Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra Snærós Sindradóttir skrifar 26. janúar 2016 07:00 Kristinn Ingvarsson Kólumbísk yfirvöld hafa sent innanríkisráðuneytinu bréf þar sem falast er eftir svörum um það hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fara fram hér á landi. Engin lönd bjóða upp á ættleiðingar barna, út úr fæðingarlandi þeirra, til samkynhneigðra para. Ættleiðingar til samkynhneigðra eru leyfðar hér á landi en hingað til hefur aðeins tekist að ættleiða börn innanlands. Kólumbíumenn spyrja meðal annars hvort börn séu undirbúin sérstaklega fyrir það að vera ættleidd til samkynhneigðs pars. Stjórnarskrárdómstóll í Kólumbíu úrskurðaði í nóvember að ættleiðingarskrifstofur mættu ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar. Kaþólska kirkjan í Kólumbíu segir með dóminum sé brotið á réttindum barna. „Eins og við lesum í þetta þá er verið að taka einhver skref. Það að þeir séu að spyrja er jákvætt en það segir svo sem ekkert um framhaldið,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Yfirvöld í Kólumbíu sendu fyrirtækinu 450 blaðsíðna drög að nýjum ættleiðingarreglum. Reglurnar eru á spænsku og þýðingu ólokið. Kristinn segir að í samtali við ráðuneytið hafi verið rætt að senda ítarlegt svar um undirbúning ættleiðinga og fræðslu hér á landi. „Það er alveg skýrt að við komum ekki öðruvísi fram við samkynhneigða en gagnkynhneigða.“ Kristinn segist hóflega bjartsýnn að þetta þýði að samkynhneigðir hér á landi geti ættleitt börn á næstunni. „Það er einhver hreyfing í heiminum og ég er bjartsýnn á að innan tíu ára verið það í boði,“ segir hann. Samkvæmt Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins, er ekkert sem bendir til þess í bréfinu frá miðstjórnarvaldi Kólumbíu að breytingar séu í burðarliðnum. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Kólumbísk yfirvöld hafa sent innanríkisráðuneytinu bréf þar sem falast er eftir svörum um það hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fara fram hér á landi. Engin lönd bjóða upp á ættleiðingar barna, út úr fæðingarlandi þeirra, til samkynhneigðra para. Ættleiðingar til samkynhneigðra eru leyfðar hér á landi en hingað til hefur aðeins tekist að ættleiða börn innanlands. Kólumbíumenn spyrja meðal annars hvort börn séu undirbúin sérstaklega fyrir það að vera ættleidd til samkynhneigðs pars. Stjórnarskrárdómstóll í Kólumbíu úrskurðaði í nóvember að ættleiðingarskrifstofur mættu ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar. Kaþólska kirkjan í Kólumbíu segir með dóminum sé brotið á réttindum barna. „Eins og við lesum í þetta þá er verið að taka einhver skref. Það að þeir séu að spyrja er jákvætt en það segir svo sem ekkert um framhaldið,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Yfirvöld í Kólumbíu sendu fyrirtækinu 450 blaðsíðna drög að nýjum ættleiðingarreglum. Reglurnar eru á spænsku og þýðingu ólokið. Kristinn segir að í samtali við ráðuneytið hafi verið rætt að senda ítarlegt svar um undirbúning ættleiðinga og fræðslu hér á landi. „Það er alveg skýrt að við komum ekki öðruvísi fram við samkynhneigða en gagnkynhneigða.“ Kristinn segist hóflega bjartsýnn að þetta þýði að samkynhneigðir hér á landi geti ættleitt börn á næstunni. „Það er einhver hreyfing í heiminum og ég er bjartsýnn á að innan tíu ára verið það í boði,“ segir hann. Samkvæmt Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins, er ekkert sem bendir til þess í bréfinu frá miðstjórnarvaldi Kólumbíu að breytingar séu í burðarliðnum.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira