Lilja boðar landsáætlun um framkvæmd ályktunar SÞ um konur, frið og öryggi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. apríl 2016 17:48 Utanríkisráðherra lætur til sín taka í jafnréttismálum. Vísir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýja landsáætlun 2017-2020 um framkvæmd ályktunar Sameinuðu þjóðanna 1325 um konur, frið og öryggi á næstu mánuðum. Ráðherra tilkynnti þetta síðdegis í dag þegar hún opnaði tveggja daga alþjóðlega ráðstefnu í Þjóðminjasafni Reykjavíkur um ályktunina og innleiðingu hennar á átakasvæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu, þar segir jafnframt að um afar metnaðarfulla áætlun sé að ræða. „Tilgangur ráðstefnunnar er að meta árangurinn af ályktun 1325 og þær hindranir sem enn standa í vegi fyrir framkvæmd hennar, rúmum fimmtán árum eftir að hún var samþykkt í öryggisráði SÞ. Lilja sagði í opnunarávarpinu að jafnréttisbaráttan væri jafn mikilvæg og fyrr. Tölurnar töluðu sínu máli; eftir því sem konum fjölgaði í friðarumleitunum og í áhrifastöðum á opinberum vettvangi, drægi úr líkunum á átökum og ofbeldi. „Við verðum að halda áfram að koma þessum skilboðum á framfæri, dropinn holar steininn. En SÞ segja okkur að með þessu áframhaldi verði jafnrétti ekki náð fyrr en árið 2095 og það er einfaldlega óásættanlegt. Við getum ekki beðið svo lengi,“ sagði Lilja. Hún sagði að utanríkisráðuneytið hefði um árabil lagt áherslu á að brýna friðargæsluliða í jafnréttismálum og stefnt væri að því að slík þjálfun næði til allra starfsmanna ráðuneytisins. Áfram yrði haldið að virkja karla í jafnréttisbaráttunni á svokölluðum Rakarastofuráðstefnum en tvær slíkar hafa þegar verið haldnar á árinu. Þá héldi áfram vinna við Norrænt net kvenna í friðarumleitunum sem var stofnað í lok síðasta árs en það tengir konur með reynslu af samningaumleitunum og störfum á átakasvæðum,“ segir í tilkynningu. Að ráðstefnunni standa Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) ásamt rannsóknasetrinu EDDU við Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytinu. Á meðal frummælenda eru Kristian Berg Harpviken, forstöðumaður friðarrannsóknastofnunarinnar í Osló (PRIO), Cynthia Enloe, prófessor í stjórnmálafræði við Clark-háskóla í Bandaríkjunum, Laura Khoury, prófessor við Birzeit-háskóla í Palestínu, Marriet Schuurman, sérstakur fulltrúi NATO í málefnum kvenna og öryggismála og Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra mannréttindamála í íslensku utanríkisþjónustunni.Upplýsingar um ráðstefnuna sem um ræðir má nálgast hér. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýja landsáætlun 2017-2020 um framkvæmd ályktunar Sameinuðu þjóðanna 1325 um konur, frið og öryggi á næstu mánuðum. Ráðherra tilkynnti þetta síðdegis í dag þegar hún opnaði tveggja daga alþjóðlega ráðstefnu í Þjóðminjasafni Reykjavíkur um ályktunina og innleiðingu hennar á átakasvæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu, þar segir jafnframt að um afar metnaðarfulla áætlun sé að ræða. „Tilgangur ráðstefnunnar er að meta árangurinn af ályktun 1325 og þær hindranir sem enn standa í vegi fyrir framkvæmd hennar, rúmum fimmtán árum eftir að hún var samþykkt í öryggisráði SÞ. Lilja sagði í opnunarávarpinu að jafnréttisbaráttan væri jafn mikilvæg og fyrr. Tölurnar töluðu sínu máli; eftir því sem konum fjölgaði í friðarumleitunum og í áhrifastöðum á opinberum vettvangi, drægi úr líkunum á átökum og ofbeldi. „Við verðum að halda áfram að koma þessum skilboðum á framfæri, dropinn holar steininn. En SÞ segja okkur að með þessu áframhaldi verði jafnrétti ekki náð fyrr en árið 2095 og það er einfaldlega óásættanlegt. Við getum ekki beðið svo lengi,“ sagði Lilja. Hún sagði að utanríkisráðuneytið hefði um árabil lagt áherslu á að brýna friðargæsluliða í jafnréttismálum og stefnt væri að því að slík þjálfun næði til allra starfsmanna ráðuneytisins. Áfram yrði haldið að virkja karla í jafnréttisbaráttunni á svokölluðum Rakarastofuráðstefnum en tvær slíkar hafa þegar verið haldnar á árinu. Þá héldi áfram vinna við Norrænt net kvenna í friðarumleitunum sem var stofnað í lok síðasta árs en það tengir konur með reynslu af samningaumleitunum og störfum á átakasvæðum,“ segir í tilkynningu. Að ráðstefnunni standa Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) ásamt rannsóknasetrinu EDDU við Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytinu. Á meðal frummælenda eru Kristian Berg Harpviken, forstöðumaður friðarrannsóknastofnunarinnar í Osló (PRIO), Cynthia Enloe, prófessor í stjórnmálafræði við Clark-háskóla í Bandaríkjunum, Laura Khoury, prófessor við Birzeit-háskóla í Palestínu, Marriet Schuurman, sérstakur fulltrúi NATO í málefnum kvenna og öryggismála og Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra mannréttindamála í íslensku utanríkisþjónustunni.Upplýsingar um ráðstefnuna sem um ræðir má nálgast hér.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira