Ný tegund vinnusambanda Herdís Pála skrifar 22. júní 2016 09:15 Margt hefur verið rætt og ritað um nýjar hugmyndir yngra fólks á vinnumarkaði. Það sé ekki eins tilbúið til að vinna langan vinnudag, eða ekki eins upptekið af starfsframa. Það vilji ráða sér meira sjálft og gera hlutina meira eftir eigin höfði. Nú eru hins vegar að koma fram merki þess að það sé ekki bara yngra fólkið á vinnumarkaðnum sem er að þróa nýjar hugmyndir um vinnusambönd því hugmyndir reyndara fólks á vinnumarkaðnum eru líka að breytast. Gamla hugsunin um að allir með metnað vilji alltaf vera að klifra upp metorðastigann er úrelt. Reyndar er margt sem bendir til þess að mjög hæfir og reyndir einstaklingar séu jafn mikið að hugsa um hvernig sé best að klifra niður hinn gamla og svokallaða metorðastiga. Þetta eru einstaklingar sem eru búnir að sanna sig og skapa sitt orðspor. Einstaklingar sem eru metnaðarfullir, vilja þróast, fá krefjandi verkefni og nýta reynslu sína sem best án þess að vera að hugsa lengur um hefðbundinn starfsframa, vera ofurseldir starfi sínu eða einum vinnuveitanda. Hugmyndir um að vera í hlutastarfi hjá fleiri en einum vinnuveitanda, til að geta varið sem mestum tíma í verkefnum sem falla vel að sérhæfingu viðkomandi, eru að heyrast í auknum mæli. Hugmyndir um að vinna í gegnum fjartengingu; heiman frá sér, frá golfvallarhóteli eða ströndinni er eitthvað sem margir geta hugsað sér, enda býður nútímatækni upp á það. Á ensku er jafnvel talað um „The Freelance Economy“. Hlutastörf og fjarvinna er eitthvað sem getur líka verið til hagsbóta fyrir vinnuveitendur, ef vel er að málum staðið, hvað varðar skipulag, samninga, hugarfar o.fl. Þetta er því klárlega eitthvað sem vinnuveitendur og stjórnendur þurfa að skoða vel, ætli þeir sér að vera samkeppnishæfir á vinnumarkaði framtíðarinnar. Störf sem við fyrstu sýn þættu ólíkleg til að henta í fjarvinnu geta mörg hver hentað mjög vel ef umgjörðin, skipulagið og mönnunin er góð, kannski erfiðast með starfsmenn í mötuneyti! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Margt hefur verið rætt og ritað um nýjar hugmyndir yngra fólks á vinnumarkaði. Það sé ekki eins tilbúið til að vinna langan vinnudag, eða ekki eins upptekið af starfsframa. Það vilji ráða sér meira sjálft og gera hlutina meira eftir eigin höfði. Nú eru hins vegar að koma fram merki þess að það sé ekki bara yngra fólkið á vinnumarkaðnum sem er að þróa nýjar hugmyndir um vinnusambönd því hugmyndir reyndara fólks á vinnumarkaðnum eru líka að breytast. Gamla hugsunin um að allir með metnað vilji alltaf vera að klifra upp metorðastigann er úrelt. Reyndar er margt sem bendir til þess að mjög hæfir og reyndir einstaklingar séu jafn mikið að hugsa um hvernig sé best að klifra niður hinn gamla og svokallaða metorðastiga. Þetta eru einstaklingar sem eru búnir að sanna sig og skapa sitt orðspor. Einstaklingar sem eru metnaðarfullir, vilja þróast, fá krefjandi verkefni og nýta reynslu sína sem best án þess að vera að hugsa lengur um hefðbundinn starfsframa, vera ofurseldir starfi sínu eða einum vinnuveitanda. Hugmyndir um að vera í hlutastarfi hjá fleiri en einum vinnuveitanda, til að geta varið sem mestum tíma í verkefnum sem falla vel að sérhæfingu viðkomandi, eru að heyrast í auknum mæli. Hugmyndir um að vinna í gegnum fjartengingu; heiman frá sér, frá golfvallarhóteli eða ströndinni er eitthvað sem margir geta hugsað sér, enda býður nútímatækni upp á það. Á ensku er jafnvel talað um „The Freelance Economy“. Hlutastörf og fjarvinna er eitthvað sem getur líka verið til hagsbóta fyrir vinnuveitendur, ef vel er að málum staðið, hvað varðar skipulag, samninga, hugarfar o.fl. Þetta er því klárlega eitthvað sem vinnuveitendur og stjórnendur þurfa að skoða vel, ætli þeir sér að vera samkeppnishæfir á vinnumarkaði framtíðarinnar. Störf sem við fyrstu sýn þættu ólíkleg til að henta í fjarvinnu geta mörg hver hentað mjög vel ef umgjörðin, skipulagið og mönnunin er góð, kannski erfiðast með starfsmenn í mötuneyti!
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar