Engin ofbeit? Ólafur Arnalds skrifar 24. mars 2016 07:00 Það er verið að gera samninga við bændur um styrk þjóðarinnar við starfsemi þeirra. Það munu að líkindum yfir 50 milljarðar renna frá almenningi til sauðfjárframleiðslunnar á næstu 10 árum. Um það bil þriðjungur framleiðslunnar er fluttur út, við erum að greiða niður kjöt ofan í erlenda neytendur í ríkulegum mæli. Lengi hefur verið barist fyrir því að nýta samninga við bændur til þess að hætta beit á illa grónum afréttum landsins. Nú hefur formaður Landssamtaka sauðfjárbænda stigið fram í útvarpi (Spegillinn 21. mars) og hafnað því að ofbeit eigi sér stað á Íslandi. Það verður að teljast býsna alvarleg yfirlýsing í ljósi baráttunnar fyrir beitarfriðun illa gróins lands. Stórtíðindi. Staðreyndin er sú að Landgræðsla ríkisins, samtök á borð við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, fagfólk og ótal margir aðrir hafa barist fyrir því áratugum saman að beit á verst grónu afrétti landsins verði hætt. Ég fullyrði að beit á illa grónum afréttum getur ekki talist annað en rányrkja og er í raun alltaf ofbeit. Fyrir því hafa verið færð gild fagleg rök svo áratugum skiptir, aftur og aftur. Að tengja slíka nýtingu við „sjálfbæra landnýtingu“ er hlálegt. Kolefnisspor dilkakjötsframleiðslu er meðal þess versta sem þekkist fyrir fæðu í heiminum og vistspor auðnabeitar er „stjarnfræðilegt“. Ísland er eigi að síður aðili að alþjóðasamningum á sviði umhverfismála sem lasta nýtingu af þessu tagi. Góðu starfi í tengslum við „gæðastýringu í sauðfjárrækt“ ber síst að hallmæla, en gæðastýringin nær einfaldlega ekki markmiðum sjálfbærrar nýtingar. Gott starf bænda í verkefninu „Bændur græða landið“ uppfyllir heldur ekki upphafleg markmið verkefnisins. Illa grónir afréttir landsins eru enn þá beittir. Það er afleitt að þessi ágætu verkefni séu notuð til að afneita vanda. Af hverju að grípa til klassískra afneitunarfræða í stað þess að viðurkenna vandann og taka á honum, m.a. í tengslum við yfirstandandi samningsgerð við þjóðina? Og um leið að skapa nauðsynlegan frið um þessa atvinnustarfsemi. Hvers eiga bændur sem nýta vel gróin svæði landsins til beitar að gjalda fyrir afneitunarhneigð hinna? Og af hverju ætti þjóðin að vera að borga með beitarnýtingu á þann hluta afréttarlands sem er illa gróinn? Það er vitaskuld fráleitt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er verið að gera samninga við bændur um styrk þjóðarinnar við starfsemi þeirra. Það munu að líkindum yfir 50 milljarðar renna frá almenningi til sauðfjárframleiðslunnar á næstu 10 árum. Um það bil þriðjungur framleiðslunnar er fluttur út, við erum að greiða niður kjöt ofan í erlenda neytendur í ríkulegum mæli. Lengi hefur verið barist fyrir því að nýta samninga við bændur til þess að hætta beit á illa grónum afréttum landsins. Nú hefur formaður Landssamtaka sauðfjárbænda stigið fram í útvarpi (Spegillinn 21. mars) og hafnað því að ofbeit eigi sér stað á Íslandi. Það verður að teljast býsna alvarleg yfirlýsing í ljósi baráttunnar fyrir beitarfriðun illa gróins lands. Stórtíðindi. Staðreyndin er sú að Landgræðsla ríkisins, samtök á borð við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, fagfólk og ótal margir aðrir hafa barist fyrir því áratugum saman að beit á verst grónu afrétti landsins verði hætt. Ég fullyrði að beit á illa grónum afréttum getur ekki talist annað en rányrkja og er í raun alltaf ofbeit. Fyrir því hafa verið færð gild fagleg rök svo áratugum skiptir, aftur og aftur. Að tengja slíka nýtingu við „sjálfbæra landnýtingu“ er hlálegt. Kolefnisspor dilkakjötsframleiðslu er meðal þess versta sem þekkist fyrir fæðu í heiminum og vistspor auðnabeitar er „stjarnfræðilegt“. Ísland er eigi að síður aðili að alþjóðasamningum á sviði umhverfismála sem lasta nýtingu af þessu tagi. Góðu starfi í tengslum við „gæðastýringu í sauðfjárrækt“ ber síst að hallmæla, en gæðastýringin nær einfaldlega ekki markmiðum sjálfbærrar nýtingar. Gott starf bænda í verkefninu „Bændur græða landið“ uppfyllir heldur ekki upphafleg markmið verkefnisins. Illa grónir afréttir landsins eru enn þá beittir. Það er afleitt að þessi ágætu verkefni séu notuð til að afneita vanda. Af hverju að grípa til klassískra afneitunarfræða í stað þess að viðurkenna vandann og taka á honum, m.a. í tengslum við yfirstandandi samningsgerð við þjóðina? Og um leið að skapa nauðsynlegan frið um þessa atvinnustarfsemi. Hvers eiga bændur sem nýta vel gróin svæði landsins til beitar að gjalda fyrir afneitunarhneigð hinna? Og af hverju ætti þjóðin að vera að borga með beitarnýtingu á þann hluta afréttarlands sem er illa gróinn? Það er vitaskuld fráleitt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun