Bjarni Felixson áttræður: Fagnaði afmælinu oft í vinnunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2016 14:30 Börn Bjarna Felixsonar halda veislu honum til heiðurs. vísir/stefán Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. Deginum mun Bjarni verja í faðmi fjölskyldunnar. Dagurinn í dag er ekki aðeins afmælisdagur íþróttalýsandans ástsæla því í dag eru 55 ár síðan Bjarni og Álfheiður Gísladóttir, eiginkona hans, opinberuðu trúlofun sína. Þau gengu í það heilaga 3. júní ári síðar. Sjálfur er Bjarni lítið afmælisbarn og segir það hafi í gegnum tíðina verið afar þægilegt að eiga afmæli 27. desember. Líkt og alþjóð veit fylgir sá dagur svo að segja alltaf öðrum í jólum og því hefur veisluhald oft farið fyrir ofan garð og neðan. „Ég hef sjaldan haldið upp á afmælið mitt. Það hafa verið veisluhöld dagana á undan og það er of mikið að hafa veislu fjórða daginn í röð,“ segir Bjarni. Sú regla er þó háð undantekningum. Bjarni hélt upp á fimmtugsafmælið sitt og bauð í heilmikla veislu þar sem fjölskylda hans og vinir drógu hann sundur og saman í háði. „Sú veisla yljar manni enn. Æran var gjörsamlega tætt af manni,“ segir Bjarni og hlær. Fór Ellert Schram, fyrrverandi þingmaður og samherji Bjarna í KR, þar fremstur í flokki að sögn afmælisbarnsins. Þetta er hins vegar í eina skiptið sem blásið var til stórrar veislu. Lýsing íþróttaviðburða var talsvert algengri heldur en afmælisveislur. „Það voru mjög oft handboltaleikir á afmælisdaginn sem ég lýsti. Það gerðist til dæmis reglulega að það var leikur milli Íslendinga og Dana,“ segir Bjarni. Hann segir það hafi ekki verið svo að menn kæmu þungir í leikina sökum veisluhaldsins dagana á undan. „Það var þá allavega jafnt á komið hjá Íslendingum og Dönum í þeim efnum.“ „Ég er afskaplega ríkur maður,“ segir Bjarni en þau Álfheiður eiga fjögur börn, níu barnabörn og eitt barnabarnabarn. „Börnin ætla að halda veislu í tilefni dagsins. Það verður matarboð fyrir mig og mína nánustu af þeim sökum. Ég fékk engu um það ráðið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv eftir ágreining um kreditlista Menning Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. Deginum mun Bjarni verja í faðmi fjölskyldunnar. Dagurinn í dag er ekki aðeins afmælisdagur íþróttalýsandans ástsæla því í dag eru 55 ár síðan Bjarni og Álfheiður Gísladóttir, eiginkona hans, opinberuðu trúlofun sína. Þau gengu í það heilaga 3. júní ári síðar. Sjálfur er Bjarni lítið afmælisbarn og segir það hafi í gegnum tíðina verið afar þægilegt að eiga afmæli 27. desember. Líkt og alþjóð veit fylgir sá dagur svo að segja alltaf öðrum í jólum og því hefur veisluhald oft farið fyrir ofan garð og neðan. „Ég hef sjaldan haldið upp á afmælið mitt. Það hafa verið veisluhöld dagana á undan og það er of mikið að hafa veislu fjórða daginn í röð,“ segir Bjarni. Sú regla er þó háð undantekningum. Bjarni hélt upp á fimmtugsafmælið sitt og bauð í heilmikla veislu þar sem fjölskylda hans og vinir drógu hann sundur og saman í háði. „Sú veisla yljar manni enn. Æran var gjörsamlega tætt af manni,“ segir Bjarni og hlær. Fór Ellert Schram, fyrrverandi þingmaður og samherji Bjarna í KR, þar fremstur í flokki að sögn afmælisbarnsins. Þetta er hins vegar í eina skiptið sem blásið var til stórrar veislu. Lýsing íþróttaviðburða var talsvert algengri heldur en afmælisveislur. „Það voru mjög oft handboltaleikir á afmælisdaginn sem ég lýsti. Það gerðist til dæmis reglulega að það var leikur milli Íslendinga og Dana,“ segir Bjarni. Hann segir það hafi ekki verið svo að menn kæmu þungir í leikina sökum veisluhaldsins dagana á undan. „Það var þá allavega jafnt á komið hjá Íslendingum og Dönum í þeim efnum.“ „Ég er afskaplega ríkur maður,“ segir Bjarni en þau Álfheiður eiga fjögur börn, níu barnabörn og eitt barnabarnabarn. „Börnin ætla að halda veislu í tilefni dagsins. Það verður matarboð fyrir mig og mína nánustu af þeim sökum. Ég fékk engu um það ráðið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv eftir ágreining um kreditlista Menning Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira