Reykjavíkurborg mótar reglurnar um túlkaþjónustuna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júní 2016 07:00 „Eflaust hefðum við getað gert betur og við munum skoða það. Að þessar upplýsingar hafi borist til viðkomandi túlks er ekki heppilegt en við verðum að bregðast við ábendingum sem okkur berast,“ segir Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, um það að starfsmaður borgarinnar hafi greint Alþjóðasetri frá ásökunum á hendur túlknum Ómari Samir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Ómar hefði verið sakaður um alvarlega glæpi í starfi sínu sem túlkur en hann hefur starfað fyrir Reykjavíkurborg sem kennari í tugi ára og sinnt túlkaþjónustu fyrir ýmsa aðila hér á landi í 27 ár.Anna KristinsdóttirÍ lok mars síðastliðins var Ómar boðaður á fund hjá Alþjóðasetri. Þar var honum sagt frá því að borgin hefði sett sig í samband við Alþjóðasetur með alvarlegar ásakanir á hendur honum. Ásakanirnar voru meðal annars þær að hann hefði ekki túlkað rétt, hótað skjólstæðingum og þegið peninga beint frá þeim fyrir túlkaþjónustu sína. Ómar segir ásakanirnar rangar og að þetta hafi haft mikil áhrif á sig andlega og efnahagslega. Borgin hafi ekki lagt fram neinar sannanir né útskýringar á málinu, hvorki til Alþjóðaseturs né til hans sjálfs, þrátt fyrir ítrekaðar beðnir. Anna segir að ekki séu til verklagsreglur í málum sem snerta túlkaþjónustu og að nú sé unnið að því að móta þær. „Þessi þjónusta hefur hingað til ekki verið mjög fastmótuð en nú er aukin þörf fyrir notkun túlka og viljum við gera þetta vel og faglega. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé trúnaður.“ Hún segir að borgin sé ekki í stöðu til að meta það hvort ásakanir sem þessar eigi við rök að styðjast. Þá sé borgin heldur hvorki í stöðu til að gefa Alþjóðasetri né Ómari upplýsingar um það hver það er sem ásakar hann. „Kannski hefði verið réttast að segja að við vildum ekki að hann túlkaði fyrir okkur og ekkert meira,“ segir Anna og bætir við að Alþjóðasetur hefði þó líklegast beðið um skýringar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Eflaust hefðum við getað gert betur og við munum skoða það. Að þessar upplýsingar hafi borist til viðkomandi túlks er ekki heppilegt en við verðum að bregðast við ábendingum sem okkur berast,“ segir Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, um það að starfsmaður borgarinnar hafi greint Alþjóðasetri frá ásökunum á hendur túlknum Ómari Samir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Ómar hefði verið sakaður um alvarlega glæpi í starfi sínu sem túlkur en hann hefur starfað fyrir Reykjavíkurborg sem kennari í tugi ára og sinnt túlkaþjónustu fyrir ýmsa aðila hér á landi í 27 ár.Anna KristinsdóttirÍ lok mars síðastliðins var Ómar boðaður á fund hjá Alþjóðasetri. Þar var honum sagt frá því að borgin hefði sett sig í samband við Alþjóðasetur með alvarlegar ásakanir á hendur honum. Ásakanirnar voru meðal annars þær að hann hefði ekki túlkað rétt, hótað skjólstæðingum og þegið peninga beint frá þeim fyrir túlkaþjónustu sína. Ómar segir ásakanirnar rangar og að þetta hafi haft mikil áhrif á sig andlega og efnahagslega. Borgin hafi ekki lagt fram neinar sannanir né útskýringar á málinu, hvorki til Alþjóðaseturs né til hans sjálfs, þrátt fyrir ítrekaðar beðnir. Anna segir að ekki séu til verklagsreglur í málum sem snerta túlkaþjónustu og að nú sé unnið að því að móta þær. „Þessi þjónusta hefur hingað til ekki verið mjög fastmótuð en nú er aukin þörf fyrir notkun túlka og viljum við gera þetta vel og faglega. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé trúnaður.“ Hún segir að borgin sé ekki í stöðu til að meta það hvort ásakanir sem þessar eigi við rök að styðjast. Þá sé borgin heldur hvorki í stöðu til að gefa Alþjóðasetri né Ómari upplýsingar um það hver það er sem ásakar hann. „Kannski hefði verið réttast að segja að við vildum ekki að hann túlkaði fyrir okkur og ekkert meira,“ segir Anna og bætir við að Alþjóðasetur hefði þó líklegast beðið um skýringar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira