Hleypur í skarðið Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. maí 2016 11:15 Elma Stefanía ásamt Chantelle, dansara og danshöfundi. Elma fer með hlutverk Ali, vinkonu Sophie, forvitnu dótturinnar ungu sem leitar uppruna síns. Hún býður þremur gömlum kærustum móður sinnar í brúðkaup sitt í því skyni að komast að því hver þeirra sé faðir hennar. Sagan er afskaplega rómantísk og óhætt að segja að gleðin og hamingjan ráði ríkjum í gegnum sýninguna. „Ástæða þess að ég hoppa inn í hlutverkið þessa helgi er að Þuríður Blær Jóhannsdóttir, sem leikur Ali, er að sýna leikritið Mávinn eftir Tsjekhov á Kontakt-leiklistarhátíðinni í Póllandi nú um helgina. Hátíðin er ein af virtustu leiklistarhátíðum í heimi og hefur verið starfrækt síðan 1991 í borginni Thorun,“ segir Elma. Eins og flestir vita er Mamma Mia! algjör gleðisprengja þar sem söngur, dans og gleði er allsráðandi í sýningunni.Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona tekur þátt í söngleiknum Mamma Mia! þessa vikuna.Vísir/Jóhanna K„Ég kem til með að leika í fjórum sýningum og þurfti auðvitað að fá ljósar strípur í hárið og fór í brúnkusprey; orðin sólbrún og sumarleg,“ segir Elma hlæjandi og bætir við að hún fái aðstoð frá dansaranum og danshöfundinum Chantelle um helgina. Þar sem dansatriðin eru sum hver flókin skipta þær Chantelle dansatriðunum á milli sín. Þó svo að Elma sé þaulvön að stíga á svið í hinum ýmsu hlutverkum er þetta í fyrsta skipti sem hún fer með hlutverk í söngleik. „Vinkonutríóið tekur saman lagið Sæti, sæti, alveg frábært lag eins og reyndar öll lögin í sýningunni. Ég heillaðist strax af kvikmyndinni Mamma Mia! þegar hún kom út á sínum tíma og fannst hún alveg æðisleg. Það er ekki annað hægt en að fara í gott skap við að hlusta á þessi lög,“ segir Elma kát í bragði og bætir við að krakkarnir á heimili hennar séu með myndina í gangi allan daginn og elski hana. Nóg er um að vera fram undan hjá Elmu. Leikárinu í Borgarleikhúsinu fer senn að ljúka en leikhúsið er byrjað að undirbúa sýningar næsta árs auk þess sem lokasýning Auglýsingar ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson er nú á sunnudaginn en þar fer Elma með hlutverk dótturinnar. „Það er alltaf svolítil spenna á vorin við að hefja undirbúning fyrir næsta vetur og ég er að sjálfsögðu spennt fyrir næsta leikári,“ segir Elma. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Elma fer með hlutverk Ali, vinkonu Sophie, forvitnu dótturinnar ungu sem leitar uppruna síns. Hún býður þremur gömlum kærustum móður sinnar í brúðkaup sitt í því skyni að komast að því hver þeirra sé faðir hennar. Sagan er afskaplega rómantísk og óhætt að segja að gleðin og hamingjan ráði ríkjum í gegnum sýninguna. „Ástæða þess að ég hoppa inn í hlutverkið þessa helgi er að Þuríður Blær Jóhannsdóttir, sem leikur Ali, er að sýna leikritið Mávinn eftir Tsjekhov á Kontakt-leiklistarhátíðinni í Póllandi nú um helgina. Hátíðin er ein af virtustu leiklistarhátíðum í heimi og hefur verið starfrækt síðan 1991 í borginni Thorun,“ segir Elma. Eins og flestir vita er Mamma Mia! algjör gleðisprengja þar sem söngur, dans og gleði er allsráðandi í sýningunni.Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona tekur þátt í söngleiknum Mamma Mia! þessa vikuna.Vísir/Jóhanna K„Ég kem til með að leika í fjórum sýningum og þurfti auðvitað að fá ljósar strípur í hárið og fór í brúnkusprey; orðin sólbrún og sumarleg,“ segir Elma hlæjandi og bætir við að hún fái aðstoð frá dansaranum og danshöfundinum Chantelle um helgina. Þar sem dansatriðin eru sum hver flókin skipta þær Chantelle dansatriðunum á milli sín. Þó svo að Elma sé þaulvön að stíga á svið í hinum ýmsu hlutverkum er þetta í fyrsta skipti sem hún fer með hlutverk í söngleik. „Vinkonutríóið tekur saman lagið Sæti, sæti, alveg frábært lag eins og reyndar öll lögin í sýningunni. Ég heillaðist strax af kvikmyndinni Mamma Mia! þegar hún kom út á sínum tíma og fannst hún alveg æðisleg. Það er ekki annað hægt en að fara í gott skap við að hlusta á þessi lög,“ segir Elma kát í bragði og bætir við að krakkarnir á heimili hennar séu með myndina í gangi allan daginn og elski hana. Nóg er um að vera fram undan hjá Elmu. Leikárinu í Borgarleikhúsinu fer senn að ljúka en leikhúsið er byrjað að undirbúa sýningar næsta árs auk þess sem lokasýning Auglýsingar ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson er nú á sunnudaginn en þar fer Elma með hlutverk dótturinnar. „Það er alltaf svolítil spenna á vorin við að hefja undirbúning fyrir næsta vetur og ég er að sjálfsögðu spennt fyrir næsta leikári,“ segir Elma.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira