Hver hefur eftirlit með eftirlitsaðilanum? Ástfríður Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2016 07:00 Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nýverið um málefni Brúneggja og eftirlit Matvælastofnunar var ofangreindri spurningu stundum varpað fram í umræðunni og sem verkefnastjóri ytri úttekta á stofnuninni frá árinu 2008 tel ég rétt að nýta tækifærið og skýra frá því hvernig staðið er að úttektum þriðja aðila á opinberu eftirliti hér á landi. Lögbundnar kröfur Þeir aðilar sem sinna opinberu eftirliti á Íslandi með öryggi matvæla og fóðurs, dýraheilbrigði og dýravelferð starfa meðal annars á grundvelli reglugerðar Evrópusambandsins nr. 882/2004 um opinbert eftirlit sem innleidd var hér á landi árið 2010. Í reglugerðinni er einnig kveðið á um að jafnframt skuli fara fram reglulegar úttektir í öllum aðildarríkjum EES á því hvort eftirlitinu sé sinnt á réttan hátt og í samræmi við löggjöf þar að lútandi. Í ríkjum Evrópusambandsins er það framkvæmdastjórnin sem er ábyrg fyrir þessum úttektum en á Íslandi og í Noregi er það Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem framkvæmir þær. Frá árinu 2008 hefur ESA komið í 3-5 úttektir á ári og alls 35. Það er óhætt að fullyrða að engin stofnun á Íslandi lýtur fleiri ytri úttektum árlega en Matvælastofnun og eru starfsmenn margir hverjir þrautþjálfaðir í slíkri vinnu. Hver og ein úttekt útheimtir mikinn undirbúning og framlag fjölda starfsmanna í hvert sinn enda þarf að senda upplýsingar til ESA fyrirfram, útbúa dagskrá, hafa samband við fyrirtæki sem heimsótt eru, skipuleggja hvaða starfsmenn fylgja úttektarmönnum í fyrirtæki, sitja fundi með fulltrúum ESA og síðast en ekki síst útbúa tímasettar úrbótaáætlanir í kjölfar hverrar úttektar. Við undirbúning og framkvæmd slíkra úttekta er unnið eftir skráðu verklagi sem finna má í gæðahandbók Matvælastofnunar á vef hennar. Hjá því er ekki komist að gerðar séu kröfur um einhverjar úrbætur í kjölfar slíkra úttekta. Þær eru tímasettar og er það hlutverk verkefnastjóra að sinna eftirfylgni með því að úrbótaverkefnum sé lokið og ESA reglubundið upplýst um gang mála. Úttektir hafa því orðið til þess að farið hefur verið í mörg verkefni hjá stofnuninni og sum jafnvel fyrr en áætlað var. Sem dæmi um úrbótaverkefni og afurðir þeirra má nefna skoðunarhandbækur, þróun skráðra verkferla í gæðahandbók, betrumbætur á gagnagrunni eftirlitsskýrslna, áhættu- og frammistöðuflokkun, þjálfun starfsmanna í eftirliti, útgáfu leiðbeininga og staðfestingu á innra úttektakerfi sem einnig hefur verið hrint í framkvæmd. Þess ber að geta að athugasemdir ESA geta einnig snúið að öðrum aðilum sem koma að opinberu eftirliti, svo sem ráðuneytum, heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga og öðrum stofnunum. Innri úttektir Matvælastofnunar Í ofangreindri löggjöf um opinbert eftirlit er einnig kveðið á um að stjórnvöld í hverju aðildarríki EFTA/EES skuli, samhliða ytri úttektum 3ja aðila, tryggja að framkvæmdar séu innri úttektir á framkvæmd opinbers eftirlits þannig að markmiðum reglugerðarinnar sé náð. Af þessu tilefni hefur verið innleitt innra úttektakerfi á opinberu eftirliti með matvælum, fóðri, heilbrigði og velferð dýra sem birt hefur verið á heimasíðu Matvælastofnunar (www.matvælastofnun.is). Þjálfun úttektarmanna fór fram á árinu og þegar hafa verið framkvæmdar 5 úttektir bæði á eftirlit Matvælastofnunar á tilteknum sviðum sem og eftirliti hjá tveimur svæðum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Unnið er að úrbótaáætlunum í kjölfar úttektanna og verða niðurstöður sem og framkvæmd þeirra kynnt betur í ársskýrslu Matvælastofnunar 2016. Hagsmunir útflytjenda Til viðbótar lögbundnum úttektum ESA hér á landi koma einnig sendinefndir til landsins til að gera úttekt á þeim framleiðslufyrirtækjum sem hafa leyfi til útflutnings til tiltekinna ríkja utan EES. Um leið er einnig litið til þess hvernig staðið er að opinberu eftirliti með þessum fyrirtækjum. Nokkur aukning hefur verið á fjölda slíkra úttekta á síðustu árum og skipar undirbúningur þeirra, framkvæmd og verkefnastjórnun sífellt meiri sess í starfsemi Matvælastofnunar. Mikilvægt er að vel takist til í slíkum úttektum þar sem útkoma þeirra getur haft áhrif á útflutningshagsmuni og möguleika fyrirtækja á aðgangi að erlendum mörkuðum með vörur sínar. Samhliða þessu fela slíkar úttektir í sér viðurkenningu erlendra systurstofnana Matvælastofnunar á opinberu eftirliti sem stofnunin sinnir. Lokaorð Framangreind umfjöllun sýnir að virkt eftirlit er með starfsemi Matvælastofnunar. Það á bæði við um ytri úttektir ESA og viðskiptaríkja auk innri úttekta stofnunarinnar, sbr. kerfi sem samþykkt er af ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar. Þá má að lokum geta þess að líkt og aðrar ríkisstofnanir heyrir Matvælastofnun undir eftirlit Ríkisendurskoðunar og má nálgast niðurstöður þeirra úttekta á heimasíðu hennar, en niðurstöður þeirra hafa almennt verið góðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss nýverið um málefni Brúneggja og eftirlit Matvælastofnunar var ofangreindri spurningu stundum varpað fram í umræðunni og sem verkefnastjóri ytri úttekta á stofnuninni frá árinu 2008 tel ég rétt að nýta tækifærið og skýra frá því hvernig staðið er að úttektum þriðja aðila á opinberu eftirliti hér á landi. Lögbundnar kröfur Þeir aðilar sem sinna opinberu eftirliti á Íslandi með öryggi matvæla og fóðurs, dýraheilbrigði og dýravelferð starfa meðal annars á grundvelli reglugerðar Evrópusambandsins nr. 882/2004 um opinbert eftirlit sem innleidd var hér á landi árið 2010. Í reglugerðinni er einnig kveðið á um að jafnframt skuli fara fram reglulegar úttektir í öllum aðildarríkjum EES á því hvort eftirlitinu sé sinnt á réttan hátt og í samræmi við löggjöf þar að lútandi. Í ríkjum Evrópusambandsins er það framkvæmdastjórnin sem er ábyrg fyrir þessum úttektum en á Íslandi og í Noregi er það Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem framkvæmir þær. Frá árinu 2008 hefur ESA komið í 3-5 úttektir á ári og alls 35. Það er óhætt að fullyrða að engin stofnun á Íslandi lýtur fleiri ytri úttektum árlega en Matvælastofnun og eru starfsmenn margir hverjir þrautþjálfaðir í slíkri vinnu. Hver og ein úttekt útheimtir mikinn undirbúning og framlag fjölda starfsmanna í hvert sinn enda þarf að senda upplýsingar til ESA fyrirfram, útbúa dagskrá, hafa samband við fyrirtæki sem heimsótt eru, skipuleggja hvaða starfsmenn fylgja úttektarmönnum í fyrirtæki, sitja fundi með fulltrúum ESA og síðast en ekki síst útbúa tímasettar úrbótaáætlanir í kjölfar hverrar úttektar. Við undirbúning og framkvæmd slíkra úttekta er unnið eftir skráðu verklagi sem finna má í gæðahandbók Matvælastofnunar á vef hennar. Hjá því er ekki komist að gerðar séu kröfur um einhverjar úrbætur í kjölfar slíkra úttekta. Þær eru tímasettar og er það hlutverk verkefnastjóra að sinna eftirfylgni með því að úrbótaverkefnum sé lokið og ESA reglubundið upplýst um gang mála. Úttektir hafa því orðið til þess að farið hefur verið í mörg verkefni hjá stofnuninni og sum jafnvel fyrr en áætlað var. Sem dæmi um úrbótaverkefni og afurðir þeirra má nefna skoðunarhandbækur, þróun skráðra verkferla í gæðahandbók, betrumbætur á gagnagrunni eftirlitsskýrslna, áhættu- og frammistöðuflokkun, þjálfun starfsmanna í eftirliti, útgáfu leiðbeininga og staðfestingu á innra úttektakerfi sem einnig hefur verið hrint í framkvæmd. Þess ber að geta að athugasemdir ESA geta einnig snúið að öðrum aðilum sem koma að opinberu eftirliti, svo sem ráðuneytum, heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga og öðrum stofnunum. Innri úttektir Matvælastofnunar Í ofangreindri löggjöf um opinbert eftirlit er einnig kveðið á um að stjórnvöld í hverju aðildarríki EFTA/EES skuli, samhliða ytri úttektum 3ja aðila, tryggja að framkvæmdar séu innri úttektir á framkvæmd opinbers eftirlits þannig að markmiðum reglugerðarinnar sé náð. Af þessu tilefni hefur verið innleitt innra úttektakerfi á opinberu eftirliti með matvælum, fóðri, heilbrigði og velferð dýra sem birt hefur verið á heimasíðu Matvælastofnunar (www.matvælastofnun.is). Þjálfun úttektarmanna fór fram á árinu og þegar hafa verið framkvæmdar 5 úttektir bæði á eftirlit Matvælastofnunar á tilteknum sviðum sem og eftirliti hjá tveimur svæðum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Unnið er að úrbótaáætlunum í kjölfar úttektanna og verða niðurstöður sem og framkvæmd þeirra kynnt betur í ársskýrslu Matvælastofnunar 2016. Hagsmunir útflytjenda Til viðbótar lögbundnum úttektum ESA hér á landi koma einnig sendinefndir til landsins til að gera úttekt á þeim framleiðslufyrirtækjum sem hafa leyfi til útflutnings til tiltekinna ríkja utan EES. Um leið er einnig litið til þess hvernig staðið er að opinberu eftirliti með þessum fyrirtækjum. Nokkur aukning hefur verið á fjölda slíkra úttekta á síðustu árum og skipar undirbúningur þeirra, framkvæmd og verkefnastjórnun sífellt meiri sess í starfsemi Matvælastofnunar. Mikilvægt er að vel takist til í slíkum úttektum þar sem útkoma þeirra getur haft áhrif á útflutningshagsmuni og möguleika fyrirtækja á aðgangi að erlendum mörkuðum með vörur sínar. Samhliða þessu fela slíkar úttektir í sér viðurkenningu erlendra systurstofnana Matvælastofnunar á opinberu eftirliti sem stofnunin sinnir. Lokaorð Framangreind umfjöllun sýnir að virkt eftirlit er með starfsemi Matvælastofnunar. Það á bæði við um ytri úttektir ESA og viðskiptaríkja auk innri úttekta stofnunarinnar, sbr. kerfi sem samþykkt er af ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar. Þá má að lokum geta þess að líkt og aðrar ríkisstofnanir heyrir Matvælastofnun undir eftirlit Ríkisendurskoðunar og má nálgast niðurstöður þeirra úttekta á heimasíðu hennar, en niðurstöður þeirra hafa almennt verið góðar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun