Þúsaldar-bölvunin virðist ríkja á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 19. maí 2016 07:00 „Ég held að nægilega mörg dæmi styðji það að háskólamenntaðir í dag hafi ekki sömu tækifæri og þeir höfðu áður, bæði hvað varðar val um starf og laun,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann heldur fyrirlestur um stöðu ungs háskólafólks á vinnumarkaði á opnu málþingi BHM í dag. Miðgildi tekna þeirra sem eru á milli tvítugs og þrítugs hefur lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Ásgeir telur að hægt sé að fullyrða að staða ungra háskólamenntaðra á vinnumarkaði á Íslandi sé orðin verri en hjá fyrri kynslóðum. Ásgeir bendir á að vandamálið eigi ekki eingöngu við um Ísland heldur um heila kynslóð, „þúsaldarkynslóðina“ svokölluðu (e. millennials), sem er á aldrinum 18 til 35 ára í dag. „Þetta er ekki alveg jafn slæmt hér og í Bandaríkjunum þar sem miðgildi tekna er hið sama fyrir fólk og upp úr 1980,“ segir Ásgeir.Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands.„Þessar ungu kynslóðir hafa verið að dragast aftur úr. Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og hefur áður þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna er í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. „Það eru ýmsar skýringar á þessu, þetta tengist tæknibreytingum, minni framleiðni og lægra fjárfestingarstigi í vestrænum heimi eftir kreppu. Ég tengi þetta líka við höftin á Íslandi. Það getur eiginlega ekkert alþjóðlegt fyrirtæki starfað á Íslandi vegna þessara hafta, ég held að höftin muni lækka ævitekjur ungs fólks allverulega,“ segir Ásgeir. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir atvinnuleysi ungs háskólamenntaðs fólks vera áhyggjuefni. „Áherslan á háskólamenntaða hefur aukist smátt og smátt,“ segir Karl. „Þróun hefur átt sér stað frá hruni. Ástæðan er tvíþætt, í fyrsta lagi fjölgar háskólamenntuðum á vinnumarkaði nokkuð hratt og þar af leiðandi er eðlilegt að þeim fjölgi á atvinnuleysisskrá líka samhliða, eða verði hærra hlutfall. Það er að hluta til skýringin. Þetta skýrist líka af því að þau störf sem hafa orðið til á vinnumarkaði síðustu ár hafa verið þjónustustörf og afgreiðslustörf, sem krefjast ekki slíkrar menntunar,“ segir hann. Karl telur að færri störf hafi orðið til fyrir háskólamenntaða bæði vegna aðhalds hjá ríkinu hvað varðar heilbrigðis- og félagsþjónustu, og vegna minni nýsköpunar í atvinnulífinu. „Almennt hafa ekki orðið til nægilega mörg störf á fjölbreyttum vettvangi, nema í ferðaþjónustu og byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
„Ég held að nægilega mörg dæmi styðji það að háskólamenntaðir í dag hafi ekki sömu tækifæri og þeir höfðu áður, bæði hvað varðar val um starf og laun,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann heldur fyrirlestur um stöðu ungs háskólafólks á vinnumarkaði á opnu málþingi BHM í dag. Miðgildi tekna þeirra sem eru á milli tvítugs og þrítugs hefur lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Ásgeir telur að hægt sé að fullyrða að staða ungra háskólamenntaðra á vinnumarkaði á Íslandi sé orðin verri en hjá fyrri kynslóðum. Ásgeir bendir á að vandamálið eigi ekki eingöngu við um Ísland heldur um heila kynslóð, „þúsaldarkynslóðina“ svokölluðu (e. millennials), sem er á aldrinum 18 til 35 ára í dag. „Þetta er ekki alveg jafn slæmt hér og í Bandaríkjunum þar sem miðgildi tekna er hið sama fyrir fólk og upp úr 1980,“ segir Ásgeir.Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands.„Þessar ungu kynslóðir hafa verið að dragast aftur úr. Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og hefur áður þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna er í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. „Það eru ýmsar skýringar á þessu, þetta tengist tæknibreytingum, minni framleiðni og lægra fjárfestingarstigi í vestrænum heimi eftir kreppu. Ég tengi þetta líka við höftin á Íslandi. Það getur eiginlega ekkert alþjóðlegt fyrirtæki starfað á Íslandi vegna þessara hafta, ég held að höftin muni lækka ævitekjur ungs fólks allverulega,“ segir Ásgeir. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir atvinnuleysi ungs háskólamenntaðs fólks vera áhyggjuefni. „Áherslan á háskólamenntaða hefur aukist smátt og smátt,“ segir Karl. „Þróun hefur átt sér stað frá hruni. Ástæðan er tvíþætt, í fyrsta lagi fjölgar háskólamenntuðum á vinnumarkaði nokkuð hratt og þar af leiðandi er eðlilegt að þeim fjölgi á atvinnuleysisskrá líka samhliða, eða verði hærra hlutfall. Það er að hluta til skýringin. Þetta skýrist líka af því að þau störf sem hafa orðið til á vinnumarkaði síðustu ár hafa verið þjónustustörf og afgreiðslustörf, sem krefjast ekki slíkrar menntunar,“ segir hann. Karl telur að færri störf hafi orðið til fyrir háskólamenntaða bæði vegna aðhalds hjá ríkinu hvað varðar heilbrigðis- og félagsþjónustu, og vegna minni nýsköpunar í atvinnulífinu. „Almennt hafa ekki orðið til nægilega mörg störf á fjölbreyttum vettvangi, nema í ferðaþjónustu og byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira