Þúsaldar-bölvunin virðist ríkja á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 19. maí 2016 07:00 „Ég held að nægilega mörg dæmi styðji það að háskólamenntaðir í dag hafi ekki sömu tækifæri og þeir höfðu áður, bæði hvað varðar val um starf og laun,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann heldur fyrirlestur um stöðu ungs háskólafólks á vinnumarkaði á opnu málþingi BHM í dag. Miðgildi tekna þeirra sem eru á milli tvítugs og þrítugs hefur lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Ásgeir telur að hægt sé að fullyrða að staða ungra háskólamenntaðra á vinnumarkaði á Íslandi sé orðin verri en hjá fyrri kynslóðum. Ásgeir bendir á að vandamálið eigi ekki eingöngu við um Ísland heldur um heila kynslóð, „þúsaldarkynslóðina“ svokölluðu (e. millennials), sem er á aldrinum 18 til 35 ára í dag. „Þetta er ekki alveg jafn slæmt hér og í Bandaríkjunum þar sem miðgildi tekna er hið sama fyrir fólk og upp úr 1980,“ segir Ásgeir.Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands.„Þessar ungu kynslóðir hafa verið að dragast aftur úr. Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og hefur áður þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna er í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. „Það eru ýmsar skýringar á þessu, þetta tengist tæknibreytingum, minni framleiðni og lægra fjárfestingarstigi í vestrænum heimi eftir kreppu. Ég tengi þetta líka við höftin á Íslandi. Það getur eiginlega ekkert alþjóðlegt fyrirtæki starfað á Íslandi vegna þessara hafta, ég held að höftin muni lækka ævitekjur ungs fólks allverulega,“ segir Ásgeir. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir atvinnuleysi ungs háskólamenntaðs fólks vera áhyggjuefni. „Áherslan á háskólamenntaða hefur aukist smátt og smátt,“ segir Karl. „Þróun hefur átt sér stað frá hruni. Ástæðan er tvíþætt, í fyrsta lagi fjölgar háskólamenntuðum á vinnumarkaði nokkuð hratt og þar af leiðandi er eðlilegt að þeim fjölgi á atvinnuleysisskrá líka samhliða, eða verði hærra hlutfall. Það er að hluta til skýringin. Þetta skýrist líka af því að þau störf sem hafa orðið til á vinnumarkaði síðustu ár hafa verið þjónustustörf og afgreiðslustörf, sem krefjast ekki slíkrar menntunar,“ segir hann. Karl telur að færri störf hafi orðið til fyrir háskólamenntaða bæði vegna aðhalds hjá ríkinu hvað varðar heilbrigðis- og félagsþjónustu, og vegna minni nýsköpunar í atvinnulífinu. „Almennt hafa ekki orðið til nægilega mörg störf á fjölbreyttum vettvangi, nema í ferðaþjónustu og byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
„Ég held að nægilega mörg dæmi styðji það að háskólamenntaðir í dag hafi ekki sömu tækifæri og þeir höfðu áður, bæði hvað varðar val um starf og laun,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann heldur fyrirlestur um stöðu ungs háskólafólks á vinnumarkaði á opnu málþingi BHM í dag. Miðgildi tekna þeirra sem eru á milli tvítugs og þrítugs hefur lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Ásgeir telur að hægt sé að fullyrða að staða ungra háskólamenntaðra á vinnumarkaði á Íslandi sé orðin verri en hjá fyrri kynslóðum. Ásgeir bendir á að vandamálið eigi ekki eingöngu við um Ísland heldur um heila kynslóð, „þúsaldarkynslóðina“ svokölluðu (e. millennials), sem er á aldrinum 18 til 35 ára í dag. „Þetta er ekki alveg jafn slæmt hér og í Bandaríkjunum þar sem miðgildi tekna er hið sama fyrir fólk og upp úr 1980,“ segir Ásgeir.Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands.„Þessar ungu kynslóðir hafa verið að dragast aftur úr. Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og hefur áður þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna er í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. „Það eru ýmsar skýringar á þessu, þetta tengist tæknibreytingum, minni framleiðni og lægra fjárfestingarstigi í vestrænum heimi eftir kreppu. Ég tengi þetta líka við höftin á Íslandi. Það getur eiginlega ekkert alþjóðlegt fyrirtæki starfað á Íslandi vegna þessara hafta, ég held að höftin muni lækka ævitekjur ungs fólks allverulega,“ segir Ásgeir. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir atvinnuleysi ungs háskólamenntaðs fólks vera áhyggjuefni. „Áherslan á háskólamenntaða hefur aukist smátt og smátt,“ segir Karl. „Þróun hefur átt sér stað frá hruni. Ástæðan er tvíþætt, í fyrsta lagi fjölgar háskólamenntuðum á vinnumarkaði nokkuð hratt og þar af leiðandi er eðlilegt að þeim fjölgi á atvinnuleysisskrá líka samhliða, eða verði hærra hlutfall. Það er að hluta til skýringin. Þetta skýrist líka af því að þau störf sem hafa orðið til á vinnumarkaði síðustu ár hafa verið þjónustustörf og afgreiðslustörf, sem krefjast ekki slíkrar menntunar,“ segir hann. Karl telur að færri störf hafi orðið til fyrir háskólamenntaða bæði vegna aðhalds hjá ríkinu hvað varðar heilbrigðis- og félagsþjónustu, og vegna minni nýsköpunar í atvinnulífinu. „Almennt hafa ekki orðið til nægilega mörg störf á fjölbreyttum vettvangi, nema í ferðaþjónustu og byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent