Hleypur í skarðið Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. maí 2016 11:15 Elma Stefanía ásamt Chantelle, dansara og danshöfundi. Elma fer með hlutverk Ali, vinkonu Sophie, forvitnu dótturinnar ungu sem leitar uppruna síns. Hún býður þremur gömlum kærustum móður sinnar í brúðkaup sitt í því skyni að komast að því hver þeirra sé faðir hennar. Sagan er afskaplega rómantísk og óhætt að segja að gleðin og hamingjan ráði ríkjum í gegnum sýninguna. „Ástæða þess að ég hoppa inn í hlutverkið þessa helgi er að Þuríður Blær Jóhannsdóttir, sem leikur Ali, er að sýna leikritið Mávinn eftir Tsjekhov á Kontakt-leiklistarhátíðinni í Póllandi nú um helgina. Hátíðin er ein af virtustu leiklistarhátíðum í heimi og hefur verið starfrækt síðan 1991 í borginni Thorun,“ segir Elma. Eins og flestir vita er Mamma Mia! algjör gleðisprengja þar sem söngur, dans og gleði er allsráðandi í sýningunni.Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona tekur þátt í söngleiknum Mamma Mia! þessa vikuna.Vísir/Jóhanna K„Ég kem til með að leika í fjórum sýningum og þurfti auðvitað að fá ljósar strípur í hárið og fór í brúnkusprey; orðin sólbrún og sumarleg,“ segir Elma hlæjandi og bætir við að hún fái aðstoð frá dansaranum og danshöfundinum Chantelle um helgina. Þar sem dansatriðin eru sum hver flókin skipta þær Chantelle dansatriðunum á milli sín. Þó svo að Elma sé þaulvön að stíga á svið í hinum ýmsu hlutverkum er þetta í fyrsta skipti sem hún fer með hlutverk í söngleik. „Vinkonutríóið tekur saman lagið Sæti, sæti, alveg frábært lag eins og reyndar öll lögin í sýningunni. Ég heillaðist strax af kvikmyndinni Mamma Mia! þegar hún kom út á sínum tíma og fannst hún alveg æðisleg. Það er ekki annað hægt en að fara í gott skap við að hlusta á þessi lög,“ segir Elma kát í bragði og bætir við að krakkarnir á heimili hennar séu með myndina í gangi allan daginn og elski hana. Nóg er um að vera fram undan hjá Elmu. Leikárinu í Borgarleikhúsinu fer senn að ljúka en leikhúsið er byrjað að undirbúa sýningar næsta árs auk þess sem lokasýning Auglýsingar ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson er nú á sunnudaginn en þar fer Elma með hlutverk dótturinnar. „Það er alltaf svolítil spenna á vorin við að hefja undirbúning fyrir næsta vetur og ég er að sjálfsögðu spennt fyrir næsta leikári,“ segir Elma. Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira
Elma fer með hlutverk Ali, vinkonu Sophie, forvitnu dótturinnar ungu sem leitar uppruna síns. Hún býður þremur gömlum kærustum móður sinnar í brúðkaup sitt í því skyni að komast að því hver þeirra sé faðir hennar. Sagan er afskaplega rómantísk og óhætt að segja að gleðin og hamingjan ráði ríkjum í gegnum sýninguna. „Ástæða þess að ég hoppa inn í hlutverkið þessa helgi er að Þuríður Blær Jóhannsdóttir, sem leikur Ali, er að sýna leikritið Mávinn eftir Tsjekhov á Kontakt-leiklistarhátíðinni í Póllandi nú um helgina. Hátíðin er ein af virtustu leiklistarhátíðum í heimi og hefur verið starfrækt síðan 1991 í borginni Thorun,“ segir Elma. Eins og flestir vita er Mamma Mia! algjör gleðisprengja þar sem söngur, dans og gleði er allsráðandi í sýningunni.Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona tekur þátt í söngleiknum Mamma Mia! þessa vikuna.Vísir/Jóhanna K„Ég kem til með að leika í fjórum sýningum og þurfti auðvitað að fá ljósar strípur í hárið og fór í brúnkusprey; orðin sólbrún og sumarleg,“ segir Elma hlæjandi og bætir við að hún fái aðstoð frá dansaranum og danshöfundinum Chantelle um helgina. Þar sem dansatriðin eru sum hver flókin skipta þær Chantelle dansatriðunum á milli sín. Þó svo að Elma sé þaulvön að stíga á svið í hinum ýmsu hlutverkum er þetta í fyrsta skipti sem hún fer með hlutverk í söngleik. „Vinkonutríóið tekur saman lagið Sæti, sæti, alveg frábært lag eins og reyndar öll lögin í sýningunni. Ég heillaðist strax af kvikmyndinni Mamma Mia! þegar hún kom út á sínum tíma og fannst hún alveg æðisleg. Það er ekki annað hægt en að fara í gott skap við að hlusta á þessi lög,“ segir Elma kát í bragði og bætir við að krakkarnir á heimili hennar séu með myndina í gangi allan daginn og elski hana. Nóg er um að vera fram undan hjá Elmu. Leikárinu í Borgarleikhúsinu fer senn að ljúka en leikhúsið er byrjað að undirbúa sýningar næsta árs auk þess sem lokasýning Auglýsingar ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson er nú á sunnudaginn en þar fer Elma með hlutverk dótturinnar. „Það er alltaf svolítil spenna á vorin við að hefja undirbúning fyrir næsta vetur og ég er að sjálfsögðu spennt fyrir næsta leikári,“ segir Elma.
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira