Feðgar sömdu jólalag um flóttamannavandann Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. desember 2016 13:07 Feðgarnir Davíð Baldursson og Þorvaldur Örn Davíðsson tóku höndum saman á aðventunni og sömdu lagið Hugleiðing á jólum, en textinn snýr nær einvörðungu að flóttamannavandanum. „Já, það vildi þannig til að faðir minn orti þennan texta og sendi á mig. Þar sem hann er frábrugðinn öðrum jólatextum og á einstaklega vel við í dag fannst mér ég þurfa að gera eitthvað við hann,“ segir Þorvaldur Örn í samtali við Vísi. Textinn fjallar um flóttamannavandann og segir Þorvaldur að tilgangurinn hafi verið að fjalla um raunveruleikann frekar en glysið sem jólin vilji oft vera. „Hugmyndin var semsagt að gera jólalag sem á erindi við samtímann, til að minna okkur á að gera vel við þá sem njóta ekki sömu forréttinda og við. Síðan er áhugavert að horfa á flóttamannavandann út frá jólaguðspjallinu,“ segir Þorvaldur en í textanum má einmitt finna línuna „Enginn Kristi vildi veita vild í hinni helgu borg.” Hlusta má á lagið í spilaranum hér að neðan, en Þorvaldur smalaði vinum sínum saman í kór og Steinar Logi Helgason er stjórnandi.Hugleiðing á jólum:Sveipar veröld voði, ótti,ógnir myrkurs herja á.Friðlaus hjörtu, flærð og þótti,fólska og hatur marga hrjá.Þrálát eru manna meinin,miskun víða fágæt gjöf.Sár nú heyrast sorgarveinin,sandur þekur fjöldagröf.Athvarf barni brýnt að leita,bágu kjörin vekja sorg.Enginn Kristi vildi veitavild í hinni helgu borg.Eru jólin gleymd og grafin,glysið snauða, hljómið eitt,langt frá stalli hátt upp hafin,hátíð sem ei gefur neitt?Kærleikshöndin bölið bætirbrýnan vanda leysa þarf.Vægðin flóttamönnum mætirmildi, festa, líknarstarf.Athvarf barni brýnt að leita,bágu kjörin vekja sorg.Enginn Kristi vildi veitavild í hinni helgu borg. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Feðgarnir Davíð Baldursson og Þorvaldur Örn Davíðsson tóku höndum saman á aðventunni og sömdu lagið Hugleiðing á jólum, en textinn snýr nær einvörðungu að flóttamannavandanum. „Já, það vildi þannig til að faðir minn orti þennan texta og sendi á mig. Þar sem hann er frábrugðinn öðrum jólatextum og á einstaklega vel við í dag fannst mér ég þurfa að gera eitthvað við hann,“ segir Þorvaldur Örn í samtali við Vísi. Textinn fjallar um flóttamannavandann og segir Þorvaldur að tilgangurinn hafi verið að fjalla um raunveruleikann frekar en glysið sem jólin vilji oft vera. „Hugmyndin var semsagt að gera jólalag sem á erindi við samtímann, til að minna okkur á að gera vel við þá sem njóta ekki sömu forréttinda og við. Síðan er áhugavert að horfa á flóttamannavandann út frá jólaguðspjallinu,“ segir Þorvaldur en í textanum má einmitt finna línuna „Enginn Kristi vildi veita vild í hinni helgu borg.” Hlusta má á lagið í spilaranum hér að neðan, en Þorvaldur smalaði vinum sínum saman í kór og Steinar Logi Helgason er stjórnandi.Hugleiðing á jólum:Sveipar veröld voði, ótti,ógnir myrkurs herja á.Friðlaus hjörtu, flærð og þótti,fólska og hatur marga hrjá.Þrálát eru manna meinin,miskun víða fágæt gjöf.Sár nú heyrast sorgarveinin,sandur þekur fjöldagröf.Athvarf barni brýnt að leita,bágu kjörin vekja sorg.Enginn Kristi vildi veitavild í hinni helgu borg.Eru jólin gleymd og grafin,glysið snauða, hljómið eitt,langt frá stalli hátt upp hafin,hátíð sem ei gefur neitt?Kærleikshöndin bölið bætirbrýnan vanda leysa þarf.Vægðin flóttamönnum mætirmildi, festa, líknarstarf.Athvarf barni brýnt að leita,bágu kjörin vekja sorg.Enginn Kristi vildi veitavild í hinni helgu borg.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira