Skúlptúrlík form heilla 15. desember 2016 13:00 Hulda Fríða segist vinna með samspil forma og prents við hönnun sína. Vönduð, kvenleg snið og þægileg efni mynda ímynd FRIDU. VÍSIR/GVA Hulda Fríða Björnsdóttir fatahönnuður fékk sína fyrstu saumavél mjög ung frá Fríðu ömmu sinni og hannaði og saumaði kjóla á sig í menntaskóla. Hún segist hafa getað algjörlega gleymt sér við að búa til eitthvað sjálf. Árið 2011 fór Hulda Fríða til Kaupmannahafnar og lærði fatahönnun í Margrethe-skólanum en í dag er hún með eigin línu. „FRIDA-línan var sýnd á Tískuvikunni í Kaupmannahöfn en merkið fékk mjög góðar viðtökur í fjölmiðlum og upp úr því hófst þetta allt saman. Eftir útskrift árið 2013 ákvað ég að flytja aftur til Íslands og stofnaði merkið FRIDA fljótlega eftir það. Núna er FRIDA-hönnun til sölu á Skólavörðustíg 21, í Skúmaskoti en við erum ellefu hönnuðir sem rekum búðina saman.“Hulda Fríða hannar mest kjóla, yfirhafnir og fylgihluti eins og þennan fallega klút.Skemmtilegt ferli Hönnun hefur heillað Huldu Fríðu lengi og henni finnst spennandi að geta þróað fatnað sem er öðruvísi og ekki fjöldaframleiddur. „Ég kýs að kaupa mér eitthvað einstakt sem ég er virkilega ánægð með og nota aftur og aftur. Það skiptir mig líka máli hvaðan hluturinn kemur og hvernig hann er framleiddur,“ segir hún. Hulda segir hönnunarferlið vera skemmtilegt en það geti líka verið erfitt ákvörðunarferli því hún sé oft með stórtækar hugmyndir og eigi erfitt með að takmarka sig. „Einnig finnst mér samskiptin við viðskiptavinina gefandi og þegar ég sé einhverja í fötunum mínum verð ég alltaf svolítið stolt.“Mest kjólar og yfirhafnir Þegar Hulda er beðin um að lýsa eigin hönnun segir hún FRIDA vera gæðafatnað á konur sem framleiddur sé í takmörkuðu upplagi á ábyrgan hátt. „Ég vinn með samspil forma og prents. Vönduð snið og þægileg efni mynda sérstæða ímynd merkisins. Stafræn prentun er notuð á efnin sem eru framleidd á umhverfisvænan hátt, sniðin og efnin eru kvenleg og þægileg. Í nýjustu FRIDU-línunni eru mohair-ullarkápur, kjólar úr náttúrulegu efni, ullarpeysur og fylgihlutir úr silki.“ Hulda segist eiga erfitt með að lýsa eigin stíl en segir hann líklegast einkennast af þægilegum fötum úr góðum efnum. „Ég er helst í víðum fötum en ég hef verið undir japönskum áhrifum frá fyrstu línunni minni, Ocean Bugeisha. Ég er frekar litaglöð þó maður verði svartari með veðráttunni á Íslandi en ég er til dæmis alltaf í Art Deco-peysunni úr ullarblöndu frá FRIDU-línunni.“ Mest hannar Hulda kjóla, yfirhafnir úr ull og fylgihluti. Hún segir mikla vinnu og tíma fara í hönnunarferlið sjálft en hún sé stöðugt með hugann við hvernig hún geti útfært hugmyndirnar. „Mér finnst mjög gaman að vinna print eða mynstur í tölvunni. Svo fer alltaf meiri tími en maður gerir ráð fyrir í sníðagerð,“ lýsir hún.Fellur fyrir dýrari efnum Hulda er hrifnust af silki en er byrjuð að vinna meira með ullina. „Það er frábært að geta notað framleiðendur hér heima og ef þeir væru fleiri hér myndi ég reyna að kaupa sem mest af þeim. En sérhönnuðu printin eða mynstrin panta ég erlendis frá og helst þá úr náttúrulegum efnum. Ég hef verið með lífræna bómull og fleiri umhverfisvæn efni. Gæði efnanna skipta mig miklu máli en ég fell mjög oft fyrir dýrari efnunum sem eru erfiðari í framleiðslu,“ segir hún og brosir. Aðspurð hvaðan Hulda fær innblástur fyrir hönnun sína segir hún að geometrískar línur og skúlptúrlík form heilli sig mest. „Andstæðir hlutir, smáatriði, litir í kringum mig veita mér innblástur en ég hef verið að færa mig nær umhverfinu hér heima. Yfirleitt er ég að nota lífverur úr ólíkum heimum, til dæmis var fyrsta línan mín jafnvægið milli tveggja ólíkra heima, bardaga geishunnar og lífvera hafsins. Núna er ég að skoða ytra lag fugla og spendýra en er enn að þróa það lengra.“ Frekari upplýsingar um hönnun Huldu Fríðu má finna á vefsíðunni fridafrida.com og á Facebook undir fridabyhulda.Hulda Fríða hannar undir merkinu FRIDA. Henni finnst sjálfri best að klæðast víðum og þægilegum fötum. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Hulda Fríða Björnsdóttir fatahönnuður fékk sína fyrstu saumavél mjög ung frá Fríðu ömmu sinni og hannaði og saumaði kjóla á sig í menntaskóla. Hún segist hafa getað algjörlega gleymt sér við að búa til eitthvað sjálf. Árið 2011 fór Hulda Fríða til Kaupmannahafnar og lærði fatahönnun í Margrethe-skólanum en í dag er hún með eigin línu. „FRIDA-línan var sýnd á Tískuvikunni í Kaupmannahöfn en merkið fékk mjög góðar viðtökur í fjölmiðlum og upp úr því hófst þetta allt saman. Eftir útskrift árið 2013 ákvað ég að flytja aftur til Íslands og stofnaði merkið FRIDA fljótlega eftir það. Núna er FRIDA-hönnun til sölu á Skólavörðustíg 21, í Skúmaskoti en við erum ellefu hönnuðir sem rekum búðina saman.“Hulda Fríða hannar mest kjóla, yfirhafnir og fylgihluti eins og þennan fallega klút.Skemmtilegt ferli Hönnun hefur heillað Huldu Fríðu lengi og henni finnst spennandi að geta þróað fatnað sem er öðruvísi og ekki fjöldaframleiddur. „Ég kýs að kaupa mér eitthvað einstakt sem ég er virkilega ánægð með og nota aftur og aftur. Það skiptir mig líka máli hvaðan hluturinn kemur og hvernig hann er framleiddur,“ segir hún. Hulda segir hönnunarferlið vera skemmtilegt en það geti líka verið erfitt ákvörðunarferli því hún sé oft með stórtækar hugmyndir og eigi erfitt með að takmarka sig. „Einnig finnst mér samskiptin við viðskiptavinina gefandi og þegar ég sé einhverja í fötunum mínum verð ég alltaf svolítið stolt.“Mest kjólar og yfirhafnir Þegar Hulda er beðin um að lýsa eigin hönnun segir hún FRIDA vera gæðafatnað á konur sem framleiddur sé í takmörkuðu upplagi á ábyrgan hátt. „Ég vinn með samspil forma og prents. Vönduð snið og þægileg efni mynda sérstæða ímynd merkisins. Stafræn prentun er notuð á efnin sem eru framleidd á umhverfisvænan hátt, sniðin og efnin eru kvenleg og þægileg. Í nýjustu FRIDU-línunni eru mohair-ullarkápur, kjólar úr náttúrulegu efni, ullarpeysur og fylgihlutir úr silki.“ Hulda segist eiga erfitt með að lýsa eigin stíl en segir hann líklegast einkennast af þægilegum fötum úr góðum efnum. „Ég er helst í víðum fötum en ég hef verið undir japönskum áhrifum frá fyrstu línunni minni, Ocean Bugeisha. Ég er frekar litaglöð þó maður verði svartari með veðráttunni á Íslandi en ég er til dæmis alltaf í Art Deco-peysunni úr ullarblöndu frá FRIDU-línunni.“ Mest hannar Hulda kjóla, yfirhafnir úr ull og fylgihluti. Hún segir mikla vinnu og tíma fara í hönnunarferlið sjálft en hún sé stöðugt með hugann við hvernig hún geti útfært hugmyndirnar. „Mér finnst mjög gaman að vinna print eða mynstur í tölvunni. Svo fer alltaf meiri tími en maður gerir ráð fyrir í sníðagerð,“ lýsir hún.Fellur fyrir dýrari efnum Hulda er hrifnust af silki en er byrjuð að vinna meira með ullina. „Það er frábært að geta notað framleiðendur hér heima og ef þeir væru fleiri hér myndi ég reyna að kaupa sem mest af þeim. En sérhönnuðu printin eða mynstrin panta ég erlendis frá og helst þá úr náttúrulegum efnum. Ég hef verið með lífræna bómull og fleiri umhverfisvæn efni. Gæði efnanna skipta mig miklu máli en ég fell mjög oft fyrir dýrari efnunum sem eru erfiðari í framleiðslu,“ segir hún og brosir. Aðspurð hvaðan Hulda fær innblástur fyrir hönnun sína segir hún að geometrískar línur og skúlptúrlík form heilli sig mest. „Andstæðir hlutir, smáatriði, litir í kringum mig veita mér innblástur en ég hef verið að færa mig nær umhverfinu hér heima. Yfirleitt er ég að nota lífverur úr ólíkum heimum, til dæmis var fyrsta línan mín jafnvægið milli tveggja ólíkra heima, bardaga geishunnar og lífvera hafsins. Núna er ég að skoða ytra lag fugla og spendýra en er enn að þróa það lengra.“ Frekari upplýsingar um hönnun Huldu Fríðu má finna á vefsíðunni fridafrida.com og á Facebook undir fridabyhulda.Hulda Fríða hannar undir merkinu FRIDA. Henni finnst sjálfri best að klæðast víðum og þægilegum fötum.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira