Segir sumarhúsaeigendur hunsaða Sæunn Gísladóttir skrifar 8. júlí 2016 06:00 Formaður Landssambands sumarhúsaeigenda segir sumarhús ekki vera fjárfestingu. vísir/pjétur Landssamband sumarhúsaeigenda skorar á stjórnvöld að fella niður skatta af söluhagnaði frístundahúsa. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir frístundahús ekkert annað en framlengingu af heimili fólks. Hann segist enga áheyrn fá frá stjórnvöldum um tillögur sambandsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tuttugu prósent tekjuskattur er lagður á söluhagnað sumarhúsa í dag. Sveinn segir að dæmi séu um að fólk sem sé komið á ellilífeyri geti lent í því að fá ekki ellilífeyrinn þegar það selur sumarhúsin sín. „Við höfum í gegnum tíðina verið að vinna í því að fá stjórnvöld til að skilja þá stöðu sem fólk er í. Frístundahús er ekki fjárfesting, heldur annað heimili. Ef þú kaupir húsnæði í bænum þar sem þú ert með lögheimili þá þarftu ekki að borga hagnað af því ef þú ert búinn að eiga það í tvö ár og selur það. Okkur finnst að sama ætti að gilda um sumarhúsin,“ segir Sveinn.Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Mynd/Sveinn GuðmundssonSveinn bendir á að á eignarhaldstíma, sem getur spannað áratugi, hafi farið fram margvíslegar endurbætur og viðbætur sem geta náð verulegum fjárhæðum og haft áhrif á endursöluverð sumarhúss. Erfitt sé þó að halda bókhald af húsi sem búið er að eiga í áratugi, því taki söluhagnaður oft ekki mið af þeirri fjárhæð sem búið er að setja í húsið. Sveinn segir sambandið hafa ítrekað gert tilraunir til áheyrnar stjórnvalda, en enginn fjármálaráðherra hafi haft áhuga á því að liðsinna fólki og sýna þessu skilning. „Það er enginn vilji til að taka okkur í viðtal, við höfum beðið um fund með fjármálaráðherra varðandi erindi sem við sendum á sínum tíma.“ Sveinn segir að fólk geti farið ýmsar krókaleiðir til að forðast skattinn. „Það getur framselt frístundahúsin til barna sinna með fyrirframgreiddum arfi, en börnin þurfa að greiða tíu prósent skatt af því. Fólk á ekki að þurfa að fara einhverjar krókaleiðir. Það verður líka alltaf einhver kostnaður af þeim,“ segir Sveinn Guðmundsson. Aðalbjörg GuðgeirsdóttirBæturnar skerðast um tíu þúsund á mánuði Dæmi eru um að ellilífeyrir og örorkubætur skerðist um tugi þúsunda vegna sölu einstaklinga á sumarhúsum. Aðalbjörg Guðgeirsdóttir, sem er öryrki, seldi fyrir ári sumarbústað sem hún hafði átt í tuttugu ár og skerðast bætur hennar um tíu þúsund krónur á mánuði vegna þess. „Ég taldi að það gilti það sama um sumarhús og íbúðarhús, að ég þyrfti ekki að borga skatt af því. En svo fékk ég reikning frá Tryggingastofnun upp á 377 þúsund krónur,“ segir Aðalbjörg. Hún útskýrir að eitthvað af reikningnum hafi verið út af því að hún hefði bætt við sig vinnu en 204 þúsund krónur hafi verið út af sölu sumarbústaðarins. „Tryggingastofnun leyfði mér að dreifa þessu á þrjátíu og sex mánuði, hún tekur tíu þúsund krónur af bótunum mínum yfir þann tíma og svo fara tuttugu þúsund krónur í skatt í hverjum mánuði út af þessum litla söluhagnaði. Þetta eru þrjátíu þúsund krónur á mánuði sem mann munar verulega um,“ segir Aðalbjörg.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Landssamband sumarhúsaeigenda skorar á stjórnvöld að fella niður skatta af söluhagnaði frístundahúsa. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir frístundahús ekkert annað en framlengingu af heimili fólks. Hann segist enga áheyrn fá frá stjórnvöldum um tillögur sambandsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tuttugu prósent tekjuskattur er lagður á söluhagnað sumarhúsa í dag. Sveinn segir að dæmi séu um að fólk sem sé komið á ellilífeyri geti lent í því að fá ekki ellilífeyrinn þegar það selur sumarhúsin sín. „Við höfum í gegnum tíðina verið að vinna í því að fá stjórnvöld til að skilja þá stöðu sem fólk er í. Frístundahús er ekki fjárfesting, heldur annað heimili. Ef þú kaupir húsnæði í bænum þar sem þú ert með lögheimili þá þarftu ekki að borga hagnað af því ef þú ert búinn að eiga það í tvö ár og selur það. Okkur finnst að sama ætti að gilda um sumarhúsin,“ segir Sveinn.Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Mynd/Sveinn GuðmundssonSveinn bendir á að á eignarhaldstíma, sem getur spannað áratugi, hafi farið fram margvíslegar endurbætur og viðbætur sem geta náð verulegum fjárhæðum og haft áhrif á endursöluverð sumarhúss. Erfitt sé þó að halda bókhald af húsi sem búið er að eiga í áratugi, því taki söluhagnaður oft ekki mið af þeirri fjárhæð sem búið er að setja í húsið. Sveinn segir sambandið hafa ítrekað gert tilraunir til áheyrnar stjórnvalda, en enginn fjármálaráðherra hafi haft áhuga á því að liðsinna fólki og sýna þessu skilning. „Það er enginn vilji til að taka okkur í viðtal, við höfum beðið um fund með fjármálaráðherra varðandi erindi sem við sendum á sínum tíma.“ Sveinn segir að fólk geti farið ýmsar krókaleiðir til að forðast skattinn. „Það getur framselt frístundahúsin til barna sinna með fyrirframgreiddum arfi, en börnin þurfa að greiða tíu prósent skatt af því. Fólk á ekki að þurfa að fara einhverjar krókaleiðir. Það verður líka alltaf einhver kostnaður af þeim,“ segir Sveinn Guðmundsson. Aðalbjörg GuðgeirsdóttirBæturnar skerðast um tíu þúsund á mánuði Dæmi eru um að ellilífeyrir og örorkubætur skerðist um tugi þúsunda vegna sölu einstaklinga á sumarhúsum. Aðalbjörg Guðgeirsdóttir, sem er öryrki, seldi fyrir ári sumarbústað sem hún hafði átt í tuttugu ár og skerðast bætur hennar um tíu þúsund krónur á mánuði vegna þess. „Ég taldi að það gilti það sama um sumarhús og íbúðarhús, að ég þyrfti ekki að borga skatt af því. En svo fékk ég reikning frá Tryggingastofnun upp á 377 þúsund krónur,“ segir Aðalbjörg. Hún útskýrir að eitthvað af reikningnum hafi verið út af því að hún hefði bætt við sig vinnu en 204 þúsund krónur hafi verið út af sölu sumarbústaðarins. „Tryggingastofnun leyfði mér að dreifa þessu á þrjátíu og sex mánuði, hún tekur tíu þúsund krónur af bótunum mínum yfir þann tíma og svo fara tuttugu þúsund krónur í skatt í hverjum mánuði út af þessum litla söluhagnaði. Þetta eru þrjátíu þúsund krónur á mánuði sem mann munar verulega um,“ segir Aðalbjörg.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira