjórnmálafræði við Clark-háskóla í Bandaríkjunum, Laura Khoury, prófessor við Birzeit-háskóla í Palestínu, Marriet Schuurman, sérstakur fulltrúi NATO í málefnum kvenna og öryggismála og Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra mannréttindamála í íslensku utanríkisþjónustunni.Upplýsingar um ráðstefnuna sem um ræðir má nálgast hér. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýja landsáætlun 2017-2020 um framkvæmd ályktunar Sameinuðu þjóðanna 1325 um konur, frið og öryggi á næstu mánuðum. Ráðherra tilkynnti þetta síðdegis í dag þegar hún opnaði tveggja daga alþjóðlega ráðstefnu í Þjóðminjasafni Reykjavíkur um ályktunina og innleiðingu hennar á átakasvæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu, þar segir jafnframt að um afar metnaðarfulla áætlun sé að ræða. „Tilgangur ráðstefnunnar er að meta árangurinn af ályktun 1325 og þær hindranir sem enn standa í vegi fyrir framkvæmd hennar, rúmum fimmtán árum eftir að hún var samþykkt í öryggisráði SÞ. Lilja sagði í opnunarávarpinu að jafnréttisbaráttan væri jafn mikilvæg og fyrr. Tölurnar töluðu sínu máli; eftir því sem konum fjölgaði í friðarumleitunum og í áhrifastöðum á opinberum vettvangi, drægi úr líkunum á átökum og ofbeldi. „Við verðum að halda áfram að koma þessum skilboðum á framfæri, dropinn holar steininn. En SÞ segja okkur að með þessu áframhaldi verði jafnrétti ekki náð fyrr en árið 2095 og það er einfaldlega óásættanlegt. Við getum ekki beðið svo lengi,“ sagði Lilja. Hún sagði að utanríkisráðuneytið hefði um árabil lagt áherslu á að brýna friðargæsluliða í jafnréttismálum og stefnt væri að því að slík þjálfun næði til allra starfsmanna ráðuneytisins. Áfram yrði haldið að virkja karla í jafnréttisbaráttunni á svokölluðum Rakarastofuráðstefnum en tvær slíkar hafa þegar verið haldnar á árinu. Þá héldi áfram vinna við Norrænt net kvenna í friðarumleitunum sem var stofnað í lok síðasta árs en það tengir konur með reynslu af samningaumleitunum og störfum á átakasvæðum,“ segir í tilkynningu. Að ráðstefnunni standa Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) ásamt rannsóknasetrinu EDDU við Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytinu. Á meðal frummælenda eru Kristian Berg Harpviken, forstöðumaður friðarrannsóknastofnunarinnar í Osló (PRIO), Cynthia Enloe, prófessor í stjórnmálafræði við Clark-háskóla í Bandaríkjunum, Laura Khoury, prófessor við Birzeit-háskóla í Palestínu, Marriet Schuurman, sérstakur fulltrúi NATO í málefnum kvenna og öryggismála og Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra mannréttindamála í íslensku utanríkisþjónustunni.Upplýsingar um ráðstefnuna sem um ræðir má nálgast hér.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira