Atvinnuleysi háskólamenntaðra fer vaxandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. maí 2016 19:30 Formaður Stúdentaráðs HÍ segir það ógnvekjandi þróun að háskólamenntun skili ekki sama ávinningi og áður. Fjölgun háskólamenntaðs fólks á vinnumarkaði hefur leitt til aukinnar samkeppni um störf þar sem háskólamenntunar er krafist. Atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra fer vaxandi. Þess utan eru horfur á fjölgun starfa við hæfi háskólamenntaðra ekki góðar. Miðgildi tekna þeirra sem eru á milli tvítugs og þrítugs hefur lækkað verulega frá hruni miðað við aðra aldurshópa en samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast frá hruni.Sjá einnig: Þúsaldarbölvunin virðist ríkja á Íslandi.Fjárhagslegur ábati háskólanáms hér á landi er almennt minni en í öðrum löndum innan OECD en undanfarin ár hefur launamunur þeirra sem hafa háskólamenntun og þeirra sem hafa hana ekki minnkað töluvert. „Þetta eru auðvitað bara mjög ógnvekjandi fréttir og sérstaklega í ljósi þess að ég er nú sjálfur að fara að útskrifast núna í sumar. Svo ég innilega vona að eitthvað gerist til þess að þessi þróun snúist við,“ segir Aron Ólafsson formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Aron segist mikið verða var við að fólk fái ekki vinnu við hæfi eftir útskrift úr háskóla og að margir kvíði því hreinlega að fara út á vinnumarkaðinn. „Já, ég hef orðið var við það. Og einnig líka þegar fólk er að útskrifast úr náminu sínu þá er það að fá kannski vinnu í þeim geira en þá framlínustörf. Það er að fá störf sem að í sjálfu sér þú þarft ekki háskólamenntun til að starfa við. Og þetta eru langoftast láglaunastörf. Ungt fólk í dag er að fá mjög lág laun greidd. Svo þurfa fyrirtæki svolítið að taka ungu fólku opnum örmum og endurverðleggja hvað ungt fólk hefur fram á að færa,“ segir Aron.Fréttastofa spurði nokkra nemendur við Háskóla Íslands um atvinnuvæntingar þeirra eftir útskrift eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Þúsaldar-bölvunin virðist ríkja á Íslandi Hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun hefur tvöfaldast frá hruni. Dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands segir stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði fara versnandi. Ungt fólk fái lægri byrjunarlaun og ekki launahækkanir. 19. maí 2016 07:00 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Formaður Stúdentaráðs HÍ segir það ógnvekjandi þróun að háskólamenntun skili ekki sama ávinningi og áður. Fjölgun háskólamenntaðs fólks á vinnumarkaði hefur leitt til aukinnar samkeppni um störf þar sem háskólamenntunar er krafist. Atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra fer vaxandi. Þess utan eru horfur á fjölgun starfa við hæfi háskólamenntaðra ekki góðar. Miðgildi tekna þeirra sem eru á milli tvítugs og þrítugs hefur lækkað verulega frá hruni miðað við aðra aldurshópa en samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast frá hruni.Sjá einnig: Þúsaldarbölvunin virðist ríkja á Íslandi.Fjárhagslegur ábati háskólanáms hér á landi er almennt minni en í öðrum löndum innan OECD en undanfarin ár hefur launamunur þeirra sem hafa háskólamenntun og þeirra sem hafa hana ekki minnkað töluvert. „Þetta eru auðvitað bara mjög ógnvekjandi fréttir og sérstaklega í ljósi þess að ég er nú sjálfur að fara að útskrifast núna í sumar. Svo ég innilega vona að eitthvað gerist til þess að þessi þróun snúist við,“ segir Aron Ólafsson formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Aron segist mikið verða var við að fólk fái ekki vinnu við hæfi eftir útskrift úr háskóla og að margir kvíði því hreinlega að fara út á vinnumarkaðinn. „Já, ég hef orðið var við það. Og einnig líka þegar fólk er að útskrifast úr náminu sínu þá er það að fá kannski vinnu í þeim geira en þá framlínustörf. Það er að fá störf sem að í sjálfu sér þú þarft ekki háskólamenntun til að starfa við. Og þetta eru langoftast láglaunastörf. Ungt fólk í dag er að fá mjög lág laun greidd. Svo þurfa fyrirtæki svolítið að taka ungu fólku opnum örmum og endurverðleggja hvað ungt fólk hefur fram á að færa,“ segir Aron.Fréttastofa spurði nokkra nemendur við Háskóla Íslands um atvinnuvæntingar þeirra eftir útskrift eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Þúsaldar-bölvunin virðist ríkja á Íslandi Hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun hefur tvöfaldast frá hruni. Dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands segir stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði fara versnandi. Ungt fólk fái lægri byrjunarlaun og ekki launahækkanir. 19. maí 2016 07:00 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Þúsaldar-bölvunin virðist ríkja á Íslandi Hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun hefur tvöfaldast frá hruni. Dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands segir stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði fara versnandi. Ungt fólk fái lægri byrjunarlaun og ekki launahækkanir. 19. maí 2016 07:00