Flugumferðarstjóri segist útlægur frá Isavia Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2016 08:00 Guðmundur segir erfitt að vera svo mikið fjarri fjölskyldu sinni og vill fá að sinna starfi sínu hér á landi. vísir/hanna „Ég er í raun sendur í útlegð því menntun mín nýtist ekki hjá öðrum vinnuveitanda á Íslandi,“ segir Guðmundur Jón Friðriksson flugumferðarstjóri sem hefur síðustu fimm ár starfað víðs vegar um heiminn fjarri fjölskyldu sinni eftir að honum var sagt upp störfum hjá Isavia. Hann segist ekki eiga afturkvæmt heim. „Það versta er að þeir vita alveg hvað þeir eru að gera með því að segja upp 43 ára gömlum flugumferðarstjóra þegar það er ekkert annað fyrirtæki á landinu sem sinnir flugumferðarstjórn. Ég hef reynt að komast aftur til starfa og sæki reglulega um en fæ engin svör. Á meðan er skortur á flugumferðarstjórum, til dæmis á Akureyri, og það er skortur á kennurum en ég hef mikla reynslu af kennslu,“ segir hann. Guðmundur hafði unnið sem flugumferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli í rúm tuttugu ár þegar honum var sagt upp. Hann segir móralinn á vinnustaðnum hafa breyst vegna nýs yfirmanns. „Það kom nýr yfirmaður sem hafði neikvæð áhrif á vinnustaðinn. Menn hættu störfum vegna hans, fóru fyrr á eftirlaun eða létu færa sig í starfi.“ Guðmundur segir nýja yfirmanninn hafa lagt sig í einelti en þegar hann kvartaði til starfsmannastjóra fékk hann uppsagnarbréf í hendurnar með þeirri einu skýringu að það væru samskiptaörðugleikar. Guðmundur reyndi að ná sáttum í málinu því hann vildi gjarnan halda áfram að starfa sem flugumferðarstjóri, en án árangurs. Þegar hann fékk engin svör frá Isavia fór hann með málið fyrir dóm. Fyrir ári síðan dæmdi héraðsdómur að uppsögnin hafi verið ólögmæt því Guðmundur fékk enga áminningu. Í dómsorðinu kemur einnig fram að framkoma Isavia í garð Guðmundar hafi verið meiðandi og mannauðssviðið hafi ekki staðið sig þegar ekki var brugðist við kvörtunum um einelti. „En allan tímann reyndi ég að ná sáttum. Þetta snerist ekki um peninga heldur vildi ég fá starfið mitt aftur. Mér var sagt að ég hefði sömu möguleika og aðrir að fá starf að nýju hjá fyrirtækinu án þess þó að fá forgang. Ég var hvattur til að fara út og sækja aftur um. Og það gerði ég, náði mér í meiri reynslu og góð meðmæli en það breytti engu. Mér er enn ekki svarað og er sýnd algjör vanvirðing.“ Síðustu fimm ár hafa verið Guðmundi þungbær enda erfitt að búa fjarri fjölskyldunni en aðstæður ytra bjóða ekki upp á að fjölskyldan búi hjá honum. En hann segir erfitt fyrir mann á miðjum aldri með svo sértækt nám á bakinu að finna sér nýjan starfsvettvang. „Það er búið að fjárfesta tugum milljóna í þjálfun minni. Á sama tíma kvarta flugumferðarstjórar undan álagi og segja að það þurfi að fjölga í stéttinni. En umsóknum mínum er ekki enn svarað. Isavia hefur gefið öllum öðrum flugumferðastjórum sem hafa farið frá fyrirtækinu tækifæri nema mér. Ég vil gjarnan fá skýringu.“ Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri mannauðssviðs Isavia vildi ekki tjá sig um mál einstakra starfsmanna þegar haft var samband við hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Ég er í raun sendur í útlegð því menntun mín nýtist ekki hjá öðrum vinnuveitanda á Íslandi,“ segir Guðmundur Jón Friðriksson flugumferðarstjóri sem hefur síðustu fimm ár starfað víðs vegar um heiminn fjarri fjölskyldu sinni eftir að honum var sagt upp störfum hjá Isavia. Hann segist ekki eiga afturkvæmt heim. „Það versta er að þeir vita alveg hvað þeir eru að gera með því að segja upp 43 ára gömlum flugumferðarstjóra þegar það er ekkert annað fyrirtæki á landinu sem sinnir flugumferðarstjórn. Ég hef reynt að komast aftur til starfa og sæki reglulega um en fæ engin svör. Á meðan er skortur á flugumferðarstjórum, til dæmis á Akureyri, og það er skortur á kennurum en ég hef mikla reynslu af kennslu,“ segir hann. Guðmundur hafði unnið sem flugumferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli í rúm tuttugu ár þegar honum var sagt upp. Hann segir móralinn á vinnustaðnum hafa breyst vegna nýs yfirmanns. „Það kom nýr yfirmaður sem hafði neikvæð áhrif á vinnustaðinn. Menn hættu störfum vegna hans, fóru fyrr á eftirlaun eða létu færa sig í starfi.“ Guðmundur segir nýja yfirmanninn hafa lagt sig í einelti en þegar hann kvartaði til starfsmannastjóra fékk hann uppsagnarbréf í hendurnar með þeirri einu skýringu að það væru samskiptaörðugleikar. Guðmundur reyndi að ná sáttum í málinu því hann vildi gjarnan halda áfram að starfa sem flugumferðarstjóri, en án árangurs. Þegar hann fékk engin svör frá Isavia fór hann með málið fyrir dóm. Fyrir ári síðan dæmdi héraðsdómur að uppsögnin hafi verið ólögmæt því Guðmundur fékk enga áminningu. Í dómsorðinu kemur einnig fram að framkoma Isavia í garð Guðmundar hafi verið meiðandi og mannauðssviðið hafi ekki staðið sig þegar ekki var brugðist við kvörtunum um einelti. „En allan tímann reyndi ég að ná sáttum. Þetta snerist ekki um peninga heldur vildi ég fá starfið mitt aftur. Mér var sagt að ég hefði sömu möguleika og aðrir að fá starf að nýju hjá fyrirtækinu án þess þó að fá forgang. Ég var hvattur til að fara út og sækja aftur um. Og það gerði ég, náði mér í meiri reynslu og góð meðmæli en það breytti engu. Mér er enn ekki svarað og er sýnd algjör vanvirðing.“ Síðustu fimm ár hafa verið Guðmundi þungbær enda erfitt að búa fjarri fjölskyldunni en aðstæður ytra bjóða ekki upp á að fjölskyldan búi hjá honum. En hann segir erfitt fyrir mann á miðjum aldri með svo sértækt nám á bakinu að finna sér nýjan starfsvettvang. „Það er búið að fjárfesta tugum milljóna í þjálfun minni. Á sama tíma kvarta flugumferðarstjórar undan álagi og segja að það þurfi að fjölga í stéttinni. En umsóknum mínum er ekki enn svarað. Isavia hefur gefið öllum öðrum flugumferðastjórum sem hafa farið frá fyrirtækinu tækifæri nema mér. Ég vil gjarnan fá skýringu.“ Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri mannauðssviðs Isavia vildi ekki tjá sig um mál einstakra starfsmanna þegar haft var samband við hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira