Sló í gegn hjá blaðamanni The Guardian Guðný Hrönn skrifar 29. desember 2016 09:45 Kristín Jóhannsdóttir er safnstjóri Eldheima. Mynd/Baju Wijono Gosminjasýningin Eldheimar fékk aldeilis flotta viðurkenningu á dögunum þegar blaðamaður The Guardian hrósaði sýningunni í hástert á lista yfir bestu ferðauppgötvanir þessa árs. Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri Eldheima, er að vonum himinlifandi með umsögnina. „Þetta er náttúrulega alveg rosalega flott og stórt,“ segir safnstjórinn Kristín Jóhannsdóttir um umsögn blaðamanns The Guardian Roberts Hull. „Við erum að tala um að við erum það eina af Norðurlöndunum sem kemst inn á þennan lista. Þetta segir okkur að við erum búin að gera ansi margt rétt og það er verið að staðfesta við okkur að safnið er velheppnað og að það sé þess virði að heimsækja það. Auðvitað höfum við haft trú á safninu alveg frá því að Vestmannaeyjabær ákvað að setja peninga í þetta, en það er gott að fá það staðfest að hér var vandað til verka,“ segir Kristín. Hún bætir við að sýningarhönnuður Eldheima, Axel Hallkell Jóhannesson, eigi hrós skilið. „Hann kann að búa til stemningu. Gestir fá ákveðna upplifun og eru sendir í ferðalag, þeir kaupa ekki bara miða og ráfa svo um safnið.“Gosminjasýningin Eldheimar miðlar fróðleik um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973.Mynd/eldheimar.isKristín segir skipta miklu máli að gestir komi á sjálfan staðinn þar sem hlutirnir sem um ræðir gerðust, þannig verður uplifunin magnaðri. „Safnið er í túnjaðrinum við eldfjallið og við erum með rúst af húsi sem var grafið upp úr ösku til sýnis og byggjum yfir rústir. Þannig að þetta er alvöru.“ Gosminjasýningin Eldheimar var opnuð um vorið árið 2014, Kristín segir reksturinn hafa gengið vonum framar. „Já, þetta er búið að spyrjast alveg rosalega vel út. Aðsóknin hefur farið fram út björtustu vonum en við erum að tala um að tæplega 40.000 gestir hafa sótt safnið á þessu ári. Og við erum í Vestmannaeyjum, það þarf að fara yfir sjó og land, þannig að þetta verður að teljast góður árangur,“ segir Kristín sem á von á að umsögnin í The Guardian muni ýta undir aðsókn að safninu enda er um ansi góða auglýsingu að ræða. „Safnið er fyrir alla,“ segir Kristín svo aðspurð fyrir hvern safnið sé. Það vekur lukku hjá ungum sem öldnum. „Meira að segja litlu börnin, þeim finnst líka gaman að skoða safnið. Svo er boðið upp á hljóðleiðsögn á fimm tungumálum en ég á líka prentaðan texta á fleiri tungumálum þannig að flestir ættu að geta sett sig inn í efnið,“ útskýrir Kristín. „Við erum bara yfir okkur ánægð því safnið hefur bætt við ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum.“ Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Ekki á hverjum degi sem þroskasaga einnar konu kemur á hvíta tjaldið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Gosminjasýningin Eldheimar fékk aldeilis flotta viðurkenningu á dögunum þegar blaðamaður The Guardian hrósaði sýningunni í hástert á lista yfir bestu ferðauppgötvanir þessa árs. Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri Eldheima, er að vonum himinlifandi með umsögnina. „Þetta er náttúrulega alveg rosalega flott og stórt,“ segir safnstjórinn Kristín Jóhannsdóttir um umsögn blaðamanns The Guardian Roberts Hull. „Við erum að tala um að við erum það eina af Norðurlöndunum sem kemst inn á þennan lista. Þetta segir okkur að við erum búin að gera ansi margt rétt og það er verið að staðfesta við okkur að safnið er velheppnað og að það sé þess virði að heimsækja það. Auðvitað höfum við haft trú á safninu alveg frá því að Vestmannaeyjabær ákvað að setja peninga í þetta, en það er gott að fá það staðfest að hér var vandað til verka,“ segir Kristín. Hún bætir við að sýningarhönnuður Eldheima, Axel Hallkell Jóhannesson, eigi hrós skilið. „Hann kann að búa til stemningu. Gestir fá ákveðna upplifun og eru sendir í ferðalag, þeir kaupa ekki bara miða og ráfa svo um safnið.“Gosminjasýningin Eldheimar miðlar fróðleik um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973.Mynd/eldheimar.isKristín segir skipta miklu máli að gestir komi á sjálfan staðinn þar sem hlutirnir sem um ræðir gerðust, þannig verður uplifunin magnaðri. „Safnið er í túnjaðrinum við eldfjallið og við erum með rúst af húsi sem var grafið upp úr ösku til sýnis og byggjum yfir rústir. Þannig að þetta er alvöru.“ Gosminjasýningin Eldheimar var opnuð um vorið árið 2014, Kristín segir reksturinn hafa gengið vonum framar. „Já, þetta er búið að spyrjast alveg rosalega vel út. Aðsóknin hefur farið fram út björtustu vonum en við erum að tala um að tæplega 40.000 gestir hafa sótt safnið á þessu ári. Og við erum í Vestmannaeyjum, það þarf að fara yfir sjó og land, þannig að þetta verður að teljast góður árangur,“ segir Kristín sem á von á að umsögnin í The Guardian muni ýta undir aðsókn að safninu enda er um ansi góða auglýsingu að ræða. „Safnið er fyrir alla,“ segir Kristín svo aðspurð fyrir hvern safnið sé. Það vekur lukku hjá ungum sem öldnum. „Meira að segja litlu börnin, þeim finnst líka gaman að skoða safnið. Svo er boðið upp á hljóðleiðsögn á fimm tungumálum en ég á líka prentaðan texta á fleiri tungumálum þannig að flestir ættu að geta sett sig inn í efnið,“ útskýrir Kristín. „Við erum bara yfir okkur ánægð því safnið hefur bætt við ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum.“
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Ekki á hverjum degi sem þroskasaga einnar konu kemur á hvíta tjaldið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira