Birta myndir af atkvæðum á samfélagsmiðlum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. júní 2016 18:45 Dæmi um birtingu myndar á facebook. MYND/Stöð 2 Dæmi er um að kjósendur, sem kosið hafa utan kjörfundar í forsetakosningunum, hafi birt myndir af atkvæðum sínum á samfélagsmiðlum. Oddviti yfirkjörstjórnar segir athæfið refsivert. Um fimm þúsund manns hafa greitt atkvæði utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en um einn og hálfur mánuður er síðan að atkvæðagreiðslan hófst. Hægt er að kjósa í Perlunni og er kjörsókn með besta móti. „Hún er nú dálítið meiri heldur en hefur verið og mér sýnist EM hafa verulega þýðingu í því sambandi,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir sviðstjóri þinglýsinga- og leyfasviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarið hefur nokkuð verið um að fólk dreifi myndum af atkvæðum sínum úr kjörklefanum á samfélagsmiðlum. „Þetta er í sjálfu sér refsivert athæfi. Þetta varðar sektum ef að fólk sýnir hvernig það hefur kosið. Þannig að það er hægt að beina kærum til lögreglu ef að slíkt athæfi er uppvíst,“ segir Erla S. Árnadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Erla segist þó ekki vita dæmi þess að sektum hafi verið beitt. Bergþóra segir þetta vandamál sem hafi orðið til með aukinni notkun snjallsíma. „Við reyndum hérna eitt árið að fólk þurfti að skila símanum hérna, af því að við urðum vör við það þá, en okkur fannst það fullmikil harka að taka símann af fólki og við treystum því að fólk slökkvi á sínum símum eins og um er beðið,“ segir Bergþóra. Erla telur að þessa myndbirtingu ekki hafa afdrifarík áhrif á kosningarnar.„Það er þannig í forsetakosningum að Hæstiréttur á úrskurðarvald um kærur vegna framkvæmdar kosninganna en mér finnst nú kannski ólíklegt að nokkur svona tilfelli varði ógildinu á kosningunni sem slíkri,“ segir Erla. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Dæmi er um að kjósendur, sem kosið hafa utan kjörfundar í forsetakosningunum, hafi birt myndir af atkvæðum sínum á samfélagsmiðlum. Oddviti yfirkjörstjórnar segir athæfið refsivert. Um fimm þúsund manns hafa greitt atkvæði utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en um einn og hálfur mánuður er síðan að atkvæðagreiðslan hófst. Hægt er að kjósa í Perlunni og er kjörsókn með besta móti. „Hún er nú dálítið meiri heldur en hefur verið og mér sýnist EM hafa verulega þýðingu í því sambandi,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir sviðstjóri þinglýsinga- og leyfasviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarið hefur nokkuð verið um að fólk dreifi myndum af atkvæðum sínum úr kjörklefanum á samfélagsmiðlum. „Þetta er í sjálfu sér refsivert athæfi. Þetta varðar sektum ef að fólk sýnir hvernig það hefur kosið. Þannig að það er hægt að beina kærum til lögreglu ef að slíkt athæfi er uppvíst,“ segir Erla S. Árnadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Erla segist þó ekki vita dæmi þess að sektum hafi verið beitt. Bergþóra segir þetta vandamál sem hafi orðið til með aukinni notkun snjallsíma. „Við reyndum hérna eitt árið að fólk þurfti að skila símanum hérna, af því að við urðum vör við það þá, en okkur fannst það fullmikil harka að taka símann af fólki og við treystum því að fólk slökkvi á sínum símum eins og um er beðið,“ segir Bergþóra. Erla telur að þessa myndbirtingu ekki hafa afdrifarík áhrif á kosningarnar.„Það er þannig í forsetakosningum að Hæstiréttur á úrskurðarvald um kærur vegna framkvæmdar kosninganna en mér finnst nú kannski ólíklegt að nokkur svona tilfelli varði ógildinu á kosningunni sem slíkri,“ segir Erla.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira