Þúsaldar-bölvunin virðist ríkja á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 19. maí 2016 07:00 „Ég held að nægilega mörg dæmi styðji það að háskólamenntaðir í dag hafi ekki sömu tækifæri og þeir höfðu áður, bæði hvað varðar val um starf og laun,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann heldur fyrirlestur um stöðu ungs háskólafólks á vinnumarkaði á opnu málþingi BHM í dag. Miðgildi tekna þeirra sem eru á milli tvítugs og þrítugs hefur lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Ásgeir telur að hægt sé að fullyrða að staða ungra háskólamenntaðra á vinnumarkaði á Íslandi sé orðin verri en hjá fyrri kynslóðum. Ásgeir bendir á að vandamálið eigi ekki eingöngu við um Ísland heldur um heila kynslóð, „þúsaldarkynslóðina“ svokölluðu (e. millennials), sem er á aldrinum 18 til 35 ára í dag. „Þetta er ekki alveg jafn slæmt hér og í Bandaríkjunum þar sem miðgildi tekna er hið sama fyrir fólk og upp úr 1980,“ segir Ásgeir.Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands.„Þessar ungu kynslóðir hafa verið að dragast aftur úr. Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og hefur áður þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna er í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. „Það eru ýmsar skýringar á þessu, þetta tengist tæknibreytingum, minni framleiðni og lægra fjárfestingarstigi í vestrænum heimi eftir kreppu. Ég tengi þetta líka við höftin á Íslandi. Það getur eiginlega ekkert alþjóðlegt fyrirtæki starfað á Íslandi vegna þessara hafta, ég held að höftin muni lækka ævitekjur ungs fólks allverulega,“ segir Ásgeir. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir atvinnuleysi ungs háskólamenntaðs fólks vera áhyggjuefni. „Áherslan á háskólamenntaða hefur aukist smátt og smátt,“ segir Karl. „Þróun hefur átt sér stað frá hruni. Ástæðan er tvíþætt, í fyrsta lagi fjölgar háskólamenntuðum á vinnumarkaði nokkuð hratt og þar af leiðandi er eðlilegt að þeim fjölgi á atvinnuleysisskrá líka samhliða, eða verði hærra hlutfall. Það er að hluta til skýringin. Þetta skýrist líka af því að þau störf sem hafa orðið til á vinnumarkaði síðustu ár hafa verið þjónustustörf og afgreiðslustörf, sem krefjast ekki slíkrar menntunar,“ segir hann. Karl telur að færri störf hafi orðið til fyrir háskólamenntaða bæði vegna aðhalds hjá ríkinu hvað varðar heilbrigðis- og félagsþjónustu, og vegna minni nýsköpunar í atvinnulífinu. „Almennt hafa ekki orðið til nægilega mörg störf á fjölbreyttum vettvangi, nema í ferðaþjónustu og byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Ég held að nægilega mörg dæmi styðji það að háskólamenntaðir í dag hafi ekki sömu tækifæri og þeir höfðu áður, bæði hvað varðar val um starf og laun,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann heldur fyrirlestur um stöðu ungs háskólafólks á vinnumarkaði á opnu málþingi BHM í dag. Miðgildi tekna þeirra sem eru á milli tvítugs og þrítugs hefur lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Ásgeir telur að hægt sé að fullyrða að staða ungra háskólamenntaðra á vinnumarkaði á Íslandi sé orðin verri en hjá fyrri kynslóðum. Ásgeir bendir á að vandamálið eigi ekki eingöngu við um Ísland heldur um heila kynslóð, „þúsaldarkynslóðina“ svokölluðu (e. millennials), sem er á aldrinum 18 til 35 ára í dag. „Þetta er ekki alveg jafn slæmt hér og í Bandaríkjunum þar sem miðgildi tekna er hið sama fyrir fólk og upp úr 1980,“ segir Ásgeir.Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands.„Þessar ungu kynslóðir hafa verið að dragast aftur úr. Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og hefur áður þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna er í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. „Það eru ýmsar skýringar á þessu, þetta tengist tæknibreytingum, minni framleiðni og lægra fjárfestingarstigi í vestrænum heimi eftir kreppu. Ég tengi þetta líka við höftin á Íslandi. Það getur eiginlega ekkert alþjóðlegt fyrirtæki starfað á Íslandi vegna þessara hafta, ég held að höftin muni lækka ævitekjur ungs fólks allverulega,“ segir Ásgeir. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir atvinnuleysi ungs háskólamenntaðs fólks vera áhyggjuefni. „Áherslan á háskólamenntaða hefur aukist smátt og smátt,“ segir Karl. „Þróun hefur átt sér stað frá hruni. Ástæðan er tvíþætt, í fyrsta lagi fjölgar háskólamenntuðum á vinnumarkaði nokkuð hratt og þar af leiðandi er eðlilegt að þeim fjölgi á atvinnuleysisskrá líka samhliða, eða verði hærra hlutfall. Það er að hluta til skýringin. Þetta skýrist líka af því að þau störf sem hafa orðið til á vinnumarkaði síðustu ár hafa verið þjónustustörf og afgreiðslustörf, sem krefjast ekki slíkrar menntunar,“ segir hann. Karl telur að færri störf hafi orðið til fyrir háskólamenntaða bæði vegna aðhalds hjá ríkinu hvað varðar heilbrigðis- og félagsþjónustu, og vegna minni nýsköpunar í atvinnulífinu. „Almennt hafa ekki orðið til nægilega mörg störf á fjölbreyttum vettvangi, nema í ferðaþjónustu og byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira