Tape Face skemmtir á nýársfögnuði í Hörpu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 28. desember 2016 10:15 Tape Face sló rækilega í gegn í America's Got Talent fyrr á þessu ári. Sam Wills, eða The Tape Face eins og hann kallar sig, sló rækilega í gegn með atriði sínu í úrslitaþætti America’s Got Talent sem fram fór í sumar. Hann er nú á leið til Íslands og mun skemmta gestum á nýársfögnuði Senu Live sem fram fer í Hörpu 1. janúar. Upphaflega gerði ég mikið af töfrabrögðum. Svo fór ég í sirkusskóla, vann sem götulistamaður um tíma, og þaðan lá leið mín í uppistandsbransann. Ég ákvað að flytja til London fyrir nokkrum árum, þar sem ég hef unnið við að koma fram og skemmta. Draumurinn var alltaf að fara til Bandaríkjanna með atriðið mitt og ákvað ég að láta vaða og tók þátt í America’s Got Talent, sem var auðvitað frábært ferðalag í alla staði,“ segir Sam Wills, spurður hvar þetta allt saman hafi byrjað, en hann komst alla leið í úrslitaþáttinn í elleftu syrpu America’s Got Talent, með atriðið sitt Tape Face sem var í miklu uppáhaldi hjá Simon Cowell. Tape Face mun koma fram á nýársfögnuði Senu Live sem haldinn verður í Hörpu 1. janúar. Hann er þekktur fyrir að fá áhorfendur til að taka þátt í atriðum sínum og gerði hann það reglulega í þáttunum vinsælu. Þar batt hann meðal annars fyrir munn dómara, fékk þá upp á svið með sér og gerði óspart grín að þeim. „Það verður enginn óhultur í Hörpu, það er aldrei að vita nema ég fái fólk til að taka þátt. Mér finnst virkilega gaman að fá áhorfendur með mér í lið og sprella saman,“ segir Sam.Simon Cowell var mikill aðdáandi Tape Face.nordicphotos/GettyHin eini sanni Simon Cowell var mikill aðdáandi Face Tape og lofaði hann í hástert oftar en einu sinni í þáttunum. „Það var virkilega skemmtilegt að koma fram fyrir framan dómarana og sérstaklega Simon, hann er fínn náungi. Hann var mikill aðdáandi minn í keppninni, ég fékk góð viðbrögð frá honum og komst í úrslitaþáttinn sem var alltaf markmiðið mitt,“ útskýrir Sam. Eftir America’s Got Talent hefur Sam ferðast vítt og breitt um heiminn með atriðið sitt Tape Face. Hann mun einungis staldra við á Íslandi í örfáa daga. Hann hefur aldrei komið til landsins, en það vill svo skemmtilega til að hann er góðkunningi söngkonunnar Heru Hjartardóttur, sem býr og starfar á Nýja-Sjálandi. „Við Hera erum góðir vinir, við eigum sömu kattategund. Hún hefur sagt mér margt skemmtilegt um Ísland, og ég er virkilega spenntur að koma fram á Íslandi,“ segir hann. Ásamt Tape Face munu koma fram margir af heitustu listamönnum þjóðarinnar, þar á meðal Mugison, Páll Óskar, Sturla Atlas, Emmsjé Gauti, Aron Can og Glowie. Viðburðurinn mun fara fram á mismunandi svæðum í Hörpu, en herlegheitin hefjast kl. 19.00. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
Sam Wills, eða The Tape Face eins og hann kallar sig, sló rækilega í gegn með atriði sínu í úrslitaþætti America’s Got Talent sem fram fór í sumar. Hann er nú á leið til Íslands og mun skemmta gestum á nýársfögnuði Senu Live sem fram fer í Hörpu 1. janúar. Upphaflega gerði ég mikið af töfrabrögðum. Svo fór ég í sirkusskóla, vann sem götulistamaður um tíma, og þaðan lá leið mín í uppistandsbransann. Ég ákvað að flytja til London fyrir nokkrum árum, þar sem ég hef unnið við að koma fram og skemmta. Draumurinn var alltaf að fara til Bandaríkjanna með atriðið mitt og ákvað ég að láta vaða og tók þátt í America’s Got Talent, sem var auðvitað frábært ferðalag í alla staði,“ segir Sam Wills, spurður hvar þetta allt saman hafi byrjað, en hann komst alla leið í úrslitaþáttinn í elleftu syrpu America’s Got Talent, með atriðið sitt Tape Face sem var í miklu uppáhaldi hjá Simon Cowell. Tape Face mun koma fram á nýársfögnuði Senu Live sem haldinn verður í Hörpu 1. janúar. Hann er þekktur fyrir að fá áhorfendur til að taka þátt í atriðum sínum og gerði hann það reglulega í þáttunum vinsælu. Þar batt hann meðal annars fyrir munn dómara, fékk þá upp á svið með sér og gerði óspart grín að þeim. „Það verður enginn óhultur í Hörpu, það er aldrei að vita nema ég fái fólk til að taka þátt. Mér finnst virkilega gaman að fá áhorfendur með mér í lið og sprella saman,“ segir Sam.Simon Cowell var mikill aðdáandi Tape Face.nordicphotos/GettyHin eini sanni Simon Cowell var mikill aðdáandi Face Tape og lofaði hann í hástert oftar en einu sinni í þáttunum. „Það var virkilega skemmtilegt að koma fram fyrir framan dómarana og sérstaklega Simon, hann er fínn náungi. Hann var mikill aðdáandi minn í keppninni, ég fékk góð viðbrögð frá honum og komst í úrslitaþáttinn sem var alltaf markmiðið mitt,“ útskýrir Sam. Eftir America’s Got Talent hefur Sam ferðast vítt og breitt um heiminn með atriðið sitt Tape Face. Hann mun einungis staldra við á Íslandi í örfáa daga. Hann hefur aldrei komið til landsins, en það vill svo skemmtilega til að hann er góðkunningi söngkonunnar Heru Hjartardóttur, sem býr og starfar á Nýja-Sjálandi. „Við Hera erum góðir vinir, við eigum sömu kattategund. Hún hefur sagt mér margt skemmtilegt um Ísland, og ég er virkilega spenntur að koma fram á Íslandi,“ segir hann. Ásamt Tape Face munu koma fram margir af heitustu listamönnum þjóðarinnar, þar á meðal Mugison, Páll Óskar, Sturla Atlas, Emmsjé Gauti, Aron Can og Glowie. Viðburðurinn mun fara fram á mismunandi svæðum í Hörpu, en herlegheitin hefjast kl. 19.00.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira