Þúsaldar-bölvunin virðist ríkja á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 19. maí 2016 07:00 „Ég held að nægilega mörg dæmi styðji það að háskólamenntaðir í dag hafi ekki sömu tækifæri og þeir höfðu áður, bæði hvað varðar val um starf og laun,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann heldur fyrirlestur um stöðu ungs háskólafólks á vinnumarkaði á opnu málþingi BHM í dag. Miðgildi tekna þeirra sem eru á milli tvítugs og þrítugs hefur lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Ásgeir telur að hægt sé að fullyrða að staða ungra háskólamenntaðra á vinnumarkaði á Íslandi sé orðin verri en hjá fyrri kynslóðum. Ásgeir bendir á að vandamálið eigi ekki eingöngu við um Ísland heldur um heila kynslóð, „þúsaldarkynslóðina“ svokölluðu (e. millennials), sem er á aldrinum 18 til 35 ára í dag. „Þetta er ekki alveg jafn slæmt hér og í Bandaríkjunum þar sem miðgildi tekna er hið sama fyrir fólk og upp úr 1980,“ segir Ásgeir.Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands.„Þessar ungu kynslóðir hafa verið að dragast aftur úr. Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og hefur áður þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna er í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. „Það eru ýmsar skýringar á þessu, þetta tengist tæknibreytingum, minni framleiðni og lægra fjárfestingarstigi í vestrænum heimi eftir kreppu. Ég tengi þetta líka við höftin á Íslandi. Það getur eiginlega ekkert alþjóðlegt fyrirtæki starfað á Íslandi vegna þessara hafta, ég held að höftin muni lækka ævitekjur ungs fólks allverulega,“ segir Ásgeir. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir atvinnuleysi ungs háskólamenntaðs fólks vera áhyggjuefni. „Áherslan á háskólamenntaða hefur aukist smátt og smátt,“ segir Karl. „Þróun hefur átt sér stað frá hruni. Ástæðan er tvíþætt, í fyrsta lagi fjölgar háskólamenntuðum á vinnumarkaði nokkuð hratt og þar af leiðandi er eðlilegt að þeim fjölgi á atvinnuleysisskrá líka samhliða, eða verði hærra hlutfall. Það er að hluta til skýringin. Þetta skýrist líka af því að þau störf sem hafa orðið til á vinnumarkaði síðustu ár hafa verið þjónustustörf og afgreiðslustörf, sem krefjast ekki slíkrar menntunar,“ segir hann. Karl telur að færri störf hafi orðið til fyrir háskólamenntaða bæði vegna aðhalds hjá ríkinu hvað varðar heilbrigðis- og félagsþjónustu, og vegna minni nýsköpunar í atvinnulífinu. „Almennt hafa ekki orðið til nægilega mörg störf á fjölbreyttum vettvangi, nema í ferðaþjónustu og byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí. Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
„Ég held að nægilega mörg dæmi styðji það að háskólamenntaðir í dag hafi ekki sömu tækifæri og þeir höfðu áður, bæði hvað varðar val um starf og laun,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann heldur fyrirlestur um stöðu ungs háskólafólks á vinnumarkaði á opnu málþingi BHM í dag. Miðgildi tekna þeirra sem eru á milli tvítugs og þrítugs hefur lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Ásgeir telur að hægt sé að fullyrða að staða ungra háskólamenntaðra á vinnumarkaði á Íslandi sé orðin verri en hjá fyrri kynslóðum. Ásgeir bendir á að vandamálið eigi ekki eingöngu við um Ísland heldur um heila kynslóð, „þúsaldarkynslóðina“ svokölluðu (e. millennials), sem er á aldrinum 18 til 35 ára í dag. „Þetta er ekki alveg jafn slæmt hér og í Bandaríkjunum þar sem miðgildi tekna er hið sama fyrir fólk og upp úr 1980,“ segir Ásgeir.Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands.„Þessar ungu kynslóðir hafa verið að dragast aftur úr. Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og hefur áður þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna er í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. „Það eru ýmsar skýringar á þessu, þetta tengist tæknibreytingum, minni framleiðni og lægra fjárfestingarstigi í vestrænum heimi eftir kreppu. Ég tengi þetta líka við höftin á Íslandi. Það getur eiginlega ekkert alþjóðlegt fyrirtæki starfað á Íslandi vegna þessara hafta, ég held að höftin muni lækka ævitekjur ungs fólks allverulega,“ segir Ásgeir. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir atvinnuleysi ungs háskólamenntaðs fólks vera áhyggjuefni. „Áherslan á háskólamenntaða hefur aukist smátt og smátt,“ segir Karl. „Þróun hefur átt sér stað frá hruni. Ástæðan er tvíþætt, í fyrsta lagi fjölgar háskólamenntuðum á vinnumarkaði nokkuð hratt og þar af leiðandi er eðlilegt að þeim fjölgi á atvinnuleysisskrá líka samhliða, eða verði hærra hlutfall. Það er að hluta til skýringin. Þetta skýrist líka af því að þau störf sem hafa orðið til á vinnumarkaði síðustu ár hafa verið þjónustustörf og afgreiðslustörf, sem krefjast ekki slíkrar menntunar,“ segir hann. Karl telur að færri störf hafi orðið til fyrir háskólamenntaða bæði vegna aðhalds hjá ríkinu hvað varðar heilbrigðis- og félagsþjónustu, og vegna minni nýsköpunar í atvinnulífinu. „Almennt hafa ekki orðið til nægilega mörg störf á fjölbreyttum vettvangi, nema í ferðaþjónustu og byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí.
Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira