Sló í gegn hjá blaðamanni The Guardian Guðný Hrönn skrifar 29. desember 2016 09:45 Kristín Jóhannsdóttir er safnstjóri Eldheima. Mynd/Baju Wijono Gosminjasýningin Eldheimar fékk aldeilis flotta viðurkenningu á dögunum þegar blaðamaður The Guardian hrósaði sýningunni í hástert á lista yfir bestu ferðauppgötvanir þessa árs. Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri Eldheima, er að vonum himinlifandi með umsögnina. „Þetta er náttúrulega alveg rosalega flott og stórt,“ segir safnstjórinn Kristín Jóhannsdóttir um umsögn blaðamanns The Guardian Roberts Hull. „Við erum að tala um að við erum það eina af Norðurlöndunum sem kemst inn á þennan lista. Þetta segir okkur að við erum búin að gera ansi margt rétt og það er verið að staðfesta við okkur að safnið er velheppnað og að það sé þess virði að heimsækja það. Auðvitað höfum við haft trú á safninu alveg frá því að Vestmannaeyjabær ákvað að setja peninga í þetta, en það er gott að fá það staðfest að hér var vandað til verka,“ segir Kristín. Hún bætir við að sýningarhönnuður Eldheima, Axel Hallkell Jóhannesson, eigi hrós skilið. „Hann kann að búa til stemningu. Gestir fá ákveðna upplifun og eru sendir í ferðalag, þeir kaupa ekki bara miða og ráfa svo um safnið.“Gosminjasýningin Eldheimar miðlar fróðleik um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973.Mynd/eldheimar.isKristín segir skipta miklu máli að gestir komi á sjálfan staðinn þar sem hlutirnir sem um ræðir gerðust, þannig verður uplifunin magnaðri. „Safnið er í túnjaðrinum við eldfjallið og við erum með rúst af húsi sem var grafið upp úr ösku til sýnis og byggjum yfir rústir. Þannig að þetta er alvöru.“ Gosminjasýningin Eldheimar var opnuð um vorið árið 2014, Kristín segir reksturinn hafa gengið vonum framar. „Já, þetta er búið að spyrjast alveg rosalega vel út. Aðsóknin hefur farið fram út björtustu vonum en við erum að tala um að tæplega 40.000 gestir hafa sótt safnið á þessu ári. Og við erum í Vestmannaeyjum, það þarf að fara yfir sjó og land, þannig að þetta verður að teljast góður árangur,“ segir Kristín sem á von á að umsögnin í The Guardian muni ýta undir aðsókn að safninu enda er um ansi góða auglýsingu að ræða. „Safnið er fyrir alla,“ segir Kristín svo aðspurð fyrir hvern safnið sé. Það vekur lukku hjá ungum sem öldnum. „Meira að segja litlu börnin, þeim finnst líka gaman að skoða safnið. Svo er boðið upp á hljóðleiðsögn á fimm tungumálum en ég á líka prentaðan texta á fleiri tungumálum þannig að flestir ættu að geta sett sig inn í efnið,“ útskýrir Kristín. „Við erum bara yfir okkur ánægð því safnið hefur bætt við ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum.“ Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Gosminjasýningin Eldheimar fékk aldeilis flotta viðurkenningu á dögunum þegar blaðamaður The Guardian hrósaði sýningunni í hástert á lista yfir bestu ferðauppgötvanir þessa árs. Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri Eldheima, er að vonum himinlifandi með umsögnina. „Þetta er náttúrulega alveg rosalega flott og stórt,“ segir safnstjórinn Kristín Jóhannsdóttir um umsögn blaðamanns The Guardian Roberts Hull. „Við erum að tala um að við erum það eina af Norðurlöndunum sem kemst inn á þennan lista. Þetta segir okkur að við erum búin að gera ansi margt rétt og það er verið að staðfesta við okkur að safnið er velheppnað og að það sé þess virði að heimsækja það. Auðvitað höfum við haft trú á safninu alveg frá því að Vestmannaeyjabær ákvað að setja peninga í þetta, en það er gott að fá það staðfest að hér var vandað til verka,“ segir Kristín. Hún bætir við að sýningarhönnuður Eldheima, Axel Hallkell Jóhannesson, eigi hrós skilið. „Hann kann að búa til stemningu. Gestir fá ákveðna upplifun og eru sendir í ferðalag, þeir kaupa ekki bara miða og ráfa svo um safnið.“Gosminjasýningin Eldheimar miðlar fróðleik um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973.Mynd/eldheimar.isKristín segir skipta miklu máli að gestir komi á sjálfan staðinn þar sem hlutirnir sem um ræðir gerðust, þannig verður uplifunin magnaðri. „Safnið er í túnjaðrinum við eldfjallið og við erum með rúst af húsi sem var grafið upp úr ösku til sýnis og byggjum yfir rústir. Þannig að þetta er alvöru.“ Gosminjasýningin Eldheimar var opnuð um vorið árið 2014, Kristín segir reksturinn hafa gengið vonum framar. „Já, þetta er búið að spyrjast alveg rosalega vel út. Aðsóknin hefur farið fram út björtustu vonum en við erum að tala um að tæplega 40.000 gestir hafa sótt safnið á þessu ári. Og við erum í Vestmannaeyjum, það þarf að fara yfir sjó og land, þannig að þetta verður að teljast góður árangur,“ segir Kristín sem á von á að umsögnin í The Guardian muni ýta undir aðsókn að safninu enda er um ansi góða auglýsingu að ræða. „Safnið er fyrir alla,“ segir Kristín svo aðspurð fyrir hvern safnið sé. Það vekur lukku hjá ungum sem öldnum. „Meira að segja litlu börnin, þeim finnst líka gaman að skoða safnið. Svo er boðið upp á hljóðleiðsögn á fimm tungumálum en ég á líka prentaðan texta á fleiri tungumálum þannig að flestir ættu að geta sett sig inn í efnið,“ útskýrir Kristín. „Við erum bara yfir okkur ánægð því safnið hefur bætt við ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum.“
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira