Tvö ár fyrir nauðgun: Faðir konunnar hélt manninum þar til lögregla mætti á svæðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2016 16:31 Var það mat dómsins að framburður konunnar væri í alla staði trúverðugur, frá upphafi skýr og stöðugur í öllum höfuðatriðum. Vísir/Getty Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Vesturlands hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Var hann sakfelldur fyrir að hafa notfært sér að konan, sem dvaldi í foreldrahúsum, gat ekki spornað við samræðinu sökum svefndrunga og mikillar áfengisdrykkju fyrr um kvöldið. Maðurinn og konan þekktust aðeins lítillega en þau höfðu verið á balli á Vesturlandi fyrr um kvöldið, þann 20. desember 2014. Að loknu ballinu hélt konan heim til sín og sofnaði en síðar um nóttina kom maðurinn ásamt vini sínum, sem var í sambandi við systur konunnar, í húsið. Fóru þeir inn í herbergi konunnar og grínuðust þeir með að ákærði myndi bara gista hjá stelpunni. Fóru þeir inn í herbergi hennar og tók sá sem var í sambandi með systur konunnar meðal annars mynd af félaga sínum liggjandi í rúminu hjá konunni. Um grín átti að hafa verið að ræða og yfirgaf hann svo herbergið. Hann sendi myndina af þeim liggjandi hlið við hlið á tvo vini sína.Vaknaði við samræði Konunni og manninum bar ekki saman um hvað gerðist næst. Maðurinn sagði konuna hafa verið vakandi þegar þeir komu inn í herbergið og myndirnar voru teknar. Þau hafi síðan farið að kyssast, hrósað hvoru öðru og stundað kynmök með samþykki hennar. Frásögn konunnar er hins vegar á þann veg að hún hafi hreinlega vaknað við það að verið var að eiga við hana samræði og kyssa hana. Hún hafi ekki áttað sig á aðstæðum, aðeins kysst á móti en svo áttað sig á því hvað um var að ræða. Hún hefði orðið mjög hrædd, frosið og hvorki veitt mótspyrnu né kallað á hjálp. Hún átti erfitt með að muna hvernig þessu lauk. Svo hefði hún staðið upp úr rúminu, klætt sig og farið yfir í herbergi systur sinnar. Þar var systir sín með kærasta sínum og brugðust þau við með því að segja manninum að koma sér í burtu. Á meðan var konan hágrátandi inn í herbergi systur sinnar.Foreldrarnir vöknuðu Í hamagangnum vöknuðu foreldrar systranna og hélt faðirinn hinum dæmda þar til lögregluna bar að garði skömmu síðar. Var það mat dómsins að framburður konunnar væri í alla staði trúverðugur, frá upphafi skýr og stöðugur í öllum höfuðatriðum. Samræmdist framburðurinn vitnisburði annarra og sömuleiðis fái hann ríkan stuðning í framburði sálfræðings. Á hinn bóginn var framburður mannsins á skjön við framburð vinar hans til dæmis þess efnis að konan hefði verið vakandi þegar þeir komu inn í herergi hennar. Var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða konunni eina milljón króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands fyrr í dag og má lesa hér. Tengdar fréttir Nauðgaði 17 ára stúlku: Taldi sig vera að upplifa martröð Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir nauðgun. 5. febrúar 2016 10:44 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Vesturlands hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Var hann sakfelldur fyrir að hafa notfært sér að konan, sem dvaldi í foreldrahúsum, gat ekki spornað við samræðinu sökum svefndrunga og mikillar áfengisdrykkju fyrr um kvöldið. Maðurinn og konan þekktust aðeins lítillega en þau höfðu verið á balli á Vesturlandi fyrr um kvöldið, þann 20. desember 2014. Að loknu ballinu hélt konan heim til sín og sofnaði en síðar um nóttina kom maðurinn ásamt vini sínum, sem var í sambandi við systur konunnar, í húsið. Fóru þeir inn í herbergi konunnar og grínuðust þeir með að ákærði myndi bara gista hjá stelpunni. Fóru þeir inn í herbergi hennar og tók sá sem var í sambandi með systur konunnar meðal annars mynd af félaga sínum liggjandi í rúminu hjá konunni. Um grín átti að hafa verið að ræða og yfirgaf hann svo herbergið. Hann sendi myndina af þeim liggjandi hlið við hlið á tvo vini sína.Vaknaði við samræði Konunni og manninum bar ekki saman um hvað gerðist næst. Maðurinn sagði konuna hafa verið vakandi þegar þeir komu inn í herbergið og myndirnar voru teknar. Þau hafi síðan farið að kyssast, hrósað hvoru öðru og stundað kynmök með samþykki hennar. Frásögn konunnar er hins vegar á þann veg að hún hafi hreinlega vaknað við það að verið var að eiga við hana samræði og kyssa hana. Hún hafi ekki áttað sig á aðstæðum, aðeins kysst á móti en svo áttað sig á því hvað um var að ræða. Hún hefði orðið mjög hrædd, frosið og hvorki veitt mótspyrnu né kallað á hjálp. Hún átti erfitt með að muna hvernig þessu lauk. Svo hefði hún staðið upp úr rúminu, klætt sig og farið yfir í herbergi systur sinnar. Þar var systir sín með kærasta sínum og brugðust þau við með því að segja manninum að koma sér í burtu. Á meðan var konan hágrátandi inn í herbergi systur sinnar.Foreldrarnir vöknuðu Í hamagangnum vöknuðu foreldrar systranna og hélt faðirinn hinum dæmda þar til lögregluna bar að garði skömmu síðar. Var það mat dómsins að framburður konunnar væri í alla staði trúverðugur, frá upphafi skýr og stöðugur í öllum höfuðatriðum. Samræmdist framburðurinn vitnisburði annarra og sömuleiðis fái hann ríkan stuðning í framburði sálfræðings. Á hinn bóginn var framburður mannsins á skjön við framburð vinar hans til dæmis þess efnis að konan hefði verið vakandi þegar þeir komu inn í herergi hennar. Var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða konunni eina milljón króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands fyrr í dag og má lesa hér.
Tengdar fréttir Nauðgaði 17 ára stúlku: Taldi sig vera að upplifa martröð Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir nauðgun. 5. febrúar 2016 10:44 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Nauðgaði 17 ára stúlku: Taldi sig vera að upplifa martröð Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir nauðgun. 5. febrúar 2016 10:44