Hamsturinn Gutti býr í dúkkuhúsi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 13. desember 2016 13:00 Úlfrún Kristínudóttir hefur átt loðhamsturinn Gutta í næstum því ár. Hún breytti gamla dúkkuhúsinu sínu í flott einbýlishús handa honum með sniðugum útfærslum. mynd/ernir Úlfrún Kristínudóttir er handlaginn þúsundþjalasmiður en hún breytti gamla dúkkuhúsinu sínu í einbýlishús fyrir hamsturinn Gutta. Hvert herbergi er málað í fallegum litum og göng og stigar liggja milli hæða. „Mamma gaf mér eiginlega hugmyndina þegar við vorum að taka til í herberginu mínu og vorum að spá hvað við ættum að gera við gamla dúkkuhúsið því ég er hætt að leika mér með það. Ég breytti því í hamstrabúr fyrir loðhamsturinn minn Gutta,“ segir Úlfrún Kristínudóttir, tíu ára þúsundþjalasmiður. „Ég hef gaman af því að smíða og hef smíðað ýmislegt í skólanum eins og bangsarúm, ávaxtakörfu og fleira. Skemmtilegast þykir mér að föndra, teikna og syngja, en ég er í kór,“ bætir hún við og segir lítið mál hafa verið að útfæra fyrirtaks hamstrabúr úr dúkkuhúsinu.Úlfrún lokaði fyrir öll göt og op á húsinu og útbjó hlera sem auðvelt er að opna. „Ég þarf að geta opnað á öllum hliðum svo ég geti þrifið búrið, gefið hamstrinum og hleypt honum út.“„Ég þurfti aðallega að loka fyrir öll göt og op á húsinu og gera hlera til þess að geta opnað og lokað búrinu. Ég þarf að geta opnað það á öllum hliðum svo ég geti þrifið búrið, gefið hamstrinum að éta og hleypt honum út.“Gutti er hæst ánægður með nýja húsið og þvælist milli hæða og herbergja um göng og stiga sem Úlfrún útbjó fyrir hann.Úlfrún fékk örlitla hjálp frá pabba sínum og ömmu við smíðarnar en sá alfarið um að mála vistarverurnar að innan í fallegum litum. Gutti kemst milli hæða og herbergja í húsinu og segir Úlfrún hann hæstánægðan með nýja heimilið. „Við gerðum gat í gólfið á efri hæðinni og svo setti ég spýtu með litlum þrepum á sem hamsturinn fer upp og niður á milli hæða. Uppáhaldsstaðurinn hans er kósíhorn þar sem hann hefur hreiðrað um sig í, dimmasta horninu á neðri hæð hússins, undir stiganum. Ég setti skrautlegan trékassa sem ég smíðaði og málaði í skólanum í búrið og göng sem ég gerði handa honum úr pappakassa. Ég hef átt Gutta í næstum því ár. Ég á hann alveg ein og sé um hann sjálf. Ég hef áður átt naggrísi með fjölskyldunni og við eigum hund sem heitir Skella. Hún er mjög forvitin um Gutta. Ég held að hún haldi að Gutti sé litli bróðir hennar,“ segir Úlfrún brosandi.Úlfrún málaði allar vistarverur að innan í fallegum litum og smíðaði kassa í skólanum sem Gutti leikur sér í.Kann Gutti einhverjar listir? „Gutti kann engin trix, en hann er mjög sterkur og á ekki erfitt með að klifra og hífa sig upp útitröppurnar heima hjá okkur. Gutta finnst flest grænmeti gott, en best þykir honum hrökkbrauð og alls konar poppkex,“ segir Úlfrún og auðséð er að henni þykir afar vænt um gæludýrið sitt. Á jólunum ætlar hún að gera sérstaklega vel við hann. „Ég ætla ég að gefa Gutta maískex á jólunum.“ Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Úlfrún Kristínudóttir er handlaginn þúsundþjalasmiður en hún breytti gamla dúkkuhúsinu sínu í einbýlishús fyrir hamsturinn Gutta. Hvert herbergi er málað í fallegum litum og göng og stigar liggja milli hæða. „Mamma gaf mér eiginlega hugmyndina þegar við vorum að taka til í herberginu mínu og vorum að spá hvað við ættum að gera við gamla dúkkuhúsið því ég er hætt að leika mér með það. Ég breytti því í hamstrabúr fyrir loðhamsturinn minn Gutta,“ segir Úlfrún Kristínudóttir, tíu ára þúsundþjalasmiður. „Ég hef gaman af því að smíða og hef smíðað ýmislegt í skólanum eins og bangsarúm, ávaxtakörfu og fleira. Skemmtilegast þykir mér að föndra, teikna og syngja, en ég er í kór,“ bætir hún við og segir lítið mál hafa verið að útfæra fyrirtaks hamstrabúr úr dúkkuhúsinu.Úlfrún lokaði fyrir öll göt og op á húsinu og útbjó hlera sem auðvelt er að opna. „Ég þarf að geta opnað á öllum hliðum svo ég geti þrifið búrið, gefið hamstrinum og hleypt honum út.“„Ég þurfti aðallega að loka fyrir öll göt og op á húsinu og gera hlera til þess að geta opnað og lokað búrinu. Ég þarf að geta opnað það á öllum hliðum svo ég geti þrifið búrið, gefið hamstrinum að éta og hleypt honum út.“Gutti er hæst ánægður með nýja húsið og þvælist milli hæða og herbergja um göng og stiga sem Úlfrún útbjó fyrir hann.Úlfrún fékk örlitla hjálp frá pabba sínum og ömmu við smíðarnar en sá alfarið um að mála vistarverurnar að innan í fallegum litum. Gutti kemst milli hæða og herbergja í húsinu og segir Úlfrún hann hæstánægðan með nýja heimilið. „Við gerðum gat í gólfið á efri hæðinni og svo setti ég spýtu með litlum þrepum á sem hamsturinn fer upp og niður á milli hæða. Uppáhaldsstaðurinn hans er kósíhorn þar sem hann hefur hreiðrað um sig í, dimmasta horninu á neðri hæð hússins, undir stiganum. Ég setti skrautlegan trékassa sem ég smíðaði og málaði í skólanum í búrið og göng sem ég gerði handa honum úr pappakassa. Ég hef átt Gutta í næstum því ár. Ég á hann alveg ein og sé um hann sjálf. Ég hef áður átt naggrísi með fjölskyldunni og við eigum hund sem heitir Skella. Hún er mjög forvitin um Gutta. Ég held að hún haldi að Gutti sé litli bróðir hennar,“ segir Úlfrún brosandi.Úlfrún málaði allar vistarverur að innan í fallegum litum og smíðaði kassa í skólanum sem Gutti leikur sér í.Kann Gutti einhverjar listir? „Gutti kann engin trix, en hann er mjög sterkur og á ekki erfitt með að klifra og hífa sig upp útitröppurnar heima hjá okkur. Gutta finnst flest grænmeti gott, en best þykir honum hrökkbrauð og alls konar poppkex,“ segir Úlfrún og auðséð er að henni þykir afar vænt um gæludýrið sitt. Á jólunum ætlar hún að gera sérstaklega vel við hann. „Ég ætla ég að gefa Gutta maískex á jólunum.“
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning