Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 64-74 | Snæfell í bikarúrslit í þriðja sinn Sveinn Ólafur Magnússon í TM-höllinni skrifar 24. janúar 2016 22:30 Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 15 stig í leiknum í kvöld. vísir/anton Snæfell er komið í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í þriðja sinn í sögu félagsins eftir 10 stiga sigur, 64-74, á Keflavík í TM-höllinni í kvöld. Snæfell mætir Grindavík í bikarúrslitaleiknum 13. febrúar næstkomandi. Haiden Palmer átti að venju góðan leik í liði Snæfells en hún skoraði 31 stig, tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti sömuleiðis prýðisgóðan leik en hún skoraði 15 stig og tók sex fráköst. Þá stóð Bryndís Guðmundsdóttir einnig fyrir sínu á gamla heimavellinum og skoraði 14 stig. Melissa Zorning var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig en skotnýting hennar var ekki góð. Fyrirliðinn Sandra Lind Þrastardóttir var svo með myndarlega tvennu; 12 stig og 15 fráköst. Heimakonur byrjuðu leikinn mun betur og leiddu með 10 stigum eftir 1. leikhluta, 22-12. Snæfell komst betur inn í leikinn í 2. leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn kominn niður í tvö stig, 33-31. Keflvíkingar héldu forystunni framan af seinni hálfleik en góður kafli undir lok 3. leikhluta þýddi að Snæfell var með þriggja stiga forskot, 46-49, fyrir lokaleikhlutann. Þar reyndust Íslandsmeistararnir mun sterkari en þeir unnu 4. leikhlutann 25-18 og leikinn með 10 stigum, 64-74.Tölfræði leiks:Keflavík-Snæfell 64-74 (22-12, 11-19, 13-18, 18-25)Keflavík: Melissa Zornig 21/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Sandra Lind Þrastardóttir 12/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 11/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0/4 fráköst, Andrea Einarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.Snæfell: Haiden Denise Palmer 31/5 fráköst/6 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 14/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6/7 fráköst, María Björnsdóttir 6, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Alda Leif Jónsdóttir 0.Ingi Þór: Sjálfstraustið kom með góðri vörn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum kátur í leikslok. „Þetta er mjög sætt. Við byrjuðum illa en þegar leið á fengum við framlag frá fleirum og sjálfstraustið kom með góðri vörn,“ sagði Ingi sem hrósaði mótherjunum. „Keflvíkingar eru með flott lið en það var ekki fyrr en við fórum að vera á undan þeim í öllum aðgerðum að við náðum að stöðva þær. Ég sá þær spila á móti Stjörnunni og þetta var ekki sama liðið og þá.“ Ingi segist ekki eiga sér neina óskamótherja í úrslitaleiknum. „Ég veit ekki hvort við mætum Grindavík eða Stjörnunni en það skiptir ekki neinu máli. Snæfell er komið í leikinn sem allir vilja spila og það er ánægulegt,“ sagði Ingi Þór glaður í leikslok.Bryndís: Við vorum full lengi í gang Bryndís Guðmundsdóttir mætti sínu gamla félagi í kvöld en hún átti afbragðs leik. „Mér finnst alltaf gaman að koma og spila í Keflavík en þetta var sætt í kvöld.,“ sagði Bryndís í leikslok. Hún var ekkert alltof sátt með spilamennsku Snæfellsliðsins í leiknum. „Við vorum full lengi í gang. Mér fannst við bara lélegar í fyrri hálfleik en svo small þetta alveg hjá okkur eftir þriðja leikhluta,“ sagði Bryndís sem skoraði 14 stig í leiknum. „Við spiluðum kannski einn góðan leikhluta. Við spiluðum almennilega vörn og saman sem lið eftir 1. leikhluta. „Við fórum að spila fastar en á móti vorum við linar í 1. leikhluta. Við fengum lítið undir körfunni í upphafi en síðan fór þetta að ganga,“ sagði Bryndís að lokum.Sverrir Þór: Það vantaði frumkvæði hjá okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, var ekki sáttur með úrslitin í kvöld. „Ég er hundfúll með að tapa leiknum og vera dottinn út úr bikar en ég var ánægður með baráttuna og fyrri hálfleikinn,“ sagði Sverrir en Keflavík leiddi með tveimur stigum í hálfleik. „Við spiluðum einnig þokkalega framan af seinni hálfleik. En svo lendum við í miklum vandræðum með að skora og Haiden Palmer hún er það góð að hún virðist geta skorað þegar hún vill,“ sagði Sverrir en umrædd Palmer skoraði 31 stig fyrir Snæfell í kvöld. Sverrir vildi sjá frumkvæði hjá sínum stúlkum í leiknum. „Þær spiluðu fast á okkur og ýttu okkur úr stöðum. Það vantar frumkvæðið hjá okkur. „Í staðinn fyrir að finna leiðir þá fara alltof margir leikmenn í felur og það endar með að einhver þarf að taka hálfgert neyðarskot,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Snæfell er komið í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í þriðja sinn í sögu félagsins eftir 10 stiga sigur, 64-74, á Keflavík í TM-höllinni í kvöld. Snæfell mætir Grindavík í bikarúrslitaleiknum 13. febrúar næstkomandi. Haiden Palmer átti að venju góðan leik í liði Snæfells en hún skoraði 31 stig, tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti sömuleiðis prýðisgóðan leik en hún skoraði 15 stig og tók sex fráköst. Þá stóð Bryndís Guðmundsdóttir einnig fyrir sínu á gamla heimavellinum og skoraði 14 stig. Melissa Zorning var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig en skotnýting hennar var ekki góð. Fyrirliðinn Sandra Lind Þrastardóttir var svo með myndarlega tvennu; 12 stig og 15 fráköst. Heimakonur byrjuðu leikinn mun betur og leiddu með 10 stigum eftir 1. leikhluta, 22-12. Snæfell komst betur inn í leikinn í 2. leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn kominn niður í tvö stig, 33-31. Keflvíkingar héldu forystunni framan af seinni hálfleik en góður kafli undir lok 3. leikhluta þýddi að Snæfell var með þriggja stiga forskot, 46-49, fyrir lokaleikhlutann. Þar reyndust Íslandsmeistararnir mun sterkari en þeir unnu 4. leikhlutann 25-18 og leikinn með 10 stigum, 64-74.Tölfræði leiks:Keflavík-Snæfell 64-74 (22-12, 11-19, 13-18, 18-25)Keflavík: Melissa Zornig 21/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Sandra Lind Þrastardóttir 12/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 11/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0/4 fráköst, Andrea Einarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.Snæfell: Haiden Denise Palmer 31/5 fráköst/6 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 14/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6/7 fráköst, María Björnsdóttir 6, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Alda Leif Jónsdóttir 0.Ingi Þór: Sjálfstraustið kom með góðri vörn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum kátur í leikslok. „Þetta er mjög sætt. Við byrjuðum illa en þegar leið á fengum við framlag frá fleirum og sjálfstraustið kom með góðri vörn,“ sagði Ingi sem hrósaði mótherjunum. „Keflvíkingar eru með flott lið en það var ekki fyrr en við fórum að vera á undan þeim í öllum aðgerðum að við náðum að stöðva þær. Ég sá þær spila á móti Stjörnunni og þetta var ekki sama liðið og þá.“ Ingi segist ekki eiga sér neina óskamótherja í úrslitaleiknum. „Ég veit ekki hvort við mætum Grindavík eða Stjörnunni en það skiptir ekki neinu máli. Snæfell er komið í leikinn sem allir vilja spila og það er ánægulegt,“ sagði Ingi Þór glaður í leikslok.Bryndís: Við vorum full lengi í gang Bryndís Guðmundsdóttir mætti sínu gamla félagi í kvöld en hún átti afbragðs leik. „Mér finnst alltaf gaman að koma og spila í Keflavík en þetta var sætt í kvöld.,“ sagði Bryndís í leikslok. Hún var ekkert alltof sátt með spilamennsku Snæfellsliðsins í leiknum. „Við vorum full lengi í gang. Mér fannst við bara lélegar í fyrri hálfleik en svo small þetta alveg hjá okkur eftir þriðja leikhluta,“ sagði Bryndís sem skoraði 14 stig í leiknum. „Við spiluðum kannski einn góðan leikhluta. Við spiluðum almennilega vörn og saman sem lið eftir 1. leikhluta. „Við fórum að spila fastar en á móti vorum við linar í 1. leikhluta. Við fengum lítið undir körfunni í upphafi en síðan fór þetta að ganga,“ sagði Bryndís að lokum.Sverrir Þór: Það vantaði frumkvæði hjá okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, var ekki sáttur með úrslitin í kvöld. „Ég er hundfúll með að tapa leiknum og vera dottinn út úr bikar en ég var ánægður með baráttuna og fyrri hálfleikinn,“ sagði Sverrir en Keflavík leiddi með tveimur stigum í hálfleik. „Við spiluðum einnig þokkalega framan af seinni hálfleik. En svo lendum við í miklum vandræðum með að skora og Haiden Palmer hún er það góð að hún virðist geta skorað þegar hún vill,“ sagði Sverrir en umrædd Palmer skoraði 31 stig fyrir Snæfell í kvöld. Sverrir vildi sjá frumkvæði hjá sínum stúlkum í leiknum. „Þær spiluðu fast á okkur og ýttu okkur úr stöðum. Það vantar frumkvæðið hjá okkur. „Í staðinn fyrir að finna leiðir þá fara alltof margir leikmenn í felur og það endar með að einhver þarf að taka hálfgert neyðarskot,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira