Björk lætur fjölmiðla heyra það eftir að hafa verið gagnrýnd fyrir plötusnúðasett Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2016 20:17 Björk að DJ-a á Day for Night í Houston. Vísir/Getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir lætur fjölmiðla heyra það vegna umfjöllunar um plötusnúðasett hennar á tónlistarhátíðinni Day for Night í Bandaríkjunum um liðna helgi. Hún segir einhverja fjölmiðla ekki hafa geta skilið hvers vegna hún kom ekki fram sjálf með sína tónlist og hvers vegna hún faldi sig á bak við borð. Hún segir nokkra af uppáhalds tónlistarmönnum sínum einnig hafa komið fram sem plötusnúðar á þessari hátíð, en þeir hafi ekki fengið sömu meðhöndlun frá þessum fjölmiðlum, og bendir á að um sé að ræða karlkyns kollega hennar í tónlistarheiminum. „Mér finnst þetta vera kynjamisrétti,“ skrifar Björk á Facebook en hún nefnir að tónlistarmenn á borð við Aphex Twin, Arca, Oneoh Trixpoint Never og Matmos hefðu Dj-að á þessari hátíð. Hún segist ekki geta hunsað þetta kynjamisrétti eftir þetta stormasama ár. „Því við eigum öll skilið algjöra breytingu á þessum byltingarkenndu tímum sem við lifum á. Það hlýtur að vera þess virði,“ skrifar Björk. Hún segir konur í tónlist fá að vera söngvaskáld svo lengi sem þær syngja um kærasta sína. Ef þær syngja um atóm, stjörnuþokur, aðgerðastefnu eða gera eitthvað annað en að syngja um ástvini verða þær fyrir gagnrýni að sögn Bjarkar. „Blaðamönnum finnst eins og það vanti eitthvað,“ segir Björk og nefnir að það sé eins og að konur eigi bara að syngja um tilfinningar. Björk segist hafa gert plöturnar Biophilia og Volta meðvituð um þá staðreynd að á þeim plötu yrði ekki sungið um það sem konur gera venjulega. „Mér fannst ég hafa áunnið mér það,“ skrifar Björk. Á Volta segist hún hafa sungið um barnshafandi hryðjuverkamenn og um sjálfstæði Færeyja og Grænlands. Á Biophilia söng hún um stjörnuþokur og atóm. „En það var ekki fyrr en á Vulnicura sem ég söng um ástarsorg sem ég fékk fullt samþykki fjölmiðla,“ segir Björk. Hún segir karlmönnum leyfast að fara um víðan völl þegar kemur að umfjöllunarefni, takast á við vísindaskáldskap, vera fyndnir og vera tónlistarnördar sem týnast í hljóðheimi. „En ekki konur. Ef við opnum ekki brjóstholið og blæðum fyrir karlmenn og börnin í lífi okkar þá erum við að svíkja áheyrnarhópinn okkar.“ Hún segist þó finna fyrir því að breyting sé í nánd og segist vonast til þess að á árinu 2017 muni hún verða að veruleika. Hér fyrir neðan má lesa stöðuuppfærslu Bjarkar um málið. Hér má sjá hluta af plötusnúðasetti hennar í Houston: Tengdar fréttir Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir lætur fjölmiðla heyra það vegna umfjöllunar um plötusnúðasett hennar á tónlistarhátíðinni Day for Night í Bandaríkjunum um liðna helgi. Hún segir einhverja fjölmiðla ekki hafa geta skilið hvers vegna hún kom ekki fram sjálf með sína tónlist og hvers vegna hún faldi sig á bak við borð. Hún segir nokkra af uppáhalds tónlistarmönnum sínum einnig hafa komið fram sem plötusnúðar á þessari hátíð, en þeir hafi ekki fengið sömu meðhöndlun frá þessum fjölmiðlum, og bendir á að um sé að ræða karlkyns kollega hennar í tónlistarheiminum. „Mér finnst þetta vera kynjamisrétti,“ skrifar Björk á Facebook en hún nefnir að tónlistarmenn á borð við Aphex Twin, Arca, Oneoh Trixpoint Never og Matmos hefðu Dj-að á þessari hátíð. Hún segist ekki geta hunsað þetta kynjamisrétti eftir þetta stormasama ár. „Því við eigum öll skilið algjöra breytingu á þessum byltingarkenndu tímum sem við lifum á. Það hlýtur að vera þess virði,“ skrifar Björk. Hún segir konur í tónlist fá að vera söngvaskáld svo lengi sem þær syngja um kærasta sína. Ef þær syngja um atóm, stjörnuþokur, aðgerðastefnu eða gera eitthvað annað en að syngja um ástvini verða þær fyrir gagnrýni að sögn Bjarkar. „Blaðamönnum finnst eins og það vanti eitthvað,“ segir Björk og nefnir að það sé eins og að konur eigi bara að syngja um tilfinningar. Björk segist hafa gert plöturnar Biophilia og Volta meðvituð um þá staðreynd að á þeim plötu yrði ekki sungið um það sem konur gera venjulega. „Mér fannst ég hafa áunnið mér það,“ skrifar Björk. Á Volta segist hún hafa sungið um barnshafandi hryðjuverkamenn og um sjálfstæði Færeyja og Grænlands. Á Biophilia söng hún um stjörnuþokur og atóm. „En það var ekki fyrr en á Vulnicura sem ég söng um ástarsorg sem ég fékk fullt samþykki fjölmiðla,“ segir Björk. Hún segir karlmönnum leyfast að fara um víðan völl þegar kemur að umfjöllunarefni, takast á við vísindaskáldskap, vera fyndnir og vera tónlistarnördar sem týnast í hljóðheimi. „En ekki konur. Ef við opnum ekki brjóstholið og blæðum fyrir karlmenn og börnin í lífi okkar þá erum við að svíkja áheyrnarhópinn okkar.“ Hún segist þó finna fyrir því að breyting sé í nánd og segist vonast til þess að á árinu 2017 muni hún verða að veruleika. Hér fyrir neðan má lesa stöðuuppfærslu Bjarkar um málið. Hér má sjá hluta af plötusnúðasetti hennar í Houston:
Tengdar fréttir Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00