Ný tegund vinnusambanda Herdís Pála skrifar 22. júní 2016 09:15 Margt hefur verið rætt og ritað um nýjar hugmyndir yngra fólks á vinnumarkaði. Það sé ekki eins tilbúið til að vinna langan vinnudag, eða ekki eins upptekið af starfsframa. Það vilji ráða sér meira sjálft og gera hlutina meira eftir eigin höfði. Nú eru hins vegar að koma fram merki þess að það sé ekki bara yngra fólkið á vinnumarkaðnum sem er að þróa nýjar hugmyndir um vinnusambönd því hugmyndir reyndara fólks á vinnumarkaðnum eru líka að breytast. Gamla hugsunin um að allir með metnað vilji alltaf vera að klifra upp metorðastigann er úrelt. Reyndar er margt sem bendir til þess að mjög hæfir og reyndir einstaklingar séu jafn mikið að hugsa um hvernig sé best að klifra niður hinn gamla og svokallaða metorðastiga. Þetta eru einstaklingar sem eru búnir að sanna sig og skapa sitt orðspor. Einstaklingar sem eru metnaðarfullir, vilja þróast, fá krefjandi verkefni og nýta reynslu sína sem best án þess að vera að hugsa lengur um hefðbundinn starfsframa, vera ofurseldir starfi sínu eða einum vinnuveitanda. Hugmyndir um að vera í hlutastarfi hjá fleiri en einum vinnuveitanda, til að geta varið sem mestum tíma í verkefnum sem falla vel að sérhæfingu viðkomandi, eru að heyrast í auknum mæli. Hugmyndir um að vinna í gegnum fjartengingu; heiman frá sér, frá golfvallarhóteli eða ströndinni er eitthvað sem margir geta hugsað sér, enda býður nútímatækni upp á það. Á ensku er jafnvel talað um „The Freelance Economy“. Hlutastörf og fjarvinna er eitthvað sem getur líka verið til hagsbóta fyrir vinnuveitendur, ef vel er að málum staðið, hvað varðar skipulag, samninga, hugarfar o.fl. Þetta er því klárlega eitthvað sem vinnuveitendur og stjórnendur þurfa að skoða vel, ætli þeir sér að vera samkeppnishæfir á vinnumarkaði framtíðarinnar. Störf sem við fyrstu sýn þættu ólíkleg til að henta í fjarvinnu geta mörg hver hentað mjög vel ef umgjörðin, skipulagið og mönnunin er góð, kannski erfiðast með starfsmenn í mötuneyti! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Margt hefur verið rætt og ritað um nýjar hugmyndir yngra fólks á vinnumarkaði. Það sé ekki eins tilbúið til að vinna langan vinnudag, eða ekki eins upptekið af starfsframa. Það vilji ráða sér meira sjálft og gera hlutina meira eftir eigin höfði. Nú eru hins vegar að koma fram merki þess að það sé ekki bara yngra fólkið á vinnumarkaðnum sem er að þróa nýjar hugmyndir um vinnusambönd því hugmyndir reyndara fólks á vinnumarkaðnum eru líka að breytast. Gamla hugsunin um að allir með metnað vilji alltaf vera að klifra upp metorðastigann er úrelt. Reyndar er margt sem bendir til þess að mjög hæfir og reyndir einstaklingar séu jafn mikið að hugsa um hvernig sé best að klifra niður hinn gamla og svokallaða metorðastiga. Þetta eru einstaklingar sem eru búnir að sanna sig og skapa sitt orðspor. Einstaklingar sem eru metnaðarfullir, vilja þróast, fá krefjandi verkefni og nýta reynslu sína sem best án þess að vera að hugsa lengur um hefðbundinn starfsframa, vera ofurseldir starfi sínu eða einum vinnuveitanda. Hugmyndir um að vera í hlutastarfi hjá fleiri en einum vinnuveitanda, til að geta varið sem mestum tíma í verkefnum sem falla vel að sérhæfingu viðkomandi, eru að heyrast í auknum mæli. Hugmyndir um að vinna í gegnum fjartengingu; heiman frá sér, frá golfvallarhóteli eða ströndinni er eitthvað sem margir geta hugsað sér, enda býður nútímatækni upp á það. Á ensku er jafnvel talað um „The Freelance Economy“. Hlutastörf og fjarvinna er eitthvað sem getur líka verið til hagsbóta fyrir vinnuveitendur, ef vel er að málum staðið, hvað varðar skipulag, samninga, hugarfar o.fl. Þetta er því klárlega eitthvað sem vinnuveitendur og stjórnendur þurfa að skoða vel, ætli þeir sér að vera samkeppnishæfir á vinnumarkaði framtíðarinnar. Störf sem við fyrstu sýn þættu ólíkleg til að henta í fjarvinnu geta mörg hver hentað mjög vel ef umgjörðin, skipulagið og mönnunin er góð, kannski erfiðast með starfsmenn í mötuneyti!
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun